Mourinho reynir að bæta enn frekar við hópinn Valur Páll Eiríksson skrifar 26. júlí 2022 14:15 Bæði Bailly og Wijnaldum eru sagðir vilja ganga í raðir Roma. Clive Brunskill/Getty Images José Mourinho, þjálfari Roma á Ítalíu, er hvergi nærri hættur á leikmannamarkaðnum. Hann reynir nú að fá fyrrum lærisvein sinn og fyrrum andstæðing. Roma hefur fest kaup á fjórum leikmönnum það sem af er sumri. Paulo Dybala, sem kom frítt frá Juventus, stendur þar upp úr en þá var Tyrkinn Zeki Celik keyptur frá Lille og Serbinn Mile Svilar var fenginn inn sem varamarkvörður. Landi hans Nemanja Matic kom einnig frá Manchester United, en Mourinho var að kaupa hann í þriðja skipti á ferlinum. Fyrrum liðsfélagi Matic er næstur á óskalista Mourinho. Miðverðinum Eric Bailly hefur gengið misvel að fóta sig í treyju Manchester United en hann var fyrsti leikmaðurinn sem Mourinho keypti til liðsins þegar hann tók við því árið 2016. Mourinho vill endurnýja kynnin við Bailly og fá hann til Rómarborgar. Bailly er sagður opinn fyrir skiptunum en búast má við að hann falli aftar í goggunarröðina þegar United gengur frá kaupunum á Lisandro Martínez frá Ajax. Hann lék aðeins sjö keppnisleiki fyrir liðið á síðustu leiktíð. Þá er Hollendingurinn Georginio Wijnaldum sagður vera á leið til Roma á láni frá Paris Saint-Germain. Samkvæmt frönskum fréttamiðlum er hann ekki í áformum Christophe Galtier, sem tók nýverið við stjórnartaumunum í frönsku höfuðborginni. Wijnaldum yfirgaf Liverpool fyrir ári síðan til að semja við frönsku meistarana en gekk illa að festa sig í sessi á nýliðinni leiktíð. Rómverjar vonast eftir því að þurfa ekki að borga allan launakostnað Hollendingsins, en þær viðræður gætu tafið skiptin. Wijnaldum er sagður spenntur fyrir því að yfirgefa PSG. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
Roma hefur fest kaup á fjórum leikmönnum það sem af er sumri. Paulo Dybala, sem kom frítt frá Juventus, stendur þar upp úr en þá var Tyrkinn Zeki Celik keyptur frá Lille og Serbinn Mile Svilar var fenginn inn sem varamarkvörður. Landi hans Nemanja Matic kom einnig frá Manchester United, en Mourinho var að kaupa hann í þriðja skipti á ferlinum. Fyrrum liðsfélagi Matic er næstur á óskalista Mourinho. Miðverðinum Eric Bailly hefur gengið misvel að fóta sig í treyju Manchester United en hann var fyrsti leikmaðurinn sem Mourinho keypti til liðsins þegar hann tók við því árið 2016. Mourinho vill endurnýja kynnin við Bailly og fá hann til Rómarborgar. Bailly er sagður opinn fyrir skiptunum en búast má við að hann falli aftar í goggunarröðina þegar United gengur frá kaupunum á Lisandro Martínez frá Ajax. Hann lék aðeins sjö keppnisleiki fyrir liðið á síðustu leiktíð. Þá er Hollendingurinn Georginio Wijnaldum sagður vera á leið til Roma á láni frá Paris Saint-Germain. Samkvæmt frönskum fréttamiðlum er hann ekki í áformum Christophe Galtier, sem tók nýverið við stjórnartaumunum í frönsku höfuðborginni. Wijnaldum yfirgaf Liverpool fyrir ári síðan til að semja við frönsku meistarana en gekk illa að festa sig í sessi á nýliðinni leiktíð. Rómverjar vonast eftir því að þurfa ekki að borga allan launakostnað Hollendingsins, en þær viðræður gætu tafið skiptin. Wijnaldum er sagður spenntur fyrir því að yfirgefa PSG. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira