Mourinho reynir að bæta enn frekar við hópinn Valur Páll Eiríksson skrifar 26. júlí 2022 14:15 Bæði Bailly og Wijnaldum eru sagðir vilja ganga í raðir Roma. Clive Brunskill/Getty Images José Mourinho, þjálfari Roma á Ítalíu, er hvergi nærri hættur á leikmannamarkaðnum. Hann reynir nú að fá fyrrum lærisvein sinn og fyrrum andstæðing. Roma hefur fest kaup á fjórum leikmönnum það sem af er sumri. Paulo Dybala, sem kom frítt frá Juventus, stendur þar upp úr en þá var Tyrkinn Zeki Celik keyptur frá Lille og Serbinn Mile Svilar var fenginn inn sem varamarkvörður. Landi hans Nemanja Matic kom einnig frá Manchester United, en Mourinho var að kaupa hann í þriðja skipti á ferlinum. Fyrrum liðsfélagi Matic er næstur á óskalista Mourinho. Miðverðinum Eric Bailly hefur gengið misvel að fóta sig í treyju Manchester United en hann var fyrsti leikmaðurinn sem Mourinho keypti til liðsins þegar hann tók við því árið 2016. Mourinho vill endurnýja kynnin við Bailly og fá hann til Rómarborgar. Bailly er sagður opinn fyrir skiptunum en búast má við að hann falli aftar í goggunarröðina þegar United gengur frá kaupunum á Lisandro Martínez frá Ajax. Hann lék aðeins sjö keppnisleiki fyrir liðið á síðustu leiktíð. Þá er Hollendingurinn Georginio Wijnaldum sagður vera á leið til Roma á láni frá Paris Saint-Germain. Samkvæmt frönskum fréttamiðlum er hann ekki í áformum Christophe Galtier, sem tók nýverið við stjórnartaumunum í frönsku höfuðborginni. Wijnaldum yfirgaf Liverpool fyrir ári síðan til að semja við frönsku meistarana en gekk illa að festa sig í sessi á nýliðinni leiktíð. Rómverjar vonast eftir því að þurfa ekki að borga allan launakostnað Hollendingsins, en þær viðræður gætu tafið skiptin. Wijnaldum er sagður spenntur fyrir því að yfirgefa PSG. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Sjá meira
Roma hefur fest kaup á fjórum leikmönnum það sem af er sumri. Paulo Dybala, sem kom frítt frá Juventus, stendur þar upp úr en þá var Tyrkinn Zeki Celik keyptur frá Lille og Serbinn Mile Svilar var fenginn inn sem varamarkvörður. Landi hans Nemanja Matic kom einnig frá Manchester United, en Mourinho var að kaupa hann í þriðja skipti á ferlinum. Fyrrum liðsfélagi Matic er næstur á óskalista Mourinho. Miðverðinum Eric Bailly hefur gengið misvel að fóta sig í treyju Manchester United en hann var fyrsti leikmaðurinn sem Mourinho keypti til liðsins þegar hann tók við því árið 2016. Mourinho vill endurnýja kynnin við Bailly og fá hann til Rómarborgar. Bailly er sagður opinn fyrir skiptunum en búast má við að hann falli aftar í goggunarröðina þegar United gengur frá kaupunum á Lisandro Martínez frá Ajax. Hann lék aðeins sjö keppnisleiki fyrir liðið á síðustu leiktíð. Þá er Hollendingurinn Georginio Wijnaldum sagður vera á leið til Roma á láni frá Paris Saint-Germain. Samkvæmt frönskum fréttamiðlum er hann ekki í áformum Christophe Galtier, sem tók nýverið við stjórnartaumunum í frönsku höfuðborginni. Wijnaldum yfirgaf Liverpool fyrir ári síðan til að semja við frönsku meistarana en gekk illa að festa sig í sessi á nýliðinni leiktíð. Rómverjar vonast eftir því að þurfa ekki að borga allan launakostnað Hollendingsins, en þær viðræður gætu tafið skiptin. Wijnaldum er sagður spenntur fyrir því að yfirgefa PSG. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Sjá meira