Fyrrverandi markvörður Liverpool var háður verkjalyfjum: „Verður önnur manneskja“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2022 23:30 Kirkland í leik gegn Manchester United. EPA/MAGI HAROUN Chris Kirkland, fyrrverandi markvörður Liverpool sem og annarra liða, hefur undanfarinn áratug verið háður verkjalyfjum. Kirkland hefur áður rætt glímu sína við bæði þunglyndi og kvíða. Nú hefur hann opnað sig varðandi ofneyslu sína á verkjalyfjum. Hinn 41 árs gamli Kirkland lék með Liverpool frá árinu 2001 til 2006. Hann var lánaður til bæði West Bromwich Albion og Wigan Athletic á meðan hann var á mála hjá félaginu. Krikland gekk svo alfarið í raðir Wigan árið 2006 og var þar til 2012 er hann skipti yfir til Sheffield Wednesday. Hann endaði ferilinn árið 2016 eftir stutt stop hjá Bury þar sem hann spilaði ekki leik. Hann hefur glímt við hina ýmsu djöfla á lífsleiðinni og hefur almennt verið frekar opinn með það. Markvörðurinn fyrrverandi hefur hins vegar farið leynt með neyslu sína á verkjalyfjum, það er þangað til nú. Kirkland í leik með Wednesday.EPA/PETER POWELL Í viðtali við breska ríkisútvarpið segist Kirkland hafa byrjað að taka verkjalyf árið 2008 vegna bakverkja. „Ekkert of mikið, bara tvær til þrjár á dag til að halda verknum niðri,“ segir hann. Kirkland bjó áfram á sama stað eftir að hafa samið við Wednesday sem þýddi að hann þurfti að ferðast meira. Þá jók hann skammtinn til að bakverkirnir yrðu ekki of slæmir á meðan hann ferðaðist svona mikið. Hann meiddist á baki tveimur dögum fyrir fyrsta leikinn sinn hjá Wednesday og reif því upp gamla „góða“ pilluboxið. „Ég var tilbúinn að gera hvað sem er til að spila fyrsta leikinn og heilla áhorfendurnar, svo ég tók pillurnar.“ „Þetta hjálpaði við að halda kvíðanum niðri en líkami þinn venst magninu sem þú ert að taka svo þú þarft að auka skammtinn jafnt og þétt. Þetta fer að hafa áhrif á þig andlega og þú verður allt önnur manneskja.“ „Ég gjörbreyttist. Ég kom heim og lokaði mig af, ég vildi ekki tala við neinn. Ég var að taka tíu sinnum það sem maður átti að taka á einum degi.“ I m Chris Kirkland I ve been Addicted to Painkillers for 10 years wow it feels good and freeing to say that story now out @henrywinter @benfisherj @TimesSport @guardian hope it helps people live on @talkSPORT 11am https://t.co/TEpgf8mejH pic.twitter.com/67tKZo420a— Chris Kirkland (@ChrisKirkland43) July 21, 2022 „Það tók mig tíu ár en maður verður að opna sig og biðja um hjálp. Það er eina liðin til að ná sér að fullu. Ég hef reynt að gera þetta einn og það hefur alltaf mistekist. Ég vissi að ég myndi ekki fá hjálp þá yrði ég ekki hér mikið lengur.“ „Mér líður betur núna. Eiginkona mín hefur fengið eiginmann sinn aftur og dóttir mín hefur fengið föður sinn til baka. Það hvetur mig áfram og er ástæðan fyrir því að ég vil ekki verða háður verkjalyfjum aftur,“ sagði Kirkland að endingu í opinskáu viðtali við BBC. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Sjá meira
Hinn 41 árs gamli Kirkland lék með Liverpool frá árinu 2001 til 2006. Hann var lánaður til bæði West Bromwich Albion og Wigan Athletic á meðan hann var á mála hjá félaginu. Krikland gekk svo alfarið í raðir Wigan árið 2006 og var þar til 2012 er hann skipti yfir til Sheffield Wednesday. Hann endaði ferilinn árið 2016 eftir stutt stop hjá Bury þar sem hann spilaði ekki leik. Hann hefur glímt við hina ýmsu djöfla á lífsleiðinni og hefur almennt verið frekar opinn með það. Markvörðurinn fyrrverandi hefur hins vegar farið leynt með neyslu sína á verkjalyfjum, það er þangað til nú. Kirkland í leik með Wednesday.EPA/PETER POWELL Í viðtali við breska ríkisútvarpið segist Kirkland hafa byrjað að taka verkjalyf árið 2008 vegna bakverkja. „Ekkert of mikið, bara tvær til þrjár á dag til að halda verknum niðri,“ segir hann. Kirkland bjó áfram á sama stað eftir að hafa samið við Wednesday sem þýddi að hann þurfti að ferðast meira. Þá jók hann skammtinn til að bakverkirnir yrðu ekki of slæmir á meðan hann ferðaðist svona mikið. Hann meiddist á baki tveimur dögum fyrir fyrsta leikinn sinn hjá Wednesday og reif því upp gamla „góða“ pilluboxið. „Ég var tilbúinn að gera hvað sem er til að spila fyrsta leikinn og heilla áhorfendurnar, svo ég tók pillurnar.“ „Þetta hjálpaði við að halda kvíðanum niðri en líkami þinn venst magninu sem þú ert að taka svo þú þarft að auka skammtinn jafnt og þétt. Þetta fer að hafa áhrif á þig andlega og þú verður allt önnur manneskja.“ „Ég gjörbreyttist. Ég kom heim og lokaði mig af, ég vildi ekki tala við neinn. Ég var að taka tíu sinnum það sem maður átti að taka á einum degi.“ I m Chris Kirkland I ve been Addicted to Painkillers for 10 years wow it feels good and freeing to say that story now out @henrywinter @benfisherj @TimesSport @guardian hope it helps people live on @talkSPORT 11am https://t.co/TEpgf8mejH pic.twitter.com/67tKZo420a— Chris Kirkland (@ChrisKirkland43) July 21, 2022 „Það tók mig tíu ár en maður verður að opna sig og biðja um hjálp. Það er eina liðin til að ná sér að fullu. Ég hef reynt að gera þetta einn og það hefur alltaf mistekist. Ég vissi að ég myndi ekki fá hjálp þá yrði ég ekki hér mikið lengur.“ „Mér líður betur núna. Eiginkona mín hefur fengið eiginmann sinn aftur og dóttir mín hefur fengið föður sinn til baka. Það hvetur mig áfram og er ástæðan fyrir því að ég vil ekki verða háður verkjalyfjum aftur,“ sagði Kirkland að endingu í opinskáu viðtali við BBC.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Sjá meira