Vestfirska Hringrásarhagkerfið Tinna Rún Snorradóttir skrifar 21. júlí 2022 13:30 Á Íslandi eru fjölmörg tækifæri til að efla hringrásarhagkerfið með því markmiði að lágmarka auðlindanotkun og úrgangsmyndun, og Vestfirðir eru í kjörstöðu til þess að vera leiðandi afl í þeirri vegferð. Á Vestfjörðum er öflugt atvinnulíf þar sem fjölbreyttur iðnaður fær að vaxa og dafna, en á svæðinu eru stærstu fiskeldisfyrirtæki landsins, stór og öflug sjávarútvegsfyrirtæki, mjólkurvinnsla og landbúnaður svo fátt eitt sé nefnt. Öllum þessum iðnaði fylgja vannýttir hráefnastraumar á borð við meltu, seyru og önnur lífræn efni sem flest eru flutt af svæðinu í flutningabílum eða flutningaskipum með tilheyrandi kolefnisfótspori. Stærstu byggðakjarnar á Vestfjörðum, Patreksfjörður, Bolungarvík og Ísafjörður eru skilgreindir sem “köld svæði” sem þýðir að ekki sé hægt að nota jarðvarma til að hita hús og mannvirki eins og tíðkast víða á landinu. Þess í stað er notast við rafkynntar hitaveitur þar sem vatn er hitað með rafmagni sem er síðan dreift á hús. Samkvæmt skýrslu Landsnets “Afl- og Orkujöfnuður 2022 – 2026” er fyrirséð að brenna þurfi olíu til að framleiða rafmagn á Íslandi vegna orkuskorts og spár gefa til kynna að skorturinn verður orðinn þónokkur 2025 og 2026. Þessi orkuskortur hefur gífurleg áhrif á rafkyntar hitaveitur en fyrri hluta árs 2022 var olía nýtt til upphitunar á vatni í 50 daga hjá Orkubúi Vestfjarða, sem stangast alfarið á við markmið ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi, og því er mikilvægt að leita annarra leiða til orkuöflunar. Blámi hefur tekið höndum saman við Vestfjarðarstofu og aðra haghafa í að kanna fýsileika þess að nýta þau lífrænu hráefni sem falla til á Vestfjörðum og búa til metangas sem brennt verður til að hita vatn. Auk vatns yrði til áburður sem hægt væri að nýta til ræktunar og uppgræðslu sem felur í sér minni innflutning á áburði. Með því að nýta metangas til húshitunar er hægt að minnka olíunotkun og nýta þá raforku sem losnar til orkuskipta eða í önnur verkefni á svæðinu. Höfundur er rannsóknar- og þróunarstjóri hjá Bláma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Ísafjarðarbær Vesturbyggð Bolungarvík Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru fjölmörg tækifæri til að efla hringrásarhagkerfið með því markmiði að lágmarka auðlindanotkun og úrgangsmyndun, og Vestfirðir eru í kjörstöðu til þess að vera leiðandi afl í þeirri vegferð. Á Vestfjörðum er öflugt atvinnulíf þar sem fjölbreyttur iðnaður fær að vaxa og dafna, en á svæðinu eru stærstu fiskeldisfyrirtæki landsins, stór og öflug sjávarútvegsfyrirtæki, mjólkurvinnsla og landbúnaður svo fátt eitt sé nefnt. Öllum þessum iðnaði fylgja vannýttir hráefnastraumar á borð við meltu, seyru og önnur lífræn efni sem flest eru flutt af svæðinu í flutningabílum eða flutningaskipum með tilheyrandi kolefnisfótspori. Stærstu byggðakjarnar á Vestfjörðum, Patreksfjörður, Bolungarvík og Ísafjörður eru skilgreindir sem “köld svæði” sem þýðir að ekki sé hægt að nota jarðvarma til að hita hús og mannvirki eins og tíðkast víða á landinu. Þess í stað er notast við rafkynntar hitaveitur þar sem vatn er hitað með rafmagni sem er síðan dreift á hús. Samkvæmt skýrslu Landsnets “Afl- og Orkujöfnuður 2022 – 2026” er fyrirséð að brenna þurfi olíu til að framleiða rafmagn á Íslandi vegna orkuskorts og spár gefa til kynna að skorturinn verður orðinn þónokkur 2025 og 2026. Þessi orkuskortur hefur gífurleg áhrif á rafkyntar hitaveitur en fyrri hluta árs 2022 var olía nýtt til upphitunar á vatni í 50 daga hjá Orkubúi Vestfjarða, sem stangast alfarið á við markmið ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi, og því er mikilvægt að leita annarra leiða til orkuöflunar. Blámi hefur tekið höndum saman við Vestfjarðarstofu og aðra haghafa í að kanna fýsileika þess að nýta þau lífrænu hráefni sem falla til á Vestfjörðum og búa til metangas sem brennt verður til að hita vatn. Auk vatns yrði til áburður sem hægt væri að nýta til ræktunar og uppgræðslu sem felur í sér minni innflutning á áburði. Með því að nýta metangas til húshitunar er hægt að minnka olíunotkun og nýta þá raforku sem losnar til orkuskipta eða í önnur verkefni á svæðinu. Höfundur er rannsóknar- og þróunarstjóri hjá Bláma.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar