Lærisveini Vésteins velt af Ståhlli Sindri Sverrisson skrifar 20. júlí 2022 08:30 Kristjan Ceh átti bestu frammistöðu lífs síns í Eugene í Oregon í nótt. Getty/Ezra Shaw Það var mikið um óvænt úrslit á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Bandaríkjunum í nótt og sigurstranglegir ólympíumeistarar þurftu að horfa á eftir gullverðlaunum. Þar á meðal var sænski kringlukastarinn og nýi Íslandsvinurinn Daniel Ståhl, lærisveinn Vésteins Hafsteinssonar. Ståhl hefur verið fremsti kringlukastari heims síðustu ár og varð ólympíumeistari í Tókýó í fyrra og heimsmeistari árið 2019. Í nótt náði Ståhl hins vegar ekki verðlaunasæti því 67,10 metra kast hans dugði aðeins til 4. sætis. Simon Pettersson, sem líkt og Ståhl heimsótti Ísland í lok maí og keppti á móti á Selfossi, varð í 5. sæti með 67 metra kast eftir að hafa unnið silfur á Ólympíuleikunum í Tókýó. Slóveninn Kristjan Ceh varð heimsmeistari með 71,13 metra kasti, sem er mótsmet, og Litháen átti bæði silfur- og bronsverðlaunahafa því Mykolas Alekna varð í 2. sæti með 69,27 metra kasti og Andrius Gudzius í 3. sæti með 67,55 metra kasti. Alekna er sonur goðsagnarinnar Virgilijus Alekna sem vann meðal annars tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikum. Norsku ólympíumeistararnir misstu af gulli Norski ólympíumeistarinn Jakob Ingebrigtsen náði sömuleiðis ekki að landa heimsmeistaratitli í 1.500 metra hlaupi. Bretinn Jake Wightman kom óvænt fyrstur í mark, eftir að hafa lent í 10. sæti í Tókýó í fyrra, á 3 mínútum og 29,23 sekúndum. Ingebrigtsen varð í 2. sæti, 24 sekúndubrotum á eftir Wightman, og Spánverjinn Mohamed Katir tók bronsið. Jake Wightman virtist ekki trúa eigin augum þegar hann kom fyrstur í mark í 1.500 metra hlaupinu.Getty/Andy Lyons Annar norskur ólympíumeistari, Karsen Warholm, endaði aðeins í 7. sæti í 400 metra grindahlaupi á 48,42 sekúndum, en hann tognaði í læri á Demantamóti í júní. Hinn brasilíski Alison dos Santos varð heimsmeistari í greininni á 46,29 sekúndum, sem er mótsmet, en Bandaríkjamennirnir Rai Benjmani (46,89) og Trevor Bassitt (47,39) komu næstir á eftir honum. Heimsmeistari á færri tilraunum Í hástökki kvenna varð hin ástralska Eleanor Patterson heimsmeistari eftir hnífjafna keppni því þær Yaroslava Mahuchikh frá Úkraínu fóru báðar yfir 2,02 metra. Patterson fór hins vegar yfir þá hæð í fyrstu tilraun á meðan að Mahuchikh þurfti tvær tilraunir. Elena Vallortigara frá Ítalíu fékk brons eftir að hafa einnig þurft færri tilraunir en Iryna Geraschchenko frá Úkraínu til að fara yfir 2 metra slétta. Eleanor Patterson náði að fara yfir 2,02 metra í fyrstu tilraun og það skilaði henni heimsmeistaratitlinum.Getty/Mustafa Yalcin Frjálsar íþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira
Þar á meðal var sænski kringlukastarinn og nýi Íslandsvinurinn Daniel Ståhl, lærisveinn Vésteins Hafsteinssonar. Ståhl hefur verið fremsti kringlukastari heims síðustu ár og varð ólympíumeistari í Tókýó í fyrra og heimsmeistari árið 2019. Í nótt náði Ståhl hins vegar ekki verðlaunasæti því 67,10 metra kast hans dugði aðeins til 4. sætis. Simon Pettersson, sem líkt og Ståhl heimsótti Ísland í lok maí og keppti á móti á Selfossi, varð í 5. sæti með 67 metra kast eftir að hafa unnið silfur á Ólympíuleikunum í Tókýó. Slóveninn Kristjan Ceh varð heimsmeistari með 71,13 metra kasti, sem er mótsmet, og Litháen átti bæði silfur- og bronsverðlaunahafa því Mykolas Alekna varð í 2. sæti með 69,27 metra kasti og Andrius Gudzius í 3. sæti með 67,55 metra kasti. Alekna er sonur goðsagnarinnar Virgilijus Alekna sem vann meðal annars tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikum. Norsku ólympíumeistararnir misstu af gulli Norski ólympíumeistarinn Jakob Ingebrigtsen náði sömuleiðis ekki að landa heimsmeistaratitli í 1.500 metra hlaupi. Bretinn Jake Wightman kom óvænt fyrstur í mark, eftir að hafa lent í 10. sæti í Tókýó í fyrra, á 3 mínútum og 29,23 sekúndum. Ingebrigtsen varð í 2. sæti, 24 sekúndubrotum á eftir Wightman, og Spánverjinn Mohamed Katir tók bronsið. Jake Wightman virtist ekki trúa eigin augum þegar hann kom fyrstur í mark í 1.500 metra hlaupinu.Getty/Andy Lyons Annar norskur ólympíumeistari, Karsen Warholm, endaði aðeins í 7. sæti í 400 metra grindahlaupi á 48,42 sekúndum, en hann tognaði í læri á Demantamóti í júní. Hinn brasilíski Alison dos Santos varð heimsmeistari í greininni á 46,29 sekúndum, sem er mótsmet, en Bandaríkjamennirnir Rai Benjmani (46,89) og Trevor Bassitt (47,39) komu næstir á eftir honum. Heimsmeistari á færri tilraunum Í hástökki kvenna varð hin ástralska Eleanor Patterson heimsmeistari eftir hnífjafna keppni því þær Yaroslava Mahuchikh frá Úkraínu fóru báðar yfir 2,02 metra. Patterson fór hins vegar yfir þá hæð í fyrstu tilraun á meðan að Mahuchikh þurfti tvær tilraunir. Elena Vallortigara frá Ítalíu fékk brons eftir að hafa einnig þurft færri tilraunir en Iryna Geraschchenko frá Úkraínu til að fara yfir 2 metra slétta. Eleanor Patterson náði að fara yfir 2,02 metra í fyrstu tilraun og það skilaði henni heimsmeistaratitlinum.Getty/Mustafa Yalcin
Frjálsar íþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira