Þrír eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2022 20:30 Ef Rishi Sunak nær kjöri sem leiðtogi Íhaldsflokksins yrði það í fyrsta sinn sem forsætisráðherra Bretlands væri af indverskum ættum. Hann er sjálfur fæddur í Bretlandi en foreldrar hans fæddust og ólust upp í Punjab héraði á Indlandi. AP/Victoria Jones Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands leiðir áfram að lokinni fjórðu umferð í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins í dag. Þessi þrjú standa eftir að lokinni fjórðu umferð leiðtogakjörsins í dag. Á morgun ræðst hvaða tvö þeirra berjast að lokum um leiðtogaembættið í Íhaldsflokknum og um leið forsætisráðherrastólinn.grafík/Hjalti Sunak hlaut atkvæði 118 þingmanna flokksins og bætti við sig þremur. Penny Mordaunt utanríkis-viðskiptaráðherra er áfram í öðru sæti með 92 atkvæði, bætti við sig tíu og Liz Truss utanríkisráðherra er einnig áfram í þriðja sæti með 86 atkvæði, bætir við sig 15 atkvæðum. Penny Mordaunt utanríkisviðskiptaráðherra Bretlands er vinsæl innan Íhaldsflokksins. Andstæðingar hennar segja reynsluna af henni í ráðherraembætti þó sýna að hún muni ekki valda leiðtogaembættinu.AP/Victoria Jones Bilið milli Truss og Mordaunt hefur því minnkað frá upphafi kjörsins. Það kemur í ljós að lokinni fimmtu umferð í kosningu þingmanna á morgun hvort Truss nær að vinna sig upp í annað sætið en hún og Mordaunt hafa báðar sætt mikilli gagnrýni úr ólíkum áttum innan Íhaldsflokksins undanfarna viku. Kemi Badenoch fékk 59 atkvæði, bætti við sig einu og fellur úr leik samkvæmt reglum flokksins. Liz Truss utanríkisráðherra hefur verið í þriðja sæti í gegnum allar umferðir leiðtogakjörsins en sækir á. Henni er helst talið það til foráttu að hafa stuttu áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu.AP/Frank Augstein Eftir atkvæðagreiðslu þingmanna á morgun verða aðeins tveir frambjóðendur eftir sem almennir flokksmenn kjósa síðan á milli. Niðurstaða þeirrar kosningar verður kynnt hinn 5. september og þá kemur í ljós hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Bretland Tengdar fréttir Rishi Sunak leiðir í leiðtogakjörinu Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands er enn efstur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi að lokinni annarri umferð með atkvæði frá 101 þingmanni flokksins. Penny Mordaunt heldur einnig öðru sætinu með 83 atkvæði og Liz Truss utanríkisráðherra því þriðja með 64 atkvæði. 14. júlí 2022 14:39 Mordaunt talin sigurstranglegust í annarri umferð Íhaldsmanna Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö í dag. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. 14. júlí 2022 08:15 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Þessi þrjú standa eftir að lokinni fjórðu umferð leiðtogakjörsins í dag. Á morgun ræðst hvaða tvö þeirra berjast að lokum um leiðtogaembættið í Íhaldsflokknum og um leið forsætisráðherrastólinn.grafík/Hjalti Sunak hlaut atkvæði 118 þingmanna flokksins og bætti við sig þremur. Penny Mordaunt utanríkis-viðskiptaráðherra er áfram í öðru sæti með 92 atkvæði, bætti við sig tíu og Liz Truss utanríkisráðherra er einnig áfram í þriðja sæti með 86 atkvæði, bætir við sig 15 atkvæðum. Penny Mordaunt utanríkisviðskiptaráðherra Bretlands er vinsæl innan Íhaldsflokksins. Andstæðingar hennar segja reynsluna af henni í ráðherraembætti þó sýna að hún muni ekki valda leiðtogaembættinu.AP/Victoria Jones Bilið milli Truss og Mordaunt hefur því minnkað frá upphafi kjörsins. Það kemur í ljós að lokinni fimmtu umferð í kosningu þingmanna á morgun hvort Truss nær að vinna sig upp í annað sætið en hún og Mordaunt hafa báðar sætt mikilli gagnrýni úr ólíkum áttum innan Íhaldsflokksins undanfarna viku. Kemi Badenoch fékk 59 atkvæði, bætti við sig einu og fellur úr leik samkvæmt reglum flokksins. Liz Truss utanríkisráðherra hefur verið í þriðja sæti í gegnum allar umferðir leiðtogakjörsins en sækir á. Henni er helst talið það til foráttu að hafa stuttu áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu.AP/Frank Augstein Eftir atkvæðagreiðslu þingmanna á morgun verða aðeins tveir frambjóðendur eftir sem almennir flokksmenn kjósa síðan á milli. Niðurstaða þeirrar kosningar verður kynnt hinn 5. september og þá kemur í ljós hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands.
Bretland Tengdar fréttir Rishi Sunak leiðir í leiðtogakjörinu Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands er enn efstur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi að lokinni annarri umferð með atkvæði frá 101 þingmanni flokksins. Penny Mordaunt heldur einnig öðru sætinu með 83 atkvæði og Liz Truss utanríkisráðherra því þriðja með 64 atkvæði. 14. júlí 2022 14:39 Mordaunt talin sigurstranglegust í annarri umferð Íhaldsmanna Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö í dag. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. 14. júlí 2022 08:15 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Rishi Sunak leiðir í leiðtogakjörinu Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands er enn efstur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi að lokinni annarri umferð með atkvæði frá 101 þingmanni flokksins. Penny Mordaunt heldur einnig öðru sætinu með 83 atkvæði og Liz Truss utanríkisráðherra því þriðja með 64 atkvæði. 14. júlí 2022 14:39
Mordaunt talin sigurstranglegust í annarri umferð Íhaldsmanna Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö í dag. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. 14. júlí 2022 08:15
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent