Hefur beðið í röð eftir eldsneyti í tíu daga Bjarki Sigurðsson skrifar 16. júlí 2022 23:21 Ökumaður í svipuðum sporum og Pratheem. AP/Rafiq Maqbool Pratheem, íbúi í borginni Colombo í Srí Lanka, hefur beðið í röð í tíu daga eftir því að geta keypt eldsneyti. Miklar takmarkanir hafa verið settar á eldsneytiskaup í landinu. Breska ríkisútvarpið ræddi við Pratheem sem starfar sem bílstjóri. Hann keyrir fólk til og frá flugvellinum í Colombo en einungis þeir sem vinna við akstur mega kaupa eldsneyti vegna skorts. Raðirnar sem bílstjórar bíða í eru margar hverjar nokkrir kílómetrar og ganga þær afar hægt. Bílstjórar fá ekki einu sinni að fylla tankinn vegna skortsins og því líður ekki langur tími þar til þeir mæta aftur aftast í röðina. Pratheem er heppnari en flestir þar sem hann fær að fara heim til sín í nokkra tíma á dag á meðan bróðir hans eða sonur leysa hann af. Þá kemst hann í sturtu og fer á klósettið. Aðrir ökumenn sem breska ríkisútvarpið ræddi við lifa ekki við þann lúxus. Guna og Nisantha starfa fyrir rútufyrirtæki og býr hvorugur þeirra í Colombo. Þeir hafa þurft að notast við almenningssalerni til að halda hreinlætinu en það kostar sitt. Ástandið í Srí Lanka versnar með hverjum deginum en bæði forsætisráðherrann og forsetinn hafa sagt af sér nýlega eftir mikil mótmæli. Forsetinn er grunaður um mikla spillingu en Srí Lanka hefur aldrei verið jafn illa statt fjárhagslega. Srí Lanka Tengdar fréttir Biður herinn um að tryggja frið í Srí Lanka Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur skipað her landsins að gera það sem nauðsynlegt er til að koma á röð og reglu. Hann er nú starfandi forseti eyríkisins eftir að forsetinn flúði til Malíveyja. 13. júlí 2022 14:48 Mótmælendur brutust inn á heimili forseta Srí Lanka Íbúar Srí Lanka hafa mótmælt stjórnvöldum harðlega undanfarna mánuði vegna efnahagsástandsins þar í landi. Í dag brutust mótmælendur inn á heimili og skrifstofu forseta landsins. Þingið kom þá saman og forsætisráðherrann samþykkti að segja af sér þegar flokkar koma sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 9. júlí 2022 14:07 Forseti Srí Lanka segir loks af sér Gotabaya Rajapaksa hefur sagt af sér sem forseti Srí Lanka. Hann flúði land í fyrradag og dvelur nú í Singapúr. 14. júlí 2022 18:30 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Breska ríkisútvarpið ræddi við Pratheem sem starfar sem bílstjóri. Hann keyrir fólk til og frá flugvellinum í Colombo en einungis þeir sem vinna við akstur mega kaupa eldsneyti vegna skorts. Raðirnar sem bílstjórar bíða í eru margar hverjar nokkrir kílómetrar og ganga þær afar hægt. Bílstjórar fá ekki einu sinni að fylla tankinn vegna skortsins og því líður ekki langur tími þar til þeir mæta aftur aftast í röðina. Pratheem er heppnari en flestir þar sem hann fær að fara heim til sín í nokkra tíma á dag á meðan bróðir hans eða sonur leysa hann af. Þá kemst hann í sturtu og fer á klósettið. Aðrir ökumenn sem breska ríkisútvarpið ræddi við lifa ekki við þann lúxus. Guna og Nisantha starfa fyrir rútufyrirtæki og býr hvorugur þeirra í Colombo. Þeir hafa þurft að notast við almenningssalerni til að halda hreinlætinu en það kostar sitt. Ástandið í Srí Lanka versnar með hverjum deginum en bæði forsætisráðherrann og forsetinn hafa sagt af sér nýlega eftir mikil mótmæli. Forsetinn er grunaður um mikla spillingu en Srí Lanka hefur aldrei verið jafn illa statt fjárhagslega.
Srí Lanka Tengdar fréttir Biður herinn um að tryggja frið í Srí Lanka Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur skipað her landsins að gera það sem nauðsynlegt er til að koma á röð og reglu. Hann er nú starfandi forseti eyríkisins eftir að forsetinn flúði til Malíveyja. 13. júlí 2022 14:48 Mótmælendur brutust inn á heimili forseta Srí Lanka Íbúar Srí Lanka hafa mótmælt stjórnvöldum harðlega undanfarna mánuði vegna efnahagsástandsins þar í landi. Í dag brutust mótmælendur inn á heimili og skrifstofu forseta landsins. Þingið kom þá saman og forsætisráðherrann samþykkti að segja af sér þegar flokkar koma sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 9. júlí 2022 14:07 Forseti Srí Lanka segir loks af sér Gotabaya Rajapaksa hefur sagt af sér sem forseti Srí Lanka. Hann flúði land í fyrradag og dvelur nú í Singapúr. 14. júlí 2022 18:30 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Biður herinn um að tryggja frið í Srí Lanka Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur skipað her landsins að gera það sem nauðsynlegt er til að koma á röð og reglu. Hann er nú starfandi forseti eyríkisins eftir að forsetinn flúði til Malíveyja. 13. júlí 2022 14:48
Mótmælendur brutust inn á heimili forseta Srí Lanka Íbúar Srí Lanka hafa mótmælt stjórnvöldum harðlega undanfarna mánuði vegna efnahagsástandsins þar í landi. Í dag brutust mótmælendur inn á heimili og skrifstofu forseta landsins. Þingið kom þá saman og forsætisráðherrann samþykkti að segja af sér þegar flokkar koma sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 9. júlí 2022 14:07
Forseti Srí Lanka segir loks af sér Gotabaya Rajapaksa hefur sagt af sér sem forseti Srí Lanka. Hann flúði land í fyrradag og dvelur nú í Singapúr. 14. júlí 2022 18:30