Blatter sendir út viðvörun til heimsfótboltans Atli Arason skrifar 16. júlí 2022 09:00 Sepp Blatter ætlar ekki að gefast upp. Vísir/AFP Sepp Blatter, fyrrum forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, segir sjö ár af lygum loksins vera lokið. Meðal annars skrifaði Blatter á Twitter í gær að hann væri mættur aftur. Er þetta í fyrsta skipti sem hann tjáir sig á opinberum vettvangi eftir að hann og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, voru sýknaðir af ásökum um spillingu og fjárdrátt af dómstólum í Sviss þann 8. júlí síðastliðinn. Vitnar hann einnig í orð Platini og skrifar að heimurinn muni fá að heyra hvað þeir hafa að segja og merkir hann öll helstu knattspyrnusambönd víða um heim í færslu sinni. Hello my friends, I'm back , still going strong, seven years of lies have ended. Now the game is again in the right direction. Or as Michel Platini puts it: You will hear from us again. I wish you a great weekend. #FIFA #UEFA #CAF #AFC #CONMEBOL #CONCACAF #OFC #IOC #Platini— Joseph S Blatter (@SeppBlatter) July 15, 2022 Blatter, sem er 86 ára gamall, leiddi alþjóðlegaknattspyrnusambandið í 17 ár. Voru þeir Platini sýknaðir af ásökunum um fjárdrátt þar sem FIFA greiddi Platini um 1,7 milljón punda, tæpar 300 milljónir króna, fyrir ráðgjafastörf með milligöngu Blatter. Dómstóllinn í Sviss taldi röksemdarfærslur tvímenningana, að um heiðursmannasamkomulag hafi verið að ræða, góð og gild. Þetta er þó ekki eina sakamálarannsóknin sem Blatter þarf að verjast en einnig er verið að skoða greiðslur upp á eina milljón Bandaríkjadala frá FIFA til knattspyrnusambands Trínidad og Tóbagó frá árinu 2010 í öðru aðskildu máli. „Að fara frá því að vera goðsögn í heimsfótboltanum yfir í sjálfan djöfulinn er afar erfitt, sérstaklega þegar það kemur úr ósanngjarni átt. Ég hef alltaf sagt að mín barátta er gegn óréttlæti. Ég vann fyrstu lotuna en raunverulegu sökudólgarnir eru enn þá þarna úti. Þeir geta treyst á mig að ég gefst ekki upp og mun fara alla leið í baráttunni fyrir sannleikanum,“ sagði Blatter við fjölmiðla eftir að hafa verið sýknaður í síðustu viku. Blatter var forseti FIFA til ársins 2015, þegar bandarískar alríkisstofnanir hófu rannsókn á honum vegna mútugreiðslna, spillingu og peningaþvættis. Blatter hefur alltaf lýst yfir sakleysi. Er fyrrum forsetinn þó enn þá bannaður frá allri þátttöku í fótbolta sem gildir til ársins 2028. Bannið hlaut hann fyrir brot á siðareglum FIFA. FIFA UEFA Tengdar fréttir Blatter í nýtt bann Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, hefur verið dæmdur í nýtt bann frá fótboltanum og er hann nú í banni til ársins 2028. 24. mars 2021 20:35 Blatter og Platini sýknaðir af ásökunum um spillingu Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, hafa verið sýknaðir af ásökunum um spillingu, en dómurinn var kveðinn upp í Sviss í morgun. 8. júlí 2022 08:30 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira
Meðal annars skrifaði Blatter á Twitter í gær að hann væri mættur aftur. Er þetta í fyrsta skipti sem hann tjáir sig á opinberum vettvangi eftir að hann og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, voru sýknaðir af ásökum um spillingu og fjárdrátt af dómstólum í Sviss þann 8. júlí síðastliðinn. Vitnar hann einnig í orð Platini og skrifar að heimurinn muni fá að heyra hvað þeir hafa að segja og merkir hann öll helstu knattspyrnusambönd víða um heim í færslu sinni. Hello my friends, I'm back , still going strong, seven years of lies have ended. Now the game is again in the right direction. Or as Michel Platini puts it: You will hear from us again. I wish you a great weekend. #FIFA #UEFA #CAF #AFC #CONMEBOL #CONCACAF #OFC #IOC #Platini— Joseph S Blatter (@SeppBlatter) July 15, 2022 Blatter, sem er 86 ára gamall, leiddi alþjóðlegaknattspyrnusambandið í 17 ár. Voru þeir Platini sýknaðir af ásökunum um fjárdrátt þar sem FIFA greiddi Platini um 1,7 milljón punda, tæpar 300 milljónir króna, fyrir ráðgjafastörf með milligöngu Blatter. Dómstóllinn í Sviss taldi röksemdarfærslur tvímenningana, að um heiðursmannasamkomulag hafi verið að ræða, góð og gild. Þetta er þó ekki eina sakamálarannsóknin sem Blatter þarf að verjast en einnig er verið að skoða greiðslur upp á eina milljón Bandaríkjadala frá FIFA til knattspyrnusambands Trínidad og Tóbagó frá árinu 2010 í öðru aðskildu máli. „Að fara frá því að vera goðsögn í heimsfótboltanum yfir í sjálfan djöfulinn er afar erfitt, sérstaklega þegar það kemur úr ósanngjarni átt. Ég hef alltaf sagt að mín barátta er gegn óréttlæti. Ég vann fyrstu lotuna en raunverulegu sökudólgarnir eru enn þá þarna úti. Þeir geta treyst á mig að ég gefst ekki upp og mun fara alla leið í baráttunni fyrir sannleikanum,“ sagði Blatter við fjölmiðla eftir að hafa verið sýknaður í síðustu viku. Blatter var forseti FIFA til ársins 2015, þegar bandarískar alríkisstofnanir hófu rannsókn á honum vegna mútugreiðslna, spillingu og peningaþvættis. Blatter hefur alltaf lýst yfir sakleysi. Er fyrrum forsetinn þó enn þá bannaður frá allri þátttöku í fótbolta sem gildir til ársins 2028. Bannið hlaut hann fyrir brot á siðareglum FIFA.
FIFA UEFA Tengdar fréttir Blatter í nýtt bann Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, hefur verið dæmdur í nýtt bann frá fótboltanum og er hann nú í banni til ársins 2028. 24. mars 2021 20:35 Blatter og Platini sýknaðir af ásökunum um spillingu Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, hafa verið sýknaðir af ásökunum um spillingu, en dómurinn var kveðinn upp í Sviss í morgun. 8. júlí 2022 08:30 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira
Blatter í nýtt bann Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, hefur verið dæmdur í nýtt bann frá fótboltanum og er hann nú í banni til ársins 2028. 24. mars 2021 20:35
Blatter og Platini sýknaðir af ásökunum um spillingu Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, hafa verið sýknaðir af ásökunum um spillingu, en dómurinn var kveðinn upp í Sviss í morgun. 8. júlí 2022 08:30