Lúsmýið úlfaldi úr mýflugu Bjarki Sigurðsson skrifar 15. júlí 2022 23:52 Steinar Marberg Egilsson, meindýraeyðir, telur að lúsmýið sé komið til að vera. Vísir Meindýraeyðir telur að lúsmýið sé komið til að vera. Það virki að eitra fyrir flugunum en með því að eitra sé verið að drepa fleiri skordýrategundir í leiðinni. „Þetta er búið að gera, finnst mér, dálítið úlfalda úr mýflugu,“ segir Steinar Marberg Egilsson, meindýraeyðir, um lúsmý á Íslandi í Reykjavík síðdegis. Hann segir að flugan þurfi að komast í blóð til að klekja út egg sín en það er kvenflugan sem hefur valdið einhverjum Íslendingum ama í sumar. „Sum okkar fá mikil ofnæmisviðbrögð því flugan spýtir út ensími til að stífla ekki ranann þegar hún sýgur blóðið. Margir eru með ofnæmi fyrir því og ofnæmisviðbrögðin fara á fulla ferð. Þessi umræða sem er búin að vera undanfarin tvö ár, um hvað skal gera, sitt sýnist sumum, það eru allskonar ráðleggingar, ilmefni og ýmislegt. Í raun og veru, eins og með moskítófluguna, þá er ekkert efni rannsakað sem virkar 100 prósent,“ segir Steinar. Austur, suður, norður en ekki vestur Hann sér ekki fram á að lúsmýið hverfi á næstu árum. Flugan hafi dreift úr sér hægt og rólega og finnist nú frá Höfn í Hornafirði til Akureyrar. „Vestfirðir eru ekki komnir inn en við vitum ekki alveg dreifinguna. Þetta byrjaði í Hvalfirðinum og Kollafirðinum og þar. Þetta kom minnir mig árið 2015 og var þá staðbundið. Hægt og rólega hefur þetta dreifst um Suðurlandið og norður á bóginn,“ segir Steinar. „Ég er nokkuð viss um að þetta sé komið til að vera, ég er eiginlega alveg sannfærður um það.“ Hann segir að það sé hægt að eitra fyrir flugunni en til þess þurfi að kalla til meindýraeyðis. Það sé þó ekki hægt að útrýma henni alveg. Flugan alltaf á ferðinni „Spurningin er líka, er fólk alveg visst um að þetta sé í sínum bústað. Flugan er á fleygiferð, í dag getur hún verið fyrir framan bústaðinn hjá þér og á morgun við bústað númer þrjú. Hún ferðast um,“ segir Steinar. „Til dæmis núna í vor, fólk var bitið og var að sýna myndir, á sama tíma og við erum með bitmýið á fleygiferð, við erum með flónna á fleygiferð. Ég sé það bara á myndum, ég þekki mikið af bitum og hvernig þau líta út. Margt af þessu er ekkert lúsmý, alveg sjötíu prósent.“ Reykjavík síðdegis Lúsmý Dýr Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Sjá meira
„Þetta er búið að gera, finnst mér, dálítið úlfalda úr mýflugu,“ segir Steinar Marberg Egilsson, meindýraeyðir, um lúsmý á Íslandi í Reykjavík síðdegis. Hann segir að flugan þurfi að komast í blóð til að klekja út egg sín en það er kvenflugan sem hefur valdið einhverjum Íslendingum ama í sumar. „Sum okkar fá mikil ofnæmisviðbrögð því flugan spýtir út ensími til að stífla ekki ranann þegar hún sýgur blóðið. Margir eru með ofnæmi fyrir því og ofnæmisviðbrögðin fara á fulla ferð. Þessi umræða sem er búin að vera undanfarin tvö ár, um hvað skal gera, sitt sýnist sumum, það eru allskonar ráðleggingar, ilmefni og ýmislegt. Í raun og veru, eins og með moskítófluguna, þá er ekkert efni rannsakað sem virkar 100 prósent,“ segir Steinar. Austur, suður, norður en ekki vestur Hann sér ekki fram á að lúsmýið hverfi á næstu árum. Flugan hafi dreift úr sér hægt og rólega og finnist nú frá Höfn í Hornafirði til Akureyrar. „Vestfirðir eru ekki komnir inn en við vitum ekki alveg dreifinguna. Þetta byrjaði í Hvalfirðinum og Kollafirðinum og þar. Þetta kom minnir mig árið 2015 og var þá staðbundið. Hægt og rólega hefur þetta dreifst um Suðurlandið og norður á bóginn,“ segir Steinar. „Ég er nokkuð viss um að þetta sé komið til að vera, ég er eiginlega alveg sannfærður um það.“ Hann segir að það sé hægt að eitra fyrir flugunni en til þess þurfi að kalla til meindýraeyðis. Það sé þó ekki hægt að útrýma henni alveg. Flugan alltaf á ferðinni „Spurningin er líka, er fólk alveg visst um að þetta sé í sínum bústað. Flugan er á fleygiferð, í dag getur hún verið fyrir framan bústaðinn hjá þér og á morgun við bústað númer þrjú. Hún ferðast um,“ segir Steinar. „Til dæmis núna í vor, fólk var bitið og var að sýna myndir, á sama tíma og við erum með bitmýið á fleygiferð, við erum með flónna á fleygiferð. Ég sé það bara á myndum, ég þekki mikið af bitum og hvernig þau líta út. Margt af þessu er ekkert lúsmý, alveg sjötíu prósent.“
Reykjavík síðdegis Lúsmý Dýr Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Sjá meira