Fiskur fyrir 16 milljónir á dag hjá G.RUN í Grundarfirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. júlí 2022 22:19 Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri G.RUN við málverk af foreldrum sínum, sem stofnuðu fyrirtækið á sínum tíma. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt glæsilegasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, G.RUN í Grundarfirði framleiðir fiskafurðir fyrir 16 milljónir króna á dag. Um 85 starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu, sem hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá 1947. G.RUN sérhæfir sig í veiðum og vinnslu á bolfiski. Fyrirtækið var stofnað í núverandi mynd árið 1974 en saga þess nær aftur til ársins 1947. Alla tíð hefur félagið verið í eigu sömu fjölskyldunnar og hafa þrír ættliðir komið að rekstri þess og uppbyggingu. Í dag starfa að meðaltali um 85 starfsmenn hjá fyrirtækinu, við fiskveiðar, fiskvinnslu og netagerð. Fyrirtækið á og gerir út tvö skip; Runólf SH 135 og Hring SH 153. „Þessi fiskur er auðvitað bara étin að mestu og nær eingöngu erlendis. Fluttur út á okkar helstu fiskmarkaði í Evrópu og Bandaríkjunum. Það eru bara fín verð í gangi núna, fiskverð hefur hækkað eins og allt verðlag í heiminum. Við þurfum líka á því að halda, olían hefur tvöfaldast í verði, umbúðir hafa hækkað, þannig að það var nauðsynlegt að fá einhverja fiskverðshækkun,“ segir Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri G.RUN. Um 85 starfsmenn vinna hjá G.RUN í Grundarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þegar vel gengur er verksmiðjan að framleiða fyrir svona tólf til sextán milljónir á dag, þá er ég allavega hamingjusamur,“ segir Guðmundur og skellihlær. Og framkvæmdastjórinn, borðar hann mikinn fisk? „Já, já, hann borðar mikinn fisk, ætti nú að vera frekar grennri miðað við það en fjórum sinnum í viku að lágmarki. Þorskur er lang besti fiskurinn,“ segir Guðmundur Smári, eldhress að vanda. Grundarfjörður Fiskur Sjávarútvegur Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
G.RUN sérhæfir sig í veiðum og vinnslu á bolfiski. Fyrirtækið var stofnað í núverandi mynd árið 1974 en saga þess nær aftur til ársins 1947. Alla tíð hefur félagið verið í eigu sömu fjölskyldunnar og hafa þrír ættliðir komið að rekstri þess og uppbyggingu. Í dag starfa að meðaltali um 85 starfsmenn hjá fyrirtækinu, við fiskveiðar, fiskvinnslu og netagerð. Fyrirtækið á og gerir út tvö skip; Runólf SH 135 og Hring SH 153. „Þessi fiskur er auðvitað bara étin að mestu og nær eingöngu erlendis. Fluttur út á okkar helstu fiskmarkaði í Evrópu og Bandaríkjunum. Það eru bara fín verð í gangi núna, fiskverð hefur hækkað eins og allt verðlag í heiminum. Við þurfum líka á því að halda, olían hefur tvöfaldast í verði, umbúðir hafa hækkað, þannig að það var nauðsynlegt að fá einhverja fiskverðshækkun,“ segir Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri G.RUN. Um 85 starfsmenn vinna hjá G.RUN í Grundarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þegar vel gengur er verksmiðjan að framleiða fyrir svona tólf til sextán milljónir á dag, þá er ég allavega hamingjusamur,“ segir Guðmundur og skellihlær. Og framkvæmdastjórinn, borðar hann mikinn fisk? „Já, já, hann borðar mikinn fisk, ætti nú að vera frekar grennri miðað við það en fjórum sinnum í viku að lágmarki. Þorskur er lang besti fiskurinn,“ segir Guðmundur Smári, eldhress að vanda.
Grundarfjörður Fiskur Sjávarútvegur Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira