Krefjast þess að hvalveiðar verði bannaðar með mótmælum á Austurvelli Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júlí 2022 12:10 Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera á Íslandi. Fern íslensk og erlend dýraverndarsamtök krefjast þess að hvalveiðar verði með öllu bannaðar á Íslandi á mótmælum sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag. Formaður einna samtakanna er ekki bjartsýnn á að boðaðar reglugerðarbreytingar matvælaráðherra í dýraverndarátt muni breyta nokkru. Mótmælin hefjast klukkan hálf sex á Austurvelli en að þeim standa Samtök um dýravelferð, Samtök grænkera á Íslandi auk tveggja erlendra dýravelferðarsamtaka. Valgerður Árnadóttir formaður samtaka grænkera segir kröfu mótmælenda skýra. „Það er bara að hvalveiðar verði með öllu bannaðar. Við erum eitt af þremur löndum í heiminum sem leyfum hvalveiðar. Við erum eina landið í heiminum sem er að veiða hvali. Og okkur finnst sorglegt að við Íslendingar verðum síðasta þjóð í heimi til að banna og hætta hvalveiðum,“ segir Valgerður. „Við í Samtökum grænkera skipulögðum mótmæli einmitt 2018 nokkrum sinnum sem vöktu mikla athygli bæði hér heima og erlendis. Og þetta er okkur hjartans mál og ætti að vera okkur öllum hjartans mál, að láta þetta ekki líðast lengur.“ Skilur erfiða stöðu Svandísar Ræðumenn á mótmælunum verða Edda Elísabet Magnúsdóttir doktor í sjávarlíffræði, Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, og Valgerður sjálf. Hún hefur ekki tölu á því hversu margir dýraverndarsinnar tengdir erlendu samtökunum hafi boðað komu sína. „Það eru aðilar bæði sem búa bara hér á landi og tilheyra þeim og líka sem hafa ferðast hingað og eru að fylgjast með við hvalstöðina og annað.“ Matvælaráðherra boðaði fyrr í mánuðinum umfangsmiklar breytingar á reglum um hvalveiðar; til dæmis að dýravelferðarfulltrúi verði að vera um borð í hvalveiðibátum til að mynda veiðar. Valgerður er ekki bjartsýn á að það hafi áhrif. „Ég skil að Svandís Svavarsdóttir er í erfiðri stöðu í þessu ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Þar sem VG er í stefnu sinni á móti hvalveiðum. Ég sé alveg að hún er að reyna að gera eitthvað til að koma til móts við þá eftirspurn að þetta sé bannað en ég hef ekki séð þessa dýraverndarfulltrúa fara út með hval og ég hugsa að Kristjáni Loftssyni takist, eins og í öll þau skipti sem hann er sakaður um að brjóta lög og reglugerðir, þá hefur honum samt tekist að halda áfram.“ Hvalveiðar Reykjavík Tengdar fréttir Öll hvalveiðiskip verði að taka með sér dýravelferðarfulltrúa á veiðar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. 7. júlí 2022 11:40 Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01 Fjórtán hvalir komnir á land í Hvalfirði og fjórir við skipshlið Fjórtán langreyðar hafa verið dregnar á land til vinnslu í hvalstöðinni í Hvalfirði á þeim tólf dögum sem liðnir er frá því hvalbátarnir tveir héldu til veiða. Auk þeirra eru fjórar langreyðar til viðbótar veiddar, komnar að skipshlið, og á leið til lands. 4. júlí 2022 11:48 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Mótmælin hefjast klukkan hálf sex á Austurvelli en að þeim standa Samtök um dýravelferð, Samtök grænkera á Íslandi auk tveggja erlendra dýravelferðarsamtaka. Valgerður Árnadóttir formaður samtaka grænkera segir kröfu mótmælenda skýra. „Það er bara að hvalveiðar verði með öllu bannaðar. Við erum eitt af þremur löndum í heiminum sem leyfum hvalveiðar. Við erum eina landið í heiminum sem er að veiða hvali. Og okkur finnst sorglegt að við Íslendingar verðum síðasta þjóð í heimi til að banna og hætta hvalveiðum,“ segir Valgerður. „Við í Samtökum grænkera skipulögðum mótmæli einmitt 2018 nokkrum sinnum sem vöktu mikla athygli bæði hér heima og erlendis. Og þetta er okkur hjartans mál og ætti að vera okkur öllum hjartans mál, að láta þetta ekki líðast lengur.“ Skilur erfiða stöðu Svandísar Ræðumenn á mótmælunum verða Edda Elísabet Magnúsdóttir doktor í sjávarlíffræði, Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, og Valgerður sjálf. Hún hefur ekki tölu á því hversu margir dýraverndarsinnar tengdir erlendu samtökunum hafi boðað komu sína. „Það eru aðilar bæði sem búa bara hér á landi og tilheyra þeim og líka sem hafa ferðast hingað og eru að fylgjast með við hvalstöðina og annað.“ Matvælaráðherra boðaði fyrr í mánuðinum umfangsmiklar breytingar á reglum um hvalveiðar; til dæmis að dýravelferðarfulltrúi verði að vera um borð í hvalveiðibátum til að mynda veiðar. Valgerður er ekki bjartsýn á að það hafi áhrif. „Ég skil að Svandís Svavarsdóttir er í erfiðri stöðu í þessu ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Þar sem VG er í stefnu sinni á móti hvalveiðum. Ég sé alveg að hún er að reyna að gera eitthvað til að koma til móts við þá eftirspurn að þetta sé bannað en ég hef ekki séð þessa dýraverndarfulltrúa fara út með hval og ég hugsa að Kristjáni Loftssyni takist, eins og í öll þau skipti sem hann er sakaður um að brjóta lög og reglugerðir, þá hefur honum samt tekist að halda áfram.“
Hvalveiðar Reykjavík Tengdar fréttir Öll hvalveiðiskip verði að taka með sér dýravelferðarfulltrúa á veiðar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. 7. júlí 2022 11:40 Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01 Fjórtán hvalir komnir á land í Hvalfirði og fjórir við skipshlið Fjórtán langreyðar hafa verið dregnar á land til vinnslu í hvalstöðinni í Hvalfirði á þeim tólf dögum sem liðnir er frá því hvalbátarnir tveir héldu til veiða. Auk þeirra eru fjórar langreyðar til viðbótar veiddar, komnar að skipshlið, og á leið til lands. 4. júlí 2022 11:48 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Öll hvalveiðiskip verði að taka með sér dýravelferðarfulltrúa á veiðar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. 7. júlí 2022 11:40
Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01
Fjórtán hvalir komnir á land í Hvalfirði og fjórir við skipshlið Fjórtán langreyðar hafa verið dregnar á land til vinnslu í hvalstöðinni í Hvalfirði á þeim tólf dögum sem liðnir er frá því hvalbátarnir tveir héldu til veiða. Auk þeirra eru fjórar langreyðar til viðbótar veiddar, komnar að skipshlið, og á leið til lands. 4. júlí 2022 11:48