Stefna á að geta fargað þremur milljónum tonna af koltvísýringi á ári Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2022 23:02 Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. Aðsend Íslenska kolefnisbindifyrirtækið Carbfix hefur fengið sextán milljarða króna styrk úr nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins. Fjármununum verður varið í uppbyggingu stöðvar sem mun taka á móti og farga koltvísýringi frá öðru löndum. Stefnt er að því að stöðin nái fullum afköstum eftir tíu ár. Stöðin verður staðsett í Straumsvík og verður sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Áætlað er að starfsemi hennar geti hafist árið 2026. Þá verði hægt að farga hálfri milljón tonna af koltvísýringi á ári. Hámarksafköstum verði náð árið 2031. Þá verði mögulegt að farga þremur milljónum tonna á ári. Það jafngildir um 65 prósent af heildarlosun Íslands árið 2019. Í höfninni við Straumsvík verður koltvísýringnum dælt á tanka, þaðan í lagnir út í basalthraunið skammt frá, þar sem honum verður dælt niður í sérútbúnar holur. Þar á koltvísýringurinn að steingerast á um tveimur árum. Fyrirtækið horfir til þess að farga kolefni frá löndunum næst Íslandi. Það er að segja, Skandinavíu, Bretland og fleiri lönd í norðurhluta Evrópu. „Við erum í samtali við aðila sem eru að undirbúa föngun á koldíoxíði í sinni starfsemi. Það eru ólíkir aðilar sem koma til greina, en það er hluti af vinnunni sem er í gangi að loka samningum,“ segir Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. Mikill áhugi fjárfesta Styrkurinn frá Nýsköpunarsjóði Evrópusambandins, sem er fjármagnaður með sölu á losunarheimildum, mun fjármagna um þriðjung verkefnisins. „Hugmyndin er að fjárfestar taki þátt í að fjármagna rest, alþjóðlegir og innlendir. Við erum bara í ferli með það og höfum stofnað sérstakt verkefnafélag utan um starfsemina, og það verður þá fjármagnað með þessum hætti,“ segir Edda. Þannig að það verður ekkert vandamál að fá fjármagn í verkefnið? „Áhuginn er gríðarlega mikill. En við þurfum auðvitað að landa samningum og koma ákveðnum þáttum verkefnisins eilítið lengra, áður en við ljúkum því skrefi.“ Edda telur að verkefnið feli í sér mikil tækifæri fyrir Ísland, sem hafi verið leiðandi í að fanga og farga koltvísýringi. „Þetta festir okkur auðvitað bara enn betur í þeim sessi og sýnir auðvitað líka bara hvaða tækifæri felast í því að markvisst byggja upp hugvit og hugverkaiðnað hér á landi. Þannig að við sjáum bara fram á mikil tækifæri fyrir íslenskt efnahagslíf.“ Hér má sjá hvernig stöðin kemur til með að líta út. Gráleitu kúlurnar marka holurnar þar sem koltvísýringnum verður dælt ofan í jörðina, þar sem hann steingerist á um tveimur árum.Vísir/Vilhelm Í sjónvarpsfréttinni sem má sjá hér að ofan var sagt að stöðin ætti að ná hámarksafköstum árið 2032. Hið rétta er að það á að gerast ári fyrr, árið 2031. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stöðin verður staðsett í Straumsvík og verður sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Áætlað er að starfsemi hennar geti hafist árið 2026. Þá verði hægt að farga hálfri milljón tonna af koltvísýringi á ári. Hámarksafköstum verði náð árið 2031. Þá verði mögulegt að farga þremur milljónum tonna á ári. Það jafngildir um 65 prósent af heildarlosun Íslands árið 2019. Í höfninni við Straumsvík verður koltvísýringnum dælt á tanka, þaðan í lagnir út í basalthraunið skammt frá, þar sem honum verður dælt niður í sérútbúnar holur. Þar á koltvísýringurinn að steingerast á um tveimur árum. Fyrirtækið horfir til þess að farga kolefni frá löndunum næst Íslandi. Það er að segja, Skandinavíu, Bretland og fleiri lönd í norðurhluta Evrópu. „Við erum í samtali við aðila sem eru að undirbúa föngun á koldíoxíði í sinni starfsemi. Það eru ólíkir aðilar sem koma til greina, en það er hluti af vinnunni sem er í gangi að loka samningum,“ segir Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. Mikill áhugi fjárfesta Styrkurinn frá Nýsköpunarsjóði Evrópusambandins, sem er fjármagnaður með sölu á losunarheimildum, mun fjármagna um þriðjung verkefnisins. „Hugmyndin er að fjárfestar taki þátt í að fjármagna rest, alþjóðlegir og innlendir. Við erum bara í ferli með það og höfum stofnað sérstakt verkefnafélag utan um starfsemina, og það verður þá fjármagnað með þessum hætti,“ segir Edda. Þannig að það verður ekkert vandamál að fá fjármagn í verkefnið? „Áhuginn er gríðarlega mikill. En við þurfum auðvitað að landa samningum og koma ákveðnum þáttum verkefnisins eilítið lengra, áður en við ljúkum því skrefi.“ Edda telur að verkefnið feli í sér mikil tækifæri fyrir Ísland, sem hafi verið leiðandi í að fanga og farga koltvísýringi. „Þetta festir okkur auðvitað bara enn betur í þeim sessi og sýnir auðvitað líka bara hvaða tækifæri felast í því að markvisst byggja upp hugvit og hugverkaiðnað hér á landi. Þannig að við sjáum bara fram á mikil tækifæri fyrir íslenskt efnahagslíf.“ Hér má sjá hvernig stöðin kemur til með að líta út. Gráleitu kúlurnar marka holurnar þar sem koltvísýringnum verður dælt ofan í jörðina, þar sem hann steingerist á um tveimur árum.Vísir/Vilhelm Í sjónvarpsfréttinni sem má sjá hér að ofan var sagt að stöðin ætti að ná hámarksafköstum árið 2032. Hið rétta er að það á að gerast ári fyrr, árið 2031.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira