Fyrst íslenskra framhaldsskóla til að þróa „STEAM“ áfanga Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 12. júlí 2022 17:30 Bragi Þór Svavarsson, skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar. Aðsent/Guðrún Jónsdóttir Menntaskóli Borgarfjarðar hlaut styrk frá þróunarsjóði námsgagna nú á dögunum. Með styrknum mun skólinn þróa námsefni út frá nýrri kennslustefnu sem skólinn er í þann mund að taka, en MB mun verða fyrsti framhaldsskóli landsins til þess að bjóða upp á sérstaka „STEAM“ áfanga. „STEAM“ áfangarnir eru hluti af stærra þróunarverkefni hjá skólanum sem kallast „Menntun fyrir störf framtíðar,“ en STEAM stendur fyrir „Science, Technology, Engineering, Arts og Mathematics.“ Þróunarverkefnið hefur staðið í tæp tvö ár og vinnur eftir tillögum starfshóps innan skólans. Bragi Þór Svavarsson, skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar segir tillögur starfshópsins fela í sér nokkra hluti. „Meðal annars að við erum að fara að byggja upp svokallað framtíðarver sem heitir Kvika og er í ætt við FabLab, þar verða líka hljóð- og myndver. Svo er eitt af því það að við kennum hér lífsnám, sem að eru svona eins og ég kalla lífsleikni á sterum. Það er fimm einingar sem allir nemendur taka þar sem við förum í gegnum svona „þema based“ verkefni á hverri önn sem að eru allt frá fjármálum upp í kynlíf og alla veganna slíkir þættir, heilbrigði og sjálfbærni.“ Merki Menntaskóla Borgarfjarðar.Aðsent Ein af tillögunum frá fyrrnefndum starfshópi er „STEAM“ kennsla en boðið verður upp á þrjá áfanga af þessu tagi og verða þeir skylda á hverri námsbraut. STEAM áfangarnir eru „verkefnamiðuð kennsla þar sem að nemendur fá svona grunnleiðsögn í öllu því sem kemur að tækni, sköpun, verkfræði, stærðfræði og öllu slíku,“ segir Bragi. Kennslan muni svo byggja ofan á áfanga sem séu á fyrsta, öðru og þriðja þrepi og endi á því að nemendur búi sjálf til sín eigin verkefni. Þar eigi þau að nýta alla grunnþætti „STEAM“ og blanda þeim saman. Bragi segir skólann vera að nálgast nám eins og þetta á allt annan máta en hefur verið gert. „Við ósköp einfaldlega búum þarna til þrjá áfanga þar sem sérstaklega er tekið á þessu, þar sem sérstaklega er verið að sýna fram á samþættingu þessara greina við raunhæf verkefni og daglegt líf, daglegt líf stærðfræði, daglegt líf lista, daglegt líf verkfræði,“ segir Bragi. Áfangarnir verða inni á öllum brautum skólans og kennsla áfangana byrjar eftir áramót. Skólinn er samliða þessu að þróa „STEAM“ námsefni fyrir áfangana í samstarfi við starfsfólk skólans og háskólana. „Það er hugmyndin að þetta sé „eye opening“ og koma þú veist, notkun þessara vinnubragða og þá þekkingu sem þú hefur, ert að læra í öðrum áföngum, hvort sem það er félagsfræði eða stærðfræði, inn í einhverja raunverulega notkun, það er pælingin,“ segir Bragi að lokum. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Borgarbyggð Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
„STEAM“ áfangarnir eru hluti af stærra þróunarverkefni hjá skólanum sem kallast „Menntun fyrir störf framtíðar,“ en STEAM stendur fyrir „Science, Technology, Engineering, Arts og Mathematics.“ Þróunarverkefnið hefur staðið í tæp tvö ár og vinnur eftir tillögum starfshóps innan skólans. Bragi Þór Svavarsson, skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar segir tillögur starfshópsins fela í sér nokkra hluti. „Meðal annars að við erum að fara að byggja upp svokallað framtíðarver sem heitir Kvika og er í ætt við FabLab, þar verða líka hljóð- og myndver. Svo er eitt af því það að við kennum hér lífsnám, sem að eru svona eins og ég kalla lífsleikni á sterum. Það er fimm einingar sem allir nemendur taka þar sem við förum í gegnum svona „þema based“ verkefni á hverri önn sem að eru allt frá fjármálum upp í kynlíf og alla veganna slíkir þættir, heilbrigði og sjálfbærni.“ Merki Menntaskóla Borgarfjarðar.Aðsent Ein af tillögunum frá fyrrnefndum starfshópi er „STEAM“ kennsla en boðið verður upp á þrjá áfanga af þessu tagi og verða þeir skylda á hverri námsbraut. STEAM áfangarnir eru „verkefnamiðuð kennsla þar sem að nemendur fá svona grunnleiðsögn í öllu því sem kemur að tækni, sköpun, verkfræði, stærðfræði og öllu slíku,“ segir Bragi. Kennslan muni svo byggja ofan á áfanga sem séu á fyrsta, öðru og þriðja þrepi og endi á því að nemendur búi sjálf til sín eigin verkefni. Þar eigi þau að nýta alla grunnþætti „STEAM“ og blanda þeim saman. Bragi segir skólann vera að nálgast nám eins og þetta á allt annan máta en hefur verið gert. „Við ósköp einfaldlega búum þarna til þrjá áfanga þar sem sérstaklega er tekið á þessu, þar sem sérstaklega er verið að sýna fram á samþættingu þessara greina við raunhæf verkefni og daglegt líf, daglegt líf stærðfræði, daglegt líf lista, daglegt líf verkfræði,“ segir Bragi. Áfangarnir verða inni á öllum brautum skólans og kennsla áfangana byrjar eftir áramót. Skólinn er samliða þessu að þróa „STEAM“ námsefni fyrir áfangana í samstarfi við starfsfólk skólans og háskólana. „Það er hugmyndin að þetta sé „eye opening“ og koma þú veist, notkun þessara vinnubragða og þá þekkingu sem þú hefur, ert að læra í öðrum áföngum, hvort sem það er félagsfræði eða stærðfræði, inn í einhverja raunverulega notkun, það er pælingin,“ segir Bragi að lokum.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Borgarbyggð Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira