Spriklandi hressir og kátir Grundfirðingar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. júlí 2022 20:04 Rut og Ágústa, sem eru með leikfimina hjá eldri borgurum og sjá um að halda uppi stuði í tímunum og sjá til þess að þátttakendur geri æfingarnar rétt og hafi gaman af þeim. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eldri borgarar í Grundarfirði slá ekki slöku við því þeir koma saman nokkrum sinnum í viku í íþróttahúsinu á staðnum til að hreyfa sig og gera fjölbreyttar leikfimisæfingar í þeim tilgangi að styrkja sál og líkama. Heilsuefling eldri borgara er eitt af þeim flottu verkefnum, sem eru í gangi í Grundarfirði þar sem íbúar á besta aldri fá leiðsögn frá frábærum kennurum hvernig best sé að styrkja líkamann og ekki síður sálina, því það er oft mjög glatt á hjalla í þessum tímum. „Við erum að æfa tvisvar í viku hér í íþróttahúsinu og tvisvar í viku niðri í líkamsræktinni, fjórum sinnum í viku allt árið,“ segir Rut Rúnarsdóttir, einkaþjálfari. Og Ágústa Einarsdóttir, sem er líka einkaþjálfari bætir við. „Það er mikil gleði í hópnum og þau eru að gefa okkur mikla gleði og svo erum við að reyna líka að gleðja þau til baka.“ „Þetta er skemmtun fyrst og fremst og maður verður svona aðeins hressari, svona líkamlega og andlega,“ segir Ólafur Guðmundsson. eldri borgari. Ólafur segir leikfimina hressa sig líkamlega og andlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er hopp og hí og gaman, félagsskapurinn er góður. Já, það er líka alltaf mikil og góð stemming hérna. Alltaf, yndislegar þessar stúlkur, sem eru með okkur hérna, stórkostlegar,“ segir Runólfur Guðmundsson, eldri borgari. Runólfur finnur sig vel í leikfiminni og hrósar leiðbeinendunum í hástert fyrir þeirra framlag.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum dálítið fimar, sérðu það ekki, það er auðséð langar leiðir“, segir Jónína Kristjánsdóttir, eldri borgari og skellihlær. Jónína Kristjánsdóttir (t.v.) og Hulda Vilmundardóttir segjast vera mjög fimar eftir alla leikfimina enda standa þær sig afbragðs vel eins og allir aðrir í tímunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum bæði jákvæð og bjartsýn hérna í Grundarfirði,“ segir Hulda Vilmundardóttir, eldri borgari alsæl með leikfimina og að búa í Grundarfirði. Hjördís Hlíðkvist Bjarnadóttir segir leikfimina hjá þeim Rut og Ágúst frábæra og gefa eldri borgurum í Grundarfirði mikið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grundarfjörður Eldri borgarar Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Sjá meira
Heilsuefling eldri borgara er eitt af þeim flottu verkefnum, sem eru í gangi í Grundarfirði þar sem íbúar á besta aldri fá leiðsögn frá frábærum kennurum hvernig best sé að styrkja líkamann og ekki síður sálina, því það er oft mjög glatt á hjalla í þessum tímum. „Við erum að æfa tvisvar í viku hér í íþróttahúsinu og tvisvar í viku niðri í líkamsræktinni, fjórum sinnum í viku allt árið,“ segir Rut Rúnarsdóttir, einkaþjálfari. Og Ágústa Einarsdóttir, sem er líka einkaþjálfari bætir við. „Það er mikil gleði í hópnum og þau eru að gefa okkur mikla gleði og svo erum við að reyna líka að gleðja þau til baka.“ „Þetta er skemmtun fyrst og fremst og maður verður svona aðeins hressari, svona líkamlega og andlega,“ segir Ólafur Guðmundsson. eldri borgari. Ólafur segir leikfimina hressa sig líkamlega og andlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er hopp og hí og gaman, félagsskapurinn er góður. Já, það er líka alltaf mikil og góð stemming hérna. Alltaf, yndislegar þessar stúlkur, sem eru með okkur hérna, stórkostlegar,“ segir Runólfur Guðmundsson, eldri borgari. Runólfur finnur sig vel í leikfiminni og hrósar leiðbeinendunum í hástert fyrir þeirra framlag.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum dálítið fimar, sérðu það ekki, það er auðséð langar leiðir“, segir Jónína Kristjánsdóttir, eldri borgari og skellihlær. Jónína Kristjánsdóttir (t.v.) og Hulda Vilmundardóttir segjast vera mjög fimar eftir alla leikfimina enda standa þær sig afbragðs vel eins og allir aðrir í tímunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum bæði jákvæð og bjartsýn hérna í Grundarfirði,“ segir Hulda Vilmundardóttir, eldri borgari alsæl með leikfimina og að búa í Grundarfirði. Hjördís Hlíðkvist Bjarnadóttir segir leikfimina hjá þeim Rut og Ágúst frábæra og gefa eldri borgurum í Grundarfirði mikið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grundarfjörður Eldri borgarar Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Sjá meira