„Hann var viðkunnanlegur maður og vel þekktur fyrir stjórnvisku sína“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. júlí 2022 20:30 Ryotaro Suzuki er sendiherra Japans á Íslandi. stöð 2 Sendiherra Japans á Íslandi segir að Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans sem var myrtur fyrir helgi, hafi verið einstaklega góður maður og segist í áfalli vegna voðaverksins. Japanska fánanum var flaggað í hálfa stöng við sendiráð Japans á Íslandi í dag vegna morðsins á Shinzo Abe, fyrrum forsætisráðherra Japans. Abe var skotinn á föstudag þar sem hann flutti stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í japönsku þingkosningunum sem fram fóru um helgina. Hinn 41 árs Tetsuya Yamagami var handtekinn á vettvangi og hefur síðan játað morðið. Sendiherra Japans á Íslandi þekkti Abe og segir hann hafa verið góðan og vel liðinn. „Hann var viðkunnanlegur maður og hann var vel þekktur fyrir stjórnvisku sína,“ sagði Ryotaro Suzuki, sendiherra Japans á Íslandi. Morðið á Abe hefur tekið mjög á Japönsku þjóðina. Þeim sem vilja gefst á morgun tækifæri til að skrifa samúðarkveðjur í bók sem er í sendiráði Japans á Laugavegi. The Condolence Book will be open to the public for signing on Monday, 11th July and on Tuesday, 12th July, each day during 09:00-12:00 and 13:00-16:00 at the Embassy.https://t.co/SwKkzcF5A5— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 8, 2022 „Starfsfólk sendiráðsins, þar á meðal ég sjálfur, er í miklu áfalli eftir þetta glórulausa ofbeldi. Ég finn fyrir mikilli sorg vegna þessa atviks.“ Morðið á Shinzo Abe Japan Tengdar fréttir Ranglega bendlaður við morðið á Abe og íhugar málaferli Tölvuleikjaframleiðandinn Hideo Kojima hefur hótað málaferlum eftir að falsfréttir sem sýndu myndir af honum í tengslum við fréttir af morðinu á Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, fóru á flug. Myndir af Kojima voru sagðar sýna manninn sem banaði Abe. 11. júlí 2022 15:01 Taldi að Abe tengdist trúarhópi sem keyrði móður hans í gjaldþrot Maðurinn sem skaut fyrrverandi forsætisráðherra Japans til bana á aðfaranótt föstudags er sagður hafa sagt lögreglu að hann hefði skipulagt árásina í marga mánuði vegna þess að hann teldi að forsætisráðherran tengdist trúarhópi, sem hann segir hafa keyrt móður hans í gjaldþrot. 9. júlí 2022 15:23 Játar að vankantar hafi verið á öryggisgæslu Abe Yfirmaður lögreglunnar í Nara í Japan segir að óneitanlega hafi verið brestir í öryggismálum þegar Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra landsins var myrtur í gær. 9. júlí 2022 11:33 Telur morðið geta haft áhrif á úrslit kosninga Japanska þjóðin er slegin eftir að Shinzo Abe fyrrverandi forsætisráðherra landsins var myrtur á útifundi í dag. Toshiki Toma prestur innflytjenda segir skotárásir sjaldgæfar í Japan og telur morðið geta haft áhrif á úrslit þingkosninga í landinu á sunnudag. 8. júlí 2022 20:01 Játar að hafa myrt Abe Tetsuya Yamagami hefur játað að hafa myrt Shinzo Abe, fyrrum forsætisráðherra Japan. Yamagami skaut Abe með haglabyssu í nótt þegar hann var að flytja stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í borginni Nara. 8. júlí 2022 14:55 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Sjá meira
Japanska fánanum var flaggað í hálfa stöng við sendiráð Japans á Íslandi í dag vegna morðsins á Shinzo Abe, fyrrum forsætisráðherra Japans. Abe var skotinn á föstudag þar sem hann flutti stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í japönsku þingkosningunum sem fram fóru um helgina. Hinn 41 árs Tetsuya Yamagami var handtekinn á vettvangi og hefur síðan játað morðið. Sendiherra Japans á Íslandi þekkti Abe og segir hann hafa verið góðan og vel liðinn. „Hann var viðkunnanlegur maður og hann var vel þekktur fyrir stjórnvisku sína,“ sagði Ryotaro Suzuki, sendiherra Japans á Íslandi. Morðið á Abe hefur tekið mjög á Japönsku þjóðina. Þeim sem vilja gefst á morgun tækifæri til að skrifa samúðarkveðjur í bók sem er í sendiráði Japans á Laugavegi. The Condolence Book will be open to the public for signing on Monday, 11th July and on Tuesday, 12th July, each day during 09:00-12:00 and 13:00-16:00 at the Embassy.https://t.co/SwKkzcF5A5— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 8, 2022 „Starfsfólk sendiráðsins, þar á meðal ég sjálfur, er í miklu áfalli eftir þetta glórulausa ofbeldi. Ég finn fyrir mikilli sorg vegna þessa atviks.“
Morðið á Shinzo Abe Japan Tengdar fréttir Ranglega bendlaður við morðið á Abe og íhugar málaferli Tölvuleikjaframleiðandinn Hideo Kojima hefur hótað málaferlum eftir að falsfréttir sem sýndu myndir af honum í tengslum við fréttir af morðinu á Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, fóru á flug. Myndir af Kojima voru sagðar sýna manninn sem banaði Abe. 11. júlí 2022 15:01 Taldi að Abe tengdist trúarhópi sem keyrði móður hans í gjaldþrot Maðurinn sem skaut fyrrverandi forsætisráðherra Japans til bana á aðfaranótt föstudags er sagður hafa sagt lögreglu að hann hefði skipulagt árásina í marga mánuði vegna þess að hann teldi að forsætisráðherran tengdist trúarhópi, sem hann segir hafa keyrt móður hans í gjaldþrot. 9. júlí 2022 15:23 Játar að vankantar hafi verið á öryggisgæslu Abe Yfirmaður lögreglunnar í Nara í Japan segir að óneitanlega hafi verið brestir í öryggismálum þegar Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra landsins var myrtur í gær. 9. júlí 2022 11:33 Telur morðið geta haft áhrif á úrslit kosninga Japanska þjóðin er slegin eftir að Shinzo Abe fyrrverandi forsætisráðherra landsins var myrtur á útifundi í dag. Toshiki Toma prestur innflytjenda segir skotárásir sjaldgæfar í Japan og telur morðið geta haft áhrif á úrslit þingkosninga í landinu á sunnudag. 8. júlí 2022 20:01 Játar að hafa myrt Abe Tetsuya Yamagami hefur játað að hafa myrt Shinzo Abe, fyrrum forsætisráðherra Japan. Yamagami skaut Abe með haglabyssu í nótt þegar hann var að flytja stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í borginni Nara. 8. júlí 2022 14:55 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Sjá meira
Ranglega bendlaður við morðið á Abe og íhugar málaferli Tölvuleikjaframleiðandinn Hideo Kojima hefur hótað málaferlum eftir að falsfréttir sem sýndu myndir af honum í tengslum við fréttir af morðinu á Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, fóru á flug. Myndir af Kojima voru sagðar sýna manninn sem banaði Abe. 11. júlí 2022 15:01
Taldi að Abe tengdist trúarhópi sem keyrði móður hans í gjaldþrot Maðurinn sem skaut fyrrverandi forsætisráðherra Japans til bana á aðfaranótt föstudags er sagður hafa sagt lögreglu að hann hefði skipulagt árásina í marga mánuði vegna þess að hann teldi að forsætisráðherran tengdist trúarhópi, sem hann segir hafa keyrt móður hans í gjaldþrot. 9. júlí 2022 15:23
Játar að vankantar hafi verið á öryggisgæslu Abe Yfirmaður lögreglunnar í Nara í Japan segir að óneitanlega hafi verið brestir í öryggismálum þegar Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra landsins var myrtur í gær. 9. júlí 2022 11:33
Telur morðið geta haft áhrif á úrslit kosninga Japanska þjóðin er slegin eftir að Shinzo Abe fyrrverandi forsætisráðherra landsins var myrtur á útifundi í dag. Toshiki Toma prestur innflytjenda segir skotárásir sjaldgæfar í Japan og telur morðið geta haft áhrif á úrslit þingkosninga í landinu á sunnudag. 8. júlí 2022 20:01
Játar að hafa myrt Abe Tetsuya Yamagami hefur játað að hafa myrt Shinzo Abe, fyrrum forsætisráðherra Japan. Yamagami skaut Abe með haglabyssu í nótt þegar hann var að flytja stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í borginni Nara. 8. júlí 2022 14:55