Talið að De Jong sé tilbúinn að fara til Manchester fái hann launin sín greidd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júlí 2022 10:30 Frenkie de Jong virðist vera tilbúinn að skipta út Katalóníu fyrir Manchester. EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Áfram ríkir alger pattstaða varðandi stöðu Frenkie de Jong en Manchester United telur sig hafa fengið staðfestingu á því að leikmaðurinn sé tilbúinn að ganga í raðir liðsins þegar hann hafi fengið öll sín laun greidd hjá Barcelona. Félagaskiptasaga sumarsins er að þessu sinni Frenkie de Jong, miðjumaður Barcelona og hollenska landsliðsins, og Manchester United. Erik ten Hag, nýráðinn þjálfari Man United, hefur ekkert farið í grafgötur með ást sína á Frenkie en þeir unnu saman hjá Ajax áður en Barcelona keypti hann á dágóða summu sumarið 2019. Í síðustu viku kom í ljós að De Jong á inni dágóða summu hjá Barcelona þar sem félagið gat ekki borgað öll hans laun á meðan kórónufaraldurinn geysaði sem hæst. Þá hefur sú saga gengið um netheima að Barca vilji halda leikmanninum en aðeins ef hann skrifar undir nýjan samning á lægri launum. Samkvæmt heimildum The Telegraph telur Man United sig hafa fengið staðfestingu á því að De Jong mæti til Manchester-borgar fari svo að hann fái launin sín greidd í Katalóníu. Virðist sem Ten Hag sé tilbúinn að sleppa því að fjárfesta í djúpum miðjumanni í sumar þar sem hann trúir því að Frenkie verði leikmaður liðsins áður en langt um líður. #MUFC have been given assurances Frenkie de Jong open to move if Barca pay issue can be resolved. Club hoping Christian Eriksen will become second summer signing later in week once worked through stringent medical. Ronaldo/tour situation https://t.co/kJ7H5URtV7— James Ducker (@TelegraphDucker) July 11, 2022 Man United vantar sárlega djúpan miðjumann og hefur verið orðað við Lisandro Martinez, leikmann sem Ten Hag þekkir vel en hann lék undir hans stjórn hjá Ajax. Sem stendur er vinstri bakvörðurinn Tyrell Malacia eini leikmaðurinn sem Man Utd hefur fengi í sínar raðir í sumar en búist er við að Christian Eriksen skrifi undir í vikunni. Danski miðjumaðurinn þarf að undirgangast töluvert strangari læknisrannsókn en aðrir leikmenn eftir atvikið á EM 2020. Gangi það ekki eftir gæti farið svo að Tyrell Malacia verði einu kaup félagsins í sumar en áður en hann var látinn fara sagði Ralf Rangnick – þjálfari Man Utd á síðustu leiktíð – að félagið þyrfti að lágmarki 4-5 nýja leikmenn í sumar. Það virðist ekki ætla að ganga eftir. Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Sjá meira
Félagaskiptasaga sumarsins er að þessu sinni Frenkie de Jong, miðjumaður Barcelona og hollenska landsliðsins, og Manchester United. Erik ten Hag, nýráðinn þjálfari Man United, hefur ekkert farið í grafgötur með ást sína á Frenkie en þeir unnu saman hjá Ajax áður en Barcelona keypti hann á dágóða summu sumarið 2019. Í síðustu viku kom í ljós að De Jong á inni dágóða summu hjá Barcelona þar sem félagið gat ekki borgað öll hans laun á meðan kórónufaraldurinn geysaði sem hæst. Þá hefur sú saga gengið um netheima að Barca vilji halda leikmanninum en aðeins ef hann skrifar undir nýjan samning á lægri launum. Samkvæmt heimildum The Telegraph telur Man United sig hafa fengið staðfestingu á því að De Jong mæti til Manchester-borgar fari svo að hann fái launin sín greidd í Katalóníu. Virðist sem Ten Hag sé tilbúinn að sleppa því að fjárfesta í djúpum miðjumanni í sumar þar sem hann trúir því að Frenkie verði leikmaður liðsins áður en langt um líður. #MUFC have been given assurances Frenkie de Jong open to move if Barca pay issue can be resolved. Club hoping Christian Eriksen will become second summer signing later in week once worked through stringent medical. Ronaldo/tour situation https://t.co/kJ7H5URtV7— James Ducker (@TelegraphDucker) July 11, 2022 Man United vantar sárlega djúpan miðjumann og hefur verið orðað við Lisandro Martinez, leikmann sem Ten Hag þekkir vel en hann lék undir hans stjórn hjá Ajax. Sem stendur er vinstri bakvörðurinn Tyrell Malacia eini leikmaðurinn sem Man Utd hefur fengi í sínar raðir í sumar en búist er við að Christian Eriksen skrifi undir í vikunni. Danski miðjumaðurinn þarf að undirgangast töluvert strangari læknisrannsókn en aðrir leikmenn eftir atvikið á EM 2020. Gangi það ekki eftir gæti farið svo að Tyrell Malacia verði einu kaup félagsins í sumar en áður en hann var látinn fara sagði Ralf Rangnick – þjálfari Man Utd á síðustu leiktíð – að félagið þyrfti að lágmarki 4-5 nýja leikmenn í sumar. Það virðist ekki ætla að ganga eftir.
Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Sjá meira