Sjáðu klúður aldarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júlí 2022 09:00 Atvikið í uppsiglingu. Skjáskot Eitt ótrúlegasta klúður knattspyrnusögunnar leit dagsins ljós er lið Valour FC og HFX Wanderers áttu við í kanadísku úrvalsdeildinni á sunnudag. Leikmaður Valour var með boltann nánast inn í marki HFX og virtist ætla að pota honum yfir línuna en tókst á einhvern ótrúlegan hátt að skjóta boltanum svo gott sem í innkast. Sjón er sögu ríkari. Venjulega myndi leikur sem flokka mætti sem miðjumoð í kanadísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu ekki rata á borð Íslendinga en að þessu sinni er góð og gild ástæða. Áðurnefnt klúður er einfaldlega eitt af klúðrum ársins, klúðrum aldarinnar og mögulega mesta klúður allra tíma á knattspyrnuvellinum. Það voru rúmlega 16 mínútur liðnar af leiknum og staðan markalaus þegar Valour komst í ákjósanlegt færi. Alessandro Riggi virtist vera að koma heimamönnum í Valour yfir eftir ágætis sókn en boltinn var við það að skoppa yfir línuna þegar William Akio, samherji Riggi, ætlaði að stela markinu og þruma boltanum í netið. Það tókst ekki betur en svo að Akio skaut lengst framhjá miðað við hvar boltinn var. Halda mætti að Akio hafi talið að boltinn væri á leið í eigið net og hann væri því að bjarga marki frekar en að reyna skora. Þetta ótrúlega atvik má sjá hér að neðan en sem betur fer fyrir Akio fór Valour með sigur af hólmi, lokatölur 1-0 þökk sé marki Moses Dyer í síðari hálfleik. Bizarre scenes in the Canadian Premier League, where Valour FC's William Akio denied his own team a certain goalpic.twitter.com/l4ozLVsxem— Mirror Football (@MirrorFootball) July 10, 2022 Fótbolti Kanada Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Sjá meira
Venjulega myndi leikur sem flokka mætti sem miðjumoð í kanadísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu ekki rata á borð Íslendinga en að þessu sinni er góð og gild ástæða. Áðurnefnt klúður er einfaldlega eitt af klúðrum ársins, klúðrum aldarinnar og mögulega mesta klúður allra tíma á knattspyrnuvellinum. Það voru rúmlega 16 mínútur liðnar af leiknum og staðan markalaus þegar Valour komst í ákjósanlegt færi. Alessandro Riggi virtist vera að koma heimamönnum í Valour yfir eftir ágætis sókn en boltinn var við það að skoppa yfir línuna þegar William Akio, samherji Riggi, ætlaði að stela markinu og þruma boltanum í netið. Það tókst ekki betur en svo að Akio skaut lengst framhjá miðað við hvar boltinn var. Halda mætti að Akio hafi talið að boltinn væri á leið í eigið net og hann væri því að bjarga marki frekar en að reyna skora. Þetta ótrúlega atvik má sjá hér að neðan en sem betur fer fyrir Akio fór Valour með sigur af hólmi, lokatölur 1-0 þökk sé marki Moses Dyer í síðari hálfleik. Bizarre scenes in the Canadian Premier League, where Valour FC's William Akio denied his own team a certain goalpic.twitter.com/l4ozLVsxem— Mirror Football (@MirrorFootball) July 10, 2022
Fótbolti Kanada Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Sjá meira