Beittu vafasömum og ólögmætum aðferðum í tilraun til heimsyfirráða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. júlí 2022 07:01 Travis Kalanick hætti hjá Uber árið 2017. Gögnin sem Guardian hefur undir höndum sýna að forsvarsmenn fyrirtækisins voru meðvitaðir um að starfsemi þess var ólögleg í mörgum ríkjum og að þeir virtu þá staðreynd að vettugi. epa/Will Oliver Um 40 fjölmiðlar um allan heim munu á næstu dögum og vikum birta fréttir upp úr umfangsmiklum gagnaleka til Guardian, sem meðal annars leiðir í ljós hvernig forsvarsmenn Uber beittu siðferðilega vafasömum aðferðum við að koma starfsemi fyrirtækisins á fót í borgum heims. Samkvæmt Guardian sýna gögnin meðal annars fram á það að stjórnendur Uber voru meðvitaðir um að þeir voru að brjóta lög, hvernig þeir léku á lögreglu, notfærðu sér ofbeldi gegn ökumönnum sínum og nýttu sér tengsl við stjórnmálamenn til að ná fram vilja sínum. Skjölin sem eru 124 þúsund talsins spanna fimm ára tímabil þegar fyrirtækið var rekið af Travis Kalanick, einum stofnenda þess, en meðal gagnanna eru samskipti Kalanick og annarra forsvarsmanna Uber. Í einum samskiptum gefur Kalanick lítið fyrir áhyggjur annarra yfirmanna af því að senda ökumenn Uber á mótmæli í Frakklandi, þar sem þeir máttu eiga von á því að verða fyrir aðkasti starfsmanna annarra leigubifreiðafyrirtækja. „Ég held það sé þess virði,“ segir Kalanick. „Ofbeldi tryggir árangur.“ Leituðu allra leiða til að hafa áhrif á löggjafann Í gögnunum er einnig að finna samskipti milli Kalanick og Emmanuel Macron Frakklandsforseta, sem var þá efnahagsráðherra. Svo virðist sem Kalanick hafi haft greiðan aðgang að Macron og starfsmönnum hans og að Macron hafi greitt götur fyrirtækisins í Frakklandi. Forsvarsmenn Uber voru hins vegar ekki jafn ánægðir með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, sem þá var borgarstjóri Hamborgar, en hann barðist meðal annars fyrir því að ökumenn fyrirtækisins fengju greidd lágmarkslaun hið minnsta. Skjölin leiða í ljós að stjórnendur Uber niðurgreiddu þjónustu fyrirtækisins til að freista ökumanna og farþega og grafa undan samkeppnisaðilum. Þetta gerði fyrirtækinu kleift að setja þrýsting á stjórnvöld um að endurskrifa löggjöfina á hverjum stað fyrir sig til að greiða fyrir starfsemi Uber. Þegar lögregla freistaði þess að sinna eftirliti með fyrirtækinu fengu tæknimenn fyrirmæli um það að loka á aðgang að gagnasöfnum fyrirtækisins til að koma í veg fyrir að lögregla gæti komist yfir sönnunargögn. Þessari aðferð ku hafa verið beitt að minnsta kosti tólf sinnum í að minnsta kosti sex ríkjum. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Leigubílar Frakkland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Samkvæmt Guardian sýna gögnin meðal annars fram á það að stjórnendur Uber voru meðvitaðir um að þeir voru að brjóta lög, hvernig þeir léku á lögreglu, notfærðu sér ofbeldi gegn ökumönnum sínum og nýttu sér tengsl við stjórnmálamenn til að ná fram vilja sínum. Skjölin sem eru 124 þúsund talsins spanna fimm ára tímabil þegar fyrirtækið var rekið af Travis Kalanick, einum stofnenda þess, en meðal gagnanna eru samskipti Kalanick og annarra forsvarsmanna Uber. Í einum samskiptum gefur Kalanick lítið fyrir áhyggjur annarra yfirmanna af því að senda ökumenn Uber á mótmæli í Frakklandi, þar sem þeir máttu eiga von á því að verða fyrir aðkasti starfsmanna annarra leigubifreiðafyrirtækja. „Ég held það sé þess virði,“ segir Kalanick. „Ofbeldi tryggir árangur.“ Leituðu allra leiða til að hafa áhrif á löggjafann Í gögnunum er einnig að finna samskipti milli Kalanick og Emmanuel Macron Frakklandsforseta, sem var þá efnahagsráðherra. Svo virðist sem Kalanick hafi haft greiðan aðgang að Macron og starfsmönnum hans og að Macron hafi greitt götur fyrirtækisins í Frakklandi. Forsvarsmenn Uber voru hins vegar ekki jafn ánægðir með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, sem þá var borgarstjóri Hamborgar, en hann barðist meðal annars fyrir því að ökumenn fyrirtækisins fengju greidd lágmarkslaun hið minnsta. Skjölin leiða í ljós að stjórnendur Uber niðurgreiddu þjónustu fyrirtækisins til að freista ökumanna og farþega og grafa undan samkeppnisaðilum. Þetta gerði fyrirtækinu kleift að setja þrýsting á stjórnvöld um að endurskrifa löggjöfina á hverjum stað fyrir sig til að greiða fyrir starfsemi Uber. Þegar lögregla freistaði þess að sinna eftirliti með fyrirtækinu fengu tæknimenn fyrirmæli um það að loka á aðgang að gagnasöfnum fyrirtækisins til að koma í veg fyrir að lögregla gæti komist yfir sönnunargögn. Þessari aðferð ku hafa verið beitt að minnsta kosti tólf sinnum í að minnsta kosti sex ríkjum. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Leigubílar Frakkland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira