Beittu vafasömum og ólögmætum aðferðum í tilraun til heimsyfirráða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. júlí 2022 07:01 Travis Kalanick hætti hjá Uber árið 2017. Gögnin sem Guardian hefur undir höndum sýna að forsvarsmenn fyrirtækisins voru meðvitaðir um að starfsemi þess var ólögleg í mörgum ríkjum og að þeir virtu þá staðreynd að vettugi. epa/Will Oliver Um 40 fjölmiðlar um allan heim munu á næstu dögum og vikum birta fréttir upp úr umfangsmiklum gagnaleka til Guardian, sem meðal annars leiðir í ljós hvernig forsvarsmenn Uber beittu siðferðilega vafasömum aðferðum við að koma starfsemi fyrirtækisins á fót í borgum heims. Samkvæmt Guardian sýna gögnin meðal annars fram á það að stjórnendur Uber voru meðvitaðir um að þeir voru að brjóta lög, hvernig þeir léku á lögreglu, notfærðu sér ofbeldi gegn ökumönnum sínum og nýttu sér tengsl við stjórnmálamenn til að ná fram vilja sínum. Skjölin sem eru 124 þúsund talsins spanna fimm ára tímabil þegar fyrirtækið var rekið af Travis Kalanick, einum stofnenda þess, en meðal gagnanna eru samskipti Kalanick og annarra forsvarsmanna Uber. Í einum samskiptum gefur Kalanick lítið fyrir áhyggjur annarra yfirmanna af því að senda ökumenn Uber á mótmæli í Frakklandi, þar sem þeir máttu eiga von á því að verða fyrir aðkasti starfsmanna annarra leigubifreiðafyrirtækja. „Ég held það sé þess virði,“ segir Kalanick. „Ofbeldi tryggir árangur.“ Leituðu allra leiða til að hafa áhrif á löggjafann Í gögnunum er einnig að finna samskipti milli Kalanick og Emmanuel Macron Frakklandsforseta, sem var þá efnahagsráðherra. Svo virðist sem Kalanick hafi haft greiðan aðgang að Macron og starfsmönnum hans og að Macron hafi greitt götur fyrirtækisins í Frakklandi. Forsvarsmenn Uber voru hins vegar ekki jafn ánægðir með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, sem þá var borgarstjóri Hamborgar, en hann barðist meðal annars fyrir því að ökumenn fyrirtækisins fengju greidd lágmarkslaun hið minnsta. Skjölin leiða í ljós að stjórnendur Uber niðurgreiddu þjónustu fyrirtækisins til að freista ökumanna og farþega og grafa undan samkeppnisaðilum. Þetta gerði fyrirtækinu kleift að setja þrýsting á stjórnvöld um að endurskrifa löggjöfina á hverjum stað fyrir sig til að greiða fyrir starfsemi Uber. Þegar lögregla freistaði þess að sinna eftirliti með fyrirtækinu fengu tæknimenn fyrirmæli um það að loka á aðgang að gagnasöfnum fyrirtækisins til að koma í veg fyrir að lögregla gæti komist yfir sönnunargögn. Þessari aðferð ku hafa verið beitt að minnsta kosti tólf sinnum í að minnsta kosti sex ríkjum. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Leigubílar Frakkland Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Samkvæmt Guardian sýna gögnin meðal annars fram á það að stjórnendur Uber voru meðvitaðir um að þeir voru að brjóta lög, hvernig þeir léku á lögreglu, notfærðu sér ofbeldi gegn ökumönnum sínum og nýttu sér tengsl við stjórnmálamenn til að ná fram vilja sínum. Skjölin sem eru 124 þúsund talsins spanna fimm ára tímabil þegar fyrirtækið var rekið af Travis Kalanick, einum stofnenda þess, en meðal gagnanna eru samskipti Kalanick og annarra forsvarsmanna Uber. Í einum samskiptum gefur Kalanick lítið fyrir áhyggjur annarra yfirmanna af því að senda ökumenn Uber á mótmæli í Frakklandi, þar sem þeir máttu eiga von á því að verða fyrir aðkasti starfsmanna annarra leigubifreiðafyrirtækja. „Ég held það sé þess virði,“ segir Kalanick. „Ofbeldi tryggir árangur.“ Leituðu allra leiða til að hafa áhrif á löggjafann Í gögnunum er einnig að finna samskipti milli Kalanick og Emmanuel Macron Frakklandsforseta, sem var þá efnahagsráðherra. Svo virðist sem Kalanick hafi haft greiðan aðgang að Macron og starfsmönnum hans og að Macron hafi greitt götur fyrirtækisins í Frakklandi. Forsvarsmenn Uber voru hins vegar ekki jafn ánægðir með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, sem þá var borgarstjóri Hamborgar, en hann barðist meðal annars fyrir því að ökumenn fyrirtækisins fengju greidd lágmarkslaun hið minnsta. Skjölin leiða í ljós að stjórnendur Uber niðurgreiddu þjónustu fyrirtækisins til að freista ökumanna og farþega og grafa undan samkeppnisaðilum. Þetta gerði fyrirtækinu kleift að setja þrýsting á stjórnvöld um að endurskrifa löggjöfina á hverjum stað fyrir sig til að greiða fyrir starfsemi Uber. Þegar lögregla freistaði þess að sinna eftirliti með fyrirtækinu fengu tæknimenn fyrirmæli um það að loka á aðgang að gagnasöfnum fyrirtækisins til að koma í veg fyrir að lögregla gæti komist yfir sönnunargögn. Þessari aðferð ku hafa verið beitt að minnsta kosti tólf sinnum í að minnsta kosti sex ríkjum. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Leigubílar Frakkland Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent