Lífeyristryggingakerfið þjóni ekki lengur markmiði sínu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júlí 2022 20:31 Hrafn Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. einar árnason Fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir lífeyristryggingakerfið ekki lengur þjóna markmiði sínu. Slæmar breytingar hafi verið gerðar á kerfinu fyrir sex árum sem valda því að slóð grunnlífeyris sé nú hulin. Þróun lífeyristryggingakerfisins hefur löngum verið milli tannana á fólki. Kerfið byggir á þremur meginstoðum sem eru almannatryggingakerfi, lífeyrissjóðakerfi og viðbótarlífeyrissparnaður. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir að til að kerfið þjóni markmiði sínu eigi almannatryggingakerfið að vera grunnstoð og lífeyrissjóðakerfið og viðbótarlífeyrissparnaðurinn koma sem viðbót við almannatryggingarkerfið, en ekki í staðinn fyrir grunnlífeyrinn. „Í dag er búið að snúa kerfinu eiginlega á hvolf. Við byrjum á því að segja að lífeyrissjóðirnir séu grunnstoðin. Það þekkist hvergi. Alls ekki. Alls staðar eru almannatryggingar grunnstoð og svo koma lífeyrissjóðirnir sem viðbót,“ sagði Hrafn Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Grefur undan lífeyrissjóðakerfinu Slíkur viðsnúningur hafi slæmar afleiðingar í för með sér. „Þeir sem hafa greitt í lífeyrissjóð í gegnum tíðina eru með lægri lífeyri heldur en þeir væntu frá almannatryggingum og margir hafa engan lífeyri frá almannatryggingum því þeir eru með þokkalegan lífeyri frá lífeyrissjóðunum. Það grefur undan lífeyrissjóðakerfinu.“ Þá segir hann að sérstaklega hafi verið bagalegt þegar grunnlífeyrinum og tekjutryggingunni var árið 2016 steypt saman í einn bótaflokk sem nú nefnist ellilífeyrir. Aðgerðin hafi verið hugsuð sem einföldun á bótakerfinu en hafi að mati Hrafns í för með sér að slóð grunnlífeyris sé nú hulin. „Það var aldrei hugsunin“ Því þjóni kerfið í dag ekki upphaflegu markmiði sínu. „Það eru hér þúsundir lífeyrisþegar, eldra fólk, sem fær ekki krónu frá tryggingastofnun. Það var aldrei hugsunin. Aldrei.“ Hann segir að endurskoða þurfi kerfið. „Og þessi hugsun, að almannatryggingar eru grunnstoðin og svo koma lífeyrissjóðirnir. Það skiptir miklu máli að almannatryggingar eiga ekki að vera fátækrastofnun, en það virkar þannig í dag. Að þeir tekjulægstu þeir eiga að fá eingöngu bætur frá almannatryggingakerfinu. Því þarf að breyta, þeirri hugsun.“ Í grafík í sjónvarpsfréttinni stendur að lífeyrisjóðakerfið sé opinbert lífeyriskerfi með skylduaðild allra landsmanna. Það er ekki rétt. Hið rétta er að kerfið byggir á skylduaðild allra sem eru starfandi á aldrinum sextán ára til sjötugs. Eldri borgarar Tryggingar Lífeyrissjóðir Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Fleiri fréttir Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Sjá meira
Þróun lífeyristryggingakerfisins hefur löngum verið milli tannana á fólki. Kerfið byggir á þremur meginstoðum sem eru almannatryggingakerfi, lífeyrissjóðakerfi og viðbótarlífeyrissparnaður. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir að til að kerfið þjóni markmiði sínu eigi almannatryggingakerfið að vera grunnstoð og lífeyrissjóðakerfið og viðbótarlífeyrissparnaðurinn koma sem viðbót við almannatryggingarkerfið, en ekki í staðinn fyrir grunnlífeyrinn. „Í dag er búið að snúa kerfinu eiginlega á hvolf. Við byrjum á því að segja að lífeyrissjóðirnir séu grunnstoðin. Það þekkist hvergi. Alls ekki. Alls staðar eru almannatryggingar grunnstoð og svo koma lífeyrissjóðirnir sem viðbót,“ sagði Hrafn Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Grefur undan lífeyrissjóðakerfinu Slíkur viðsnúningur hafi slæmar afleiðingar í för með sér. „Þeir sem hafa greitt í lífeyrissjóð í gegnum tíðina eru með lægri lífeyri heldur en þeir væntu frá almannatryggingum og margir hafa engan lífeyri frá almannatryggingum því þeir eru með þokkalegan lífeyri frá lífeyrissjóðunum. Það grefur undan lífeyrissjóðakerfinu.“ Þá segir hann að sérstaklega hafi verið bagalegt þegar grunnlífeyrinum og tekjutryggingunni var árið 2016 steypt saman í einn bótaflokk sem nú nefnist ellilífeyrir. Aðgerðin hafi verið hugsuð sem einföldun á bótakerfinu en hafi að mati Hrafns í för með sér að slóð grunnlífeyris sé nú hulin. „Það var aldrei hugsunin“ Því þjóni kerfið í dag ekki upphaflegu markmiði sínu. „Það eru hér þúsundir lífeyrisþegar, eldra fólk, sem fær ekki krónu frá tryggingastofnun. Það var aldrei hugsunin. Aldrei.“ Hann segir að endurskoða þurfi kerfið. „Og þessi hugsun, að almannatryggingar eru grunnstoðin og svo koma lífeyrissjóðirnir. Það skiptir miklu máli að almannatryggingar eiga ekki að vera fátækrastofnun, en það virkar þannig í dag. Að þeir tekjulægstu þeir eiga að fá eingöngu bætur frá almannatryggingakerfinu. Því þarf að breyta, þeirri hugsun.“ Í grafík í sjónvarpsfréttinni stendur að lífeyrisjóðakerfið sé opinbert lífeyriskerfi með skylduaðild allra landsmanna. Það er ekki rétt. Hið rétta er að kerfið byggir á skylduaðild allra sem eru starfandi á aldrinum sextán ára til sjötugs.
Eldri borgarar Tryggingar Lífeyrissjóðir Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Fleiri fréttir Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Sjá meira