Líðan barna í skólakerfinu sem búa við foreldraútilokun og tálmun Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 8. júlí 2022 16:01 Mörgum er umhugað um líðan og heilsu barna í grunnskólanum. Einn hópur hefur enga athygli fengið og kunna fáir skýringu á því. Um er að ræða fleiri hundruð börn víðs vegar um landið. Börn sem búa við tálmun og foreldraútilokun, án ástæðu. Stundum má heyra kennara taka afstöðu með tálmunarforeldri. Foreldrinu sem notar öll tiltæk ráð til að barn hitti ekki hitt foreldri sitt án ástæðu. Þessum hópi barna mættu starfsmenn skóla gefa meiri gaum. Sennilega passar skólakerfinu betur að hafa þau falin. Börn sem búa við tálmun glíma við alls konar andlega kvilla sem vissulega væri gott að starfsmenn þekktu. Heimildir í greininni eru byggðar á ritgerð þriggja hjúkrunarnema frá Háskólanum á Akureyri árið 2019 og heimildum sem birtast í henni. Ritgerðin er rannsóknaráætlun og heimildarinnar er getið neðst. Tálmun og foreldraútilokun Hjúkrunarnemarnir útskýra hugtakið tálmun ,,Foreldraútilokun er ferli eða sálfræðilegt ástand þar sem barn styður sterklega foreldri sem beitir útilokunaraðferðum og hafnar sambandi við hitt foreldrið án réttmætrar ástæðu. Algeng foreldraútilokunaraðferð er tálmun á umgengni við barnið.” Gef þeim orðið á skilgreiningum. ,,Foreldraútilokun (e. parental alienation): Ferlið eða niðurstaðan af sálfræðilegri meðferð barns til að sýna óviðeigandi ótta, vanvirðingu eða fjandskap gagnvart foreldri, og jafnvel slíta sambandinu við það foreldri (Baker og Darnall, 2006). Tálmun á umgengni við barn: Hindrun foreldris að umgangast barn sitt á eðlilegan hátt eftir skilnað foreldra, það er þegar umgengni fer ekki fram samkvæmt úrskurði, dómi, dómsátt eða staðfestum umgengnissamningum sbr. 48. gr. barnalaga (Barnalög nr. 76/2003).” Því miður hefur málaflokkurinn ekki verið rannsakaðar mikið á Íslandi en gert annars staðar. Við getum hæglega fært slíkar rannsóknir á ástandið hér heima. Þeir sem sinna málaflokknum hafa lokað augunum fyrir algengi tálmunar. Oft er um að ræða hefnd gagnvart fyrrverandi maka, t.d. vegna peningamála, annars maka eða reiði. Barn notað sem vopn. Hefur afdrifarík áhrif á barnið að vera notað sem slíkt. Áhrif tálmunar á börn og foreldri Fram kemur í ritgerðinni, ,,Sýnt hefur verið fram á að börn sem hafa reynslu af foreldraútilokun eru í aukinni hættu á að glíma við tilfinningalegar raskanir og eiga erfiðara með að aðlagast nýju umhverfi, borin saman við börn sem ekki upplifðu foreldraútilokun eftir skilnað foreldra sinna (Johnston, Walters og Olesen, 2005; Fidler og Bala, 2010).” Hér á landi er mikið talað um ofbeldi sem konur verða fyrir og afleiðingar af slíku. Talað er um að þær þjáist af kvíða, þunglyndi og áfallastreituröskun. Í ritgerðinni kemur fram að barn og foreldri sem beitt er tálmun sýna sömu einkenni og kona sem býr við ofbeldi. Sýslumaðurinn á Suðurlandi hefur túlkað tálmun sem ofbeldi og það með réttu. Þegar horft er til áhrif tálmunar á barn má undrast af hverju skólayfirvöld hafi ekki veitt þessum börnum meiri athygli. Sem grunnskólakennari hef ég ekki séð neitt tilboð um fræðslu um ofbeldið, tálum og foreldraútilokun. Sveitarfélögin, Kennarasamband Íslands, Félag leikskólakennara og Félag grunnskólakennara hafa í engu sinnt því hlutverki sínu að fræða starfs- og félagsmenn um þessa tegund ofbeldis, þó svo afleiðingarnar hafi bein áhrif inn í skólastarfið. Samt búa hundruð barna við þetta ljóta ofbeldi. Er ekki kominn tími á að þessir aðilar sinni þeirri skyldu sinni? Foreldrið sem beitt er tálmun fer ekki varhluta af áfallinu en í ritgerðinni stendur, ,, Í umfjöllun Woodall og Woodall (2017) um andlega fylgikvilla þess að lenda í foreldraútilokun fyrir þolanda má meðal annars sjá að það að finna fyrir höfnun frá barni sínu fylgir tilfinning um óréttlæti og niðurlægingu. Jafnframt kemur til fjárhagslegt tjón vegna lögfræðikostnaðar og fleira. Allt þetta getur haft sambærilegar afleiðingar og í fyrrgreindri rannsókn Bosch-Brits o.fl. (2018) sem birtist í langvarandi andlegri vanlíðan.” Hér á landi var gerð rannsókn en þar segir, ,,Niðurstöður íslenskrar rannsóknar á upplifun og reynslu útilokaðra íslenskra feðra af því að vera meinaður aðgangur að barni sínu gáfu innsýn í hvernig ástand þessara mála er hérlendis (Halldór Arason, 2012). Samræmast þær niðurstöðum erlendra rannsókna að því leiti að þátttakendur lýstu nær allir einkennum þunglyndis og tjáðu sig um depurð og vonleysi og þurftu sumir að leita sér sálfræðimeðferðar vegna einkennanna. Undir þetta tekur Herman (2015) sem bendir á að útilokaðir foreldrar geta verið í hættu á að þróa með sér einkenni áfallastreituröskunnar vegna ferlisins sem einkennist af, sorg, áhyggjum, kvíða og reiði.” Þegar horft er til afleiðinga tálmunar og foreldraútilokunar eigum við langt í land með að taka á málaflokknum. Til mikils er að vinna fyrir alla aðila að koma í veg fyrir tálmun og foreldraútilokun. Það er barni fyrir bestu að hafa aðgengi að báðum foreldrum sem eru heil heilsu, andlega sem líkamlega. Eina ofbeldið sem er ekki refsivert Eins merkilegt og það hljómar er tálmun, án ástæðu, ekki refsivert ofbeldi en í ritgerðinni kemur fram ,,Sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu (2017) taldi að tálmun á umgengni við barn feli í sér brot umsjónaraðila gagnvart barni sbr. 98. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 og í þessari grein stendur að umsjónaraðilar sem misþyrma barni eða vanrækja það andlega eða líkamlega þannig að lífi eða heilsu barnsins sé hætta búin skulu fá fangelsisrefsingu í allt að fimm árum.” Samkvæmt barnaverndarlögum, 16 gr., ber kennara að tilkynna um refsivert athæfi gagnvart barni, óviðunandi uppeldisaðstæður, vanvirðandi háttsemi gagnvart barni eða stofni forsjáraðili heilsu barns í hættu. Hvað gerir forsjáraðili annað en að stofna heilsu barns síns í hættu með tálmun án ástæðu? Þegar börnin verða fullorðin Samkvæmt rannsóknum á fullorðnu fólki sem bjuggu við foreldraútilokun kom í ljós andleg veikindi, aukin áfengisneysla og aðrir kvillar. Í ritgerðinni segir ,,Baker (2005) tók viðtöl við 38 bandaríska fullorðna einstaklinga sem upplifðu foreldraútilokun sem börn og greindi áhrif foreldraútilokunar til lengri tíma hjá þeim, sem hún skipti niður í sex aðalþemu: neikvæða sjálfsmynd, þunglyndi, áfengis/vímuefnaneyslu, erfiðleika við að treysta sjálfum sér og öðrum, útilokun frá sínum eigin börnum og hærri tíðni skilnaða.” Sá sem beitir tálmun og foreldraútilokun gerir sér ekki alltaf grein fyrir hve afleiðingar af gjörðum sínum geta verið alvarlega fyrir barn. Því fyrr sem gripið er inn í því betra. Fagfólk þarf að hysja upp um sig, viðurkenna þetta ofbeldi og ekki síðu láta til sín taka þegar foreldri kvartar undan útilokun frá barni sínu án ástæðu. Hvað er til ráða Ljóst er að fræða þarf um tálmun og foreldraútilokun. Alþjóð veit að þessu ofbeldi er beitt, í of miklu mæli. Kennarar geta haft vökul augu með þeim börnum sem búa við tálmum. Í ritgerðinni kemur fram að ,,Heilbrigðisstarfsmenn sem hafa unnið með börnum skilnaðarforeldra tala um að foreldraútilokun geti valdið miklum sársauka og erfiðleikum fyrir fjölda einstaklinga og fjölskyldur (Sher, 2017).” Höfundar ritgerðarinnar benda á aðferð að Calgary fjölskylduhjúkrun gæti verið gott tæki til að nota þegar tálmun á sér stað. Skólahjúkrunarfræðingur starfar við hvern skóla og því ætti að vera hæg heimatökin að finna og greina þau börn sem búa við ofbeldið sem tálmun er ásamt öðrum starfsmönnum skóla. Í ritgerðinni stendur, ,,Til eru aðrar aðferðir sem hafa verið þróaðar innan fjölskylduhjúkrunar sem reynast vel þegar hjúkrunarfræðingar eru að sinna einstaklingum með geðræn vandamál eins og til dæmis þunglyndi, sjálfsvígshugsanir eða neysluvandamál (Sveinbjarnardóttir og Svavarsdóttir, 2019) en þessi einkenni geta komið fram hjá þolendum foreldraútilokunar (Sher, 2017).” Feitletrun er mín. Þarf að veita börnunum meiri athygli í skólakerfinu Ég held því fram að um vanræktan hóp barna í skólakerfinu sé að ræða. Miðað við tilkynningarskyldu kennara er vissulega umhugsunarvert að svo mörg börn eru í leik- og grunnskólanum án þess að tálmun hafi verið tilkynnt. Kannski eru starfsmenn ekki meðvitaðir um alvarleika afleiðinganna. Kannski þekkja þeir ekki einkenni því engin fræðsla hefur farið fram um málaflokkinn. Gef hjúkrunarnemunum aftur orðið ,,Árið 2013 var 152 börnum vísað á göngudeild BUGL og 62,5% af þeim voru með skilnað foreldra sem álagsþátt (Árný Jóhannesdóttir, 2017). Börn og unglingar sem hafa orðið fyrir því andlega aukaálagi sem foreldraútilokun er geta sýnt ýmis einkenni, þar á meðal eru 27 sem dæmi átraskanir þar sem börnin svelta sig, eru haldin lotugræðgi eða eru í ofþyngd (Sher, 2017).” Alvarlegt ekki satt! Því miður á þessi hópur barna fáa sem styðja við bakið á þeim og krefjast úrbóta fyrir börnin. Félag um foreldrajafnrétti hefur vakið athygli á stöðunni sem er vel. Berjarst þarf fyrir rétti þessara barna enda mikið í húfi eins og lesa má. Munum að í greininni er rætt um tálmun án ástæðu. Ég kalla eftir fræðslu til starfsmanna skóla um þetta ljóta ofbeldi sem hefur víðtæk áhrif á börn. Starfsmenn skóla fá fræðslu um ofbeldi sem börn verða fyrir af ýmsu toga en þetta hefur setið á hakanum. Af hverju? Höfundur er grunnskólakennari. Heimild: Christine Björg Morançais, Magali Brigitte Mouy, Sólrún Þórunn Bjarnadóttir. (2019). Áhrif tálmunar á umgengni við börn. Rannsóknaráætlun. Háskólinn á Akureyri. Sótt 8. júlí 2022 af: Áhrif tálmunar á umgengni við börn á andlega og líkamlega heilsu foreldra. Rannsóknaráætlun..pdf (skemman.is) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir: skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Sjá meira
Mörgum er umhugað um líðan og heilsu barna í grunnskólanum. Einn hópur hefur enga athygli fengið og kunna fáir skýringu á því. Um er að ræða fleiri hundruð börn víðs vegar um landið. Börn sem búa við tálmun og foreldraútilokun, án ástæðu. Stundum má heyra kennara taka afstöðu með tálmunarforeldri. Foreldrinu sem notar öll tiltæk ráð til að barn hitti ekki hitt foreldri sitt án ástæðu. Þessum hópi barna mættu starfsmenn skóla gefa meiri gaum. Sennilega passar skólakerfinu betur að hafa þau falin. Börn sem búa við tálmun glíma við alls konar andlega kvilla sem vissulega væri gott að starfsmenn þekktu. Heimildir í greininni eru byggðar á ritgerð þriggja hjúkrunarnema frá Háskólanum á Akureyri árið 2019 og heimildum sem birtast í henni. Ritgerðin er rannsóknaráætlun og heimildarinnar er getið neðst. Tálmun og foreldraútilokun Hjúkrunarnemarnir útskýra hugtakið tálmun ,,Foreldraútilokun er ferli eða sálfræðilegt ástand þar sem barn styður sterklega foreldri sem beitir útilokunaraðferðum og hafnar sambandi við hitt foreldrið án réttmætrar ástæðu. Algeng foreldraútilokunaraðferð er tálmun á umgengni við barnið.” Gef þeim orðið á skilgreiningum. ,,Foreldraútilokun (e. parental alienation): Ferlið eða niðurstaðan af sálfræðilegri meðferð barns til að sýna óviðeigandi ótta, vanvirðingu eða fjandskap gagnvart foreldri, og jafnvel slíta sambandinu við það foreldri (Baker og Darnall, 2006). Tálmun á umgengni við barn: Hindrun foreldris að umgangast barn sitt á eðlilegan hátt eftir skilnað foreldra, það er þegar umgengni fer ekki fram samkvæmt úrskurði, dómi, dómsátt eða staðfestum umgengnissamningum sbr. 48. gr. barnalaga (Barnalög nr. 76/2003).” Því miður hefur málaflokkurinn ekki verið rannsakaðar mikið á Íslandi en gert annars staðar. Við getum hæglega fært slíkar rannsóknir á ástandið hér heima. Þeir sem sinna málaflokknum hafa lokað augunum fyrir algengi tálmunar. Oft er um að ræða hefnd gagnvart fyrrverandi maka, t.d. vegna peningamála, annars maka eða reiði. Barn notað sem vopn. Hefur afdrifarík áhrif á barnið að vera notað sem slíkt. Áhrif tálmunar á börn og foreldri Fram kemur í ritgerðinni, ,,Sýnt hefur verið fram á að börn sem hafa reynslu af foreldraútilokun eru í aukinni hættu á að glíma við tilfinningalegar raskanir og eiga erfiðara með að aðlagast nýju umhverfi, borin saman við börn sem ekki upplifðu foreldraútilokun eftir skilnað foreldra sinna (Johnston, Walters og Olesen, 2005; Fidler og Bala, 2010).” Hér á landi er mikið talað um ofbeldi sem konur verða fyrir og afleiðingar af slíku. Talað er um að þær þjáist af kvíða, þunglyndi og áfallastreituröskun. Í ritgerðinni kemur fram að barn og foreldri sem beitt er tálmun sýna sömu einkenni og kona sem býr við ofbeldi. Sýslumaðurinn á Suðurlandi hefur túlkað tálmun sem ofbeldi og það með réttu. Þegar horft er til áhrif tálmunar á barn má undrast af hverju skólayfirvöld hafi ekki veitt þessum börnum meiri athygli. Sem grunnskólakennari hef ég ekki séð neitt tilboð um fræðslu um ofbeldið, tálum og foreldraútilokun. Sveitarfélögin, Kennarasamband Íslands, Félag leikskólakennara og Félag grunnskólakennara hafa í engu sinnt því hlutverki sínu að fræða starfs- og félagsmenn um þessa tegund ofbeldis, þó svo afleiðingarnar hafi bein áhrif inn í skólastarfið. Samt búa hundruð barna við þetta ljóta ofbeldi. Er ekki kominn tími á að þessir aðilar sinni þeirri skyldu sinni? Foreldrið sem beitt er tálmun fer ekki varhluta af áfallinu en í ritgerðinni stendur, ,, Í umfjöllun Woodall og Woodall (2017) um andlega fylgikvilla þess að lenda í foreldraútilokun fyrir þolanda má meðal annars sjá að það að finna fyrir höfnun frá barni sínu fylgir tilfinning um óréttlæti og niðurlægingu. Jafnframt kemur til fjárhagslegt tjón vegna lögfræðikostnaðar og fleira. Allt þetta getur haft sambærilegar afleiðingar og í fyrrgreindri rannsókn Bosch-Brits o.fl. (2018) sem birtist í langvarandi andlegri vanlíðan.” Hér á landi var gerð rannsókn en þar segir, ,,Niðurstöður íslenskrar rannsóknar á upplifun og reynslu útilokaðra íslenskra feðra af því að vera meinaður aðgangur að barni sínu gáfu innsýn í hvernig ástand þessara mála er hérlendis (Halldór Arason, 2012). Samræmast þær niðurstöðum erlendra rannsókna að því leiti að þátttakendur lýstu nær allir einkennum þunglyndis og tjáðu sig um depurð og vonleysi og þurftu sumir að leita sér sálfræðimeðferðar vegna einkennanna. Undir þetta tekur Herman (2015) sem bendir á að útilokaðir foreldrar geta verið í hættu á að þróa með sér einkenni áfallastreituröskunnar vegna ferlisins sem einkennist af, sorg, áhyggjum, kvíða og reiði.” Þegar horft er til afleiðinga tálmunar og foreldraútilokunar eigum við langt í land með að taka á málaflokknum. Til mikils er að vinna fyrir alla aðila að koma í veg fyrir tálmun og foreldraútilokun. Það er barni fyrir bestu að hafa aðgengi að báðum foreldrum sem eru heil heilsu, andlega sem líkamlega. Eina ofbeldið sem er ekki refsivert Eins merkilegt og það hljómar er tálmun, án ástæðu, ekki refsivert ofbeldi en í ritgerðinni kemur fram ,,Sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu (2017) taldi að tálmun á umgengni við barn feli í sér brot umsjónaraðila gagnvart barni sbr. 98. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 og í þessari grein stendur að umsjónaraðilar sem misþyrma barni eða vanrækja það andlega eða líkamlega þannig að lífi eða heilsu barnsins sé hætta búin skulu fá fangelsisrefsingu í allt að fimm árum.” Samkvæmt barnaverndarlögum, 16 gr., ber kennara að tilkynna um refsivert athæfi gagnvart barni, óviðunandi uppeldisaðstæður, vanvirðandi háttsemi gagnvart barni eða stofni forsjáraðili heilsu barns í hættu. Hvað gerir forsjáraðili annað en að stofna heilsu barns síns í hættu með tálmun án ástæðu? Þegar börnin verða fullorðin Samkvæmt rannsóknum á fullorðnu fólki sem bjuggu við foreldraútilokun kom í ljós andleg veikindi, aukin áfengisneysla og aðrir kvillar. Í ritgerðinni segir ,,Baker (2005) tók viðtöl við 38 bandaríska fullorðna einstaklinga sem upplifðu foreldraútilokun sem börn og greindi áhrif foreldraútilokunar til lengri tíma hjá þeim, sem hún skipti niður í sex aðalþemu: neikvæða sjálfsmynd, þunglyndi, áfengis/vímuefnaneyslu, erfiðleika við að treysta sjálfum sér og öðrum, útilokun frá sínum eigin börnum og hærri tíðni skilnaða.” Sá sem beitir tálmun og foreldraútilokun gerir sér ekki alltaf grein fyrir hve afleiðingar af gjörðum sínum geta verið alvarlega fyrir barn. Því fyrr sem gripið er inn í því betra. Fagfólk þarf að hysja upp um sig, viðurkenna þetta ofbeldi og ekki síðu láta til sín taka þegar foreldri kvartar undan útilokun frá barni sínu án ástæðu. Hvað er til ráða Ljóst er að fræða þarf um tálmun og foreldraútilokun. Alþjóð veit að þessu ofbeldi er beitt, í of miklu mæli. Kennarar geta haft vökul augu með þeim börnum sem búa við tálmum. Í ritgerðinni kemur fram að ,,Heilbrigðisstarfsmenn sem hafa unnið með börnum skilnaðarforeldra tala um að foreldraútilokun geti valdið miklum sársauka og erfiðleikum fyrir fjölda einstaklinga og fjölskyldur (Sher, 2017).” Höfundar ritgerðarinnar benda á aðferð að Calgary fjölskylduhjúkrun gæti verið gott tæki til að nota þegar tálmun á sér stað. Skólahjúkrunarfræðingur starfar við hvern skóla og því ætti að vera hæg heimatökin að finna og greina þau börn sem búa við ofbeldið sem tálmun er ásamt öðrum starfsmönnum skóla. Í ritgerðinni stendur, ,,Til eru aðrar aðferðir sem hafa verið þróaðar innan fjölskylduhjúkrunar sem reynast vel þegar hjúkrunarfræðingar eru að sinna einstaklingum með geðræn vandamál eins og til dæmis þunglyndi, sjálfsvígshugsanir eða neysluvandamál (Sveinbjarnardóttir og Svavarsdóttir, 2019) en þessi einkenni geta komið fram hjá þolendum foreldraútilokunar (Sher, 2017).” Feitletrun er mín. Þarf að veita börnunum meiri athygli í skólakerfinu Ég held því fram að um vanræktan hóp barna í skólakerfinu sé að ræða. Miðað við tilkynningarskyldu kennara er vissulega umhugsunarvert að svo mörg börn eru í leik- og grunnskólanum án þess að tálmun hafi verið tilkynnt. Kannski eru starfsmenn ekki meðvitaðir um alvarleika afleiðinganna. Kannski þekkja þeir ekki einkenni því engin fræðsla hefur farið fram um málaflokkinn. Gef hjúkrunarnemunum aftur orðið ,,Árið 2013 var 152 börnum vísað á göngudeild BUGL og 62,5% af þeim voru með skilnað foreldra sem álagsþátt (Árný Jóhannesdóttir, 2017). Börn og unglingar sem hafa orðið fyrir því andlega aukaálagi sem foreldraútilokun er geta sýnt ýmis einkenni, þar á meðal eru 27 sem dæmi átraskanir þar sem börnin svelta sig, eru haldin lotugræðgi eða eru í ofþyngd (Sher, 2017).” Alvarlegt ekki satt! Því miður á þessi hópur barna fáa sem styðja við bakið á þeim og krefjast úrbóta fyrir börnin. Félag um foreldrajafnrétti hefur vakið athygli á stöðunni sem er vel. Berjarst þarf fyrir rétti þessara barna enda mikið í húfi eins og lesa má. Munum að í greininni er rætt um tálmun án ástæðu. Ég kalla eftir fræðslu til starfsmanna skóla um þetta ljóta ofbeldi sem hefur víðtæk áhrif á börn. Starfsmenn skóla fá fræðslu um ofbeldi sem börn verða fyrir af ýmsu toga en þetta hefur setið á hakanum. Af hverju? Höfundur er grunnskólakennari. Heimild: Christine Björg Morançais, Magali Brigitte Mouy, Sólrún Þórunn Bjarnadóttir. (2019). Áhrif tálmunar á umgengni við börn. Rannsóknaráætlun. Háskólinn á Akureyri. Sótt 8. júlí 2022 af: Áhrif tálmunar á umgengni við börn á andlega og líkamlega heilsu foreldra. Rannsóknaráætlun..pdf (skemman.is)
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun