Spánn er komið á topp B-riðils á EM í Englandi eftir 4-1 sigur á Finnum í fyrstu umferð riðilsins.
Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Spánverja sem lentu undir strax á fyrstu mínútu. Anna Wasterlund, varnarmaður Finna, á þá langa sendingu fyrir aftan miðlínu sem fer í gegnum miðja vörn Spánverja og beint á Lindu Sallstrom sem klárar snyrtilega í fjærhornið, stöngin og inn.
Spánverjar jafna á 26. mínútu þegar fyrirliðinn Irene Paredes stangar knöttinn í netið eftir hornspyrnu Mariona Caldentey.
Spánn kemst svo yfir rétt fyrir hálfleik og aftur eftir skallamark. Mapi Leon á langa sendingu af vinstri væng sem fer beint á kollinn á Aitana Bonmati sem stýrir boltanum áfram í fjærhornið. Óverjandi fyrir Korpela í marki Finnlands.
Áfram notuðu þær spænsku höfuðið þegar þær skoruðu þriðja mark sitt á 75. mínútu. Spánn fær aukaspyrna á hægri kant sem Mapi Leon tekur. Boltinn berst á nærstöng þar sem Lucia Garcia rís hæst og kollspyrna hennar endar í netinu. 3-1 fyrir Spán.
Caldentey fullkomnar svo góða byrjun Spánverja á Evrópumótinu með marki úr vítaspyrnu á 95. mínútu. Lokatölur 4-1 fyrir Spán.
Spánn er á toppi B-riðils með þrjú stig á meðan Finnar eru á botni riðilsins án stiga. Þýskaland og Danmörk mætast svo seinna í kvöld.
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 8, 2022