Fótbolti

Kahn segir Ron­aldo ekki henta hug­mynda­fræði Bayern

Hjörvar Ólafsson skrifar
Oliver Kahn varði á árum áður mark Bayern München en er nú framkvæmdastjóri félagsins. 
Oliver Kahn varði á árum áður mark Bayern München en er nú framkvæmdastjóri félagsins.  Visir/Getty

Oliver Kahn, framkvæmdastjóri Bayern München, segir í samtali við Kicker að félagið muni ekki freista þess að kaupa Cristiano Ronaldo frá Manchester United.

Oliver Kahn, framkvæmdastjóri Bayern München, segir í samtali við Kicker að félagið muni ekki freista þess að kaupa Cristiano Ronaldo frá Manchester United.

„Þó svo að ég hafi miklar mætur á Cristiano Ronaldo og viti vel að um er að ræða einn besta fótboltamann heims þá myndi það henta okkar hugmyndafræði að fá hann til liðs við okkur," sagði Kahn aðspurður um þær vangaveltur að Ronaldo sé á leið til þýska stórveldisins. 

Hasan Salihamidzic, íþróttastjóri félagsins, lét hafa eftir sér fyrr í þessari viku að það væru einungis sögusagnir að Ronaldo væri mögulega á leið til Bayern München.  

Framtíð Ronaldos á Old Trafford er í óvissu en hann er þessa stundina staddur í heimalandi sínu, Portúgal, af fjölskylduástæðum. 

Ronaldo hefur auk Bayern München verið sterklega orðaður við Chelsea og Napoli síðustu daga.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×