Lykilatriði fyrir Valsmenn var því þegar þeir misstu mann af velli á 68. mínútu en þá hafði Tryggvi Hrafn Haraldsson komið Valsliðinu yfir fjórum mínútum fyrr. Hér í fréttinni má sjá bæði myndband af atvikinu sem og flottar myndir á akureyri.net.
KA-menn tóku völdin manni fleiri og tókst síðan að jafna metin á 82. mínútu með marki Nökkvi Þeys Þórissonar.
Það voru aftur á móti ekki skoruð fleiri mörk og liðin sættust því á 1-1 jafntefli.
Stærsta atvikið í leiknum var þetta rauða spjald sem Guðmundur Andri Tryggvason fékk fyrir að slá til Kristijan Jajalo, markvarðar KA. Erlendur Eiríksson var ekki í vafa og lyfti strax rauða spjaldinu.
Jajalo var búinn að taka boltann og Guðmundur Andri átti aldrei möguleika í hann. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ákvað hann hins vegar að slá til Jajalo. Það má sjá þetta atvik hér fyrir ofan.
Skapti Hallgrímsson hefur mætt á ófáa leikina í gegnum tíðina, bæði sem blaðamaður og ljósmyndari (og stundum bæði) og hann var vel á verði í gær þegar umrætt brot átti sér stað.
Skapti sem gefur út netmiðilinn akureyri.net við góðan orðstír náði góðum myndum af þessu atviki. Þar sést vel þegar Guðmundur Andri setur höndina í andlit Jajalo. Það má finna tvær af myndum hans hér í þessari frétt en einnig má finna myndasyrpuna hans með því að smella hér.
