Braut reglurnar með því að vera í Jordan skóm: Geri bara það sem mér sýnist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2022 12:30 Nick Kyrgios er afar duglegur að koma sér í vandræði. AP/Kirsty Wigglesworth Tenniskappinn Nick Kyrgios er oftar en ekki í fréttum vegna hegðunar sinnar en ekki vegna góðrar spilamennsku. Meira segja á dögum þar sem hann hegðar sér vel þá er hann líka með uppsteyt. Kyrgios er 27 ára Ástrali sem hefur tryggt sér viðurnefnið slæmi strákurinn í tennisheiminum með öfgafullri framkomu sinni síðustu árin. Hann er líka mjög góður í tennist þótt skapið sé að koma honum í vandræði. Kyrgios hefur unnið fjóra leiki á Wimbledon mótinu og er kominn alla leið í átta manna úrslit eftir sigur á Bandaríkjamanninum Brandon Nakashima í sextán manna úrslitunum. Hann hefur hins vegar tvisvar verið sektaður á mótinu fyrir slæma hegðun og er væntanlega að fá eina sektina í viðbót. 'I m not above the rules ... I just like wearing my Jordans': Quarter-finalist Kyrgios vows never to forget critics https://t.co/EmnfTNdso6 pic.twitter.com/MppR3UtRb3— The Sydney Morning Herald (@smh) July 4, 2022 Kyrgios einbeitti sér vissulega að tennisnum í sigrinum á Nakashima en nú var það klæðaburður hans sem skapaði vandræði. Það má nefnilega aðeins klæðast hvítu þegar þú keppir á Wimbledon risamótinu í tennis. Kyrgios spilaði leikinn í hvítu en strax eftir hann þá skipti kappinn yfir í rauða Michael Jordan skó. Hann var líka með rauða derhúfu þegar hann mætti til leiks. Blaðamenn spurðu Kyrgios eftir leikinn hvort að hann hefði viljandi brotið reglurnar. „Ég geri bara það sem mér sýnist,“ svaraði Nick Kyrgios en dró síðan aðeins í land. „Ég er ekki yfir reglurnar hafinn. Ég vil bara vera í Jordan skónum mínum. Þetta er í fínu lagi. Ég skal mæta í hvítu skónum á morgun,“ svaraði Kyrgios. "Any publicity is good publicity, right?"Nick Kyrgios was not taking the bait when asked about his attire at #Wimbledon. #BBCTennis pic.twitter.com/3YSeY0zIAr— BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2022 Tennis Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Sjá meira
Kyrgios er 27 ára Ástrali sem hefur tryggt sér viðurnefnið slæmi strákurinn í tennisheiminum með öfgafullri framkomu sinni síðustu árin. Hann er líka mjög góður í tennist þótt skapið sé að koma honum í vandræði. Kyrgios hefur unnið fjóra leiki á Wimbledon mótinu og er kominn alla leið í átta manna úrslit eftir sigur á Bandaríkjamanninum Brandon Nakashima í sextán manna úrslitunum. Hann hefur hins vegar tvisvar verið sektaður á mótinu fyrir slæma hegðun og er væntanlega að fá eina sektina í viðbót. 'I m not above the rules ... I just like wearing my Jordans': Quarter-finalist Kyrgios vows never to forget critics https://t.co/EmnfTNdso6 pic.twitter.com/MppR3UtRb3— The Sydney Morning Herald (@smh) July 4, 2022 Kyrgios einbeitti sér vissulega að tennisnum í sigrinum á Nakashima en nú var það klæðaburður hans sem skapaði vandræði. Það má nefnilega aðeins klæðast hvítu þegar þú keppir á Wimbledon risamótinu í tennis. Kyrgios spilaði leikinn í hvítu en strax eftir hann þá skipti kappinn yfir í rauða Michael Jordan skó. Hann var líka með rauða derhúfu þegar hann mætti til leiks. Blaðamenn spurðu Kyrgios eftir leikinn hvort að hann hefði viljandi brotið reglurnar. „Ég geri bara það sem mér sýnist,“ svaraði Nick Kyrgios en dró síðan aðeins í land. „Ég er ekki yfir reglurnar hafinn. Ég vil bara vera í Jordan skónum mínum. Þetta er í fínu lagi. Ég skal mæta í hvítu skónum á morgun,“ svaraði Kyrgios. "Any publicity is good publicity, right?"Nick Kyrgios was not taking the bait when asked about his attire at #Wimbledon. #BBCTennis pic.twitter.com/3YSeY0zIAr— BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2022
Tennis Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Sjá meira