Alfreð æfir með Lyngby: Gæti spilað síðar í vikunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2022 09:00 Danmörk gæti verið næsti áfangastaður Alfreðs Finnbogasonar. Mario Hommes/Getty Images Alfreð Finnbogason æfir með lærisveinum Freys Alexanderssonar hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. Gæti Alfreð spilað æfingaleik með liðinu á föstudaginn kemur. Hinn 33 ára gamli Alfreð lék með Augsburg í Þýskalandi á síðustu leiktíð en samningur hans rann út í sumar og er framherjanum því frjálst að semja við hvaða lið sem er. Hann var í viðræðum við Hammarby í Svíþjóð nýverið en er nú mættur til æfinga í Danmörku. Danski vefurinn Bold greindi frá að Alfreð væri nú að æfa með nýliðum Lyngby en liðið flaug upp í dönsku úrvalsdeildina á fyrsta tímabili Freys. Þekkjast þeir ágætlega frá því að Freyr var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins en Alfreð hefur spilað 61 A-landsleik fyrir Íslands hönd. Lyngby mætir Bröndby í dag, þriðjudag, en Alfreð er ekki meðal leikmanna liðsins í þeim leik. Í frétt Bold kemur hins vegar fram að hann gæti spilað með Lyngby er liðið mætir HB Köge á föstudag. "Vi vil teste nogle taktiske elementer af" Vi tester formen af mod Brøndby IF ved frokosttid i dag - se truppen og hør fra Freyr Alexandersson herunder #SammenforLyngbyhttps://t.co/LmhrVqFovA— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) July 5, 2022 Lærisveinar Freys eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir komandi tímabil en liðið mætir Silkeborg í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar þann 17. júlí næstkomandi. Alls var Alfreð í sex ár hjá Augsburg en hann hefur komið víða við á atvinnumannaferli sínum. Alfreð hefur spilað á Spáni með Real Sociedad, í Grikklandi með Olympiacos, með Heerenveen í Hollandi, Helsingborg í Svíþjóð og Lokeren í Belgíu. Hver veit nema Lyngby í Danmörku sé næst á dagskrá. Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Segir Alfreð staddan í Svíþjóð á leið í viðræður Sænski miðillinn Sport Expressen greinir frá því að Alfreð Finnbogaon sé staddur í Svíþjóð þar sem hann sé á leið í viðræður við Hammarby. 21. júní 2022 19:59 „Er heill núna en út af nokkrum ástæðum gaf ég ekki kost á mér“ Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason segist alls ekki hættur með íslenska landsliðinu. Hann segir að aðstæður undanfarin tvö ár ekki hafa boðið upp á að taka þátt í verkefnum íslenska landsliðsins. 16. júní 2022 14:30 Meiddist illa á hné skömmu fyrir HM og hefði í raun ekki átt að spila á mótinu Alfreð Finnbogason meiddist illa á hné skömmu fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta sem fram fór í Rússlandi sumarið 2018. Hann spilaði í gegnum sársaukann en segir meiðslin hafa haft áhrif á feril sinn í töluvert langan tíma eftir að móti lauk. 16. júní 2022 07:00 Alfreð farinn frá Augsburg Framherjinn Alfreð Finnbogason verður ekki áfram í herbúðum Augsburg í Þýskalandi. Frá þessu greindi úrvalsdeildarfélagið í dag. 15. júní 2022 13:33 Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira
Hinn 33 ára gamli Alfreð lék með Augsburg í Þýskalandi á síðustu leiktíð en samningur hans rann út í sumar og er framherjanum því frjálst að semja við hvaða lið sem er. Hann var í viðræðum við Hammarby í Svíþjóð nýverið en er nú mættur til æfinga í Danmörku. Danski vefurinn Bold greindi frá að Alfreð væri nú að æfa með nýliðum Lyngby en liðið flaug upp í dönsku úrvalsdeildina á fyrsta tímabili Freys. Þekkjast þeir ágætlega frá því að Freyr var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins en Alfreð hefur spilað 61 A-landsleik fyrir Íslands hönd. Lyngby mætir Bröndby í dag, þriðjudag, en Alfreð er ekki meðal leikmanna liðsins í þeim leik. Í frétt Bold kemur hins vegar fram að hann gæti spilað með Lyngby er liðið mætir HB Köge á föstudag. "Vi vil teste nogle taktiske elementer af" Vi tester formen af mod Brøndby IF ved frokosttid i dag - se truppen og hør fra Freyr Alexandersson herunder #SammenforLyngbyhttps://t.co/LmhrVqFovA— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) July 5, 2022 Lærisveinar Freys eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir komandi tímabil en liðið mætir Silkeborg í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar þann 17. júlí næstkomandi. Alls var Alfreð í sex ár hjá Augsburg en hann hefur komið víða við á atvinnumannaferli sínum. Alfreð hefur spilað á Spáni með Real Sociedad, í Grikklandi með Olympiacos, með Heerenveen í Hollandi, Helsingborg í Svíþjóð og Lokeren í Belgíu. Hver veit nema Lyngby í Danmörku sé næst á dagskrá.
Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Segir Alfreð staddan í Svíþjóð á leið í viðræður Sænski miðillinn Sport Expressen greinir frá því að Alfreð Finnbogaon sé staddur í Svíþjóð þar sem hann sé á leið í viðræður við Hammarby. 21. júní 2022 19:59 „Er heill núna en út af nokkrum ástæðum gaf ég ekki kost á mér“ Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason segist alls ekki hættur með íslenska landsliðinu. Hann segir að aðstæður undanfarin tvö ár ekki hafa boðið upp á að taka þátt í verkefnum íslenska landsliðsins. 16. júní 2022 14:30 Meiddist illa á hné skömmu fyrir HM og hefði í raun ekki átt að spila á mótinu Alfreð Finnbogason meiddist illa á hné skömmu fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta sem fram fór í Rússlandi sumarið 2018. Hann spilaði í gegnum sársaukann en segir meiðslin hafa haft áhrif á feril sinn í töluvert langan tíma eftir að móti lauk. 16. júní 2022 07:00 Alfreð farinn frá Augsburg Framherjinn Alfreð Finnbogason verður ekki áfram í herbúðum Augsburg í Þýskalandi. Frá þessu greindi úrvalsdeildarfélagið í dag. 15. júní 2022 13:33 Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira
Segir Alfreð staddan í Svíþjóð á leið í viðræður Sænski miðillinn Sport Expressen greinir frá því að Alfreð Finnbogaon sé staddur í Svíþjóð þar sem hann sé á leið í viðræður við Hammarby. 21. júní 2022 19:59
„Er heill núna en út af nokkrum ástæðum gaf ég ekki kost á mér“ Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason segist alls ekki hættur með íslenska landsliðinu. Hann segir að aðstæður undanfarin tvö ár ekki hafa boðið upp á að taka þátt í verkefnum íslenska landsliðsins. 16. júní 2022 14:30
Meiddist illa á hné skömmu fyrir HM og hefði í raun ekki átt að spila á mótinu Alfreð Finnbogason meiddist illa á hné skömmu fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta sem fram fór í Rússlandi sumarið 2018. Hann spilaði í gegnum sársaukann en segir meiðslin hafa haft áhrif á feril sinn í töluvert langan tíma eftir að móti lauk. 16. júní 2022 07:00
Alfreð farinn frá Augsburg Framherjinn Alfreð Finnbogason verður ekki áfram í herbúðum Augsburg í Þýskalandi. Frá þessu greindi úrvalsdeildarfélagið í dag. 15. júní 2022 13:33