Heppnasta kona í heimi
Háværar sögusagnir fóru af stað um það að parið væri búið að gifta sig eftir að hún setti inn mynd af þeim með undirskriftinni: „Ég er heppnasta konan í heiminu, Þú fannst mig og vissir að ég að ég vildi finna hamingju og náð, allt á sama tíma.
Ég er agndofa að þetta sé eiginmaðurinn minn. Lífið mitt og mitt allt. Allar konur eiga að upplifa það að líða svona á hverjum degi.“
Engin „bridezilla“
Heimildir People hafa nú staðfest að getgáturnar séu réttar. Í viðtali við Bachelor stjörnuna Rachel Lindsay, í febrúar í Extra þáttinum, sagðist Lindsay ekki ætla að verða „bridezilla“. Hún sagðist vilja hafa brúðkaupið lítið og látlaust og væri að hugsa um að fara erlendis og hafa athöfnina þar en enn er óljóst hvort að hún lét verða af því.
Betri en Aaron Carter
Faðir Lindsay sagði í viðtali við Page six að Bader væri ekki týpískur Hollywood náungi og að hann væri glaður fyrir hönd dóttur sinnar að hafa fundið ástina með honum. Hann sagðist vera glaður að hún væri komin í burtu frá „Aaron Carterum heimsins“ og vitnar þar í kærasta hennar fyrir tuttugu árum síðan sem olli miklum usla á milli hennar og leikkonurnnar Hilary Duff. Hann bætti einnig við:
„Ég veit að Lindsay vill börn, hún er dásamleg með börn.“