Sigmundur grafi undan réttindabaráttu með slóttugum aðferðum Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. júlí 2022 10:23 Ugla Stefanía segir Sigmund Davíð fara með „alls konar fleipur“ þegar kemur að lögum um kynrænt sjálfræði. Aðferðir hans væru „slóttugar og lævísar“ og til þess að grafa undan réttindabaráttu fólks. Samsett mynd Ugla Stefanía, kynjafræðingur, segir Sigmund Davíð, þingmann Miðflokksins, fara með „alls konar fleipur“ um lög um kynrænt sjálfræði og hann tali ítrekað niður til réttindabaráttu og aktívisma. Hún segir Sigmund beita aðferðum sem séu „lævísar og slóttugar, og til þess gerðar að grafa undan réttindabaráttu frekar en að vernda fólk.“ Þingmennirnir Helga Vala Helgadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson komu í Sprengisand til Heimis Karlssonar í gær til að ræða um þátt Alþingis í réttindabaráttu fólks, þróun íslenskrar tungu og umburðarlyndi í íslenskri samfélagsumræðu. Eftir þáttinn skrifaði Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og fyrrum formaður Trans Ísland, færslu á Facebook þar sem hún gagnrýndi Sigmund. Í færslunni sagði hún að Sigmundur hafi farið með „alls konar fleipur um lög um kynrænt sjálfræði“ og talað niður til réttindabaráttunnar. Tal hans um að löggjafinn hafi afsalað sér völdum til hópa aktívista væri „stórkostlega mikil þvæla“ og „gríðarleg vanvirðing við það starf sérfræðinga og fagfólks sem kom að smíðum frumvarps um kynrænt sjálfræði.“ Fjölbreyttur hópur fagfólks og sérfræðinga Hún segir að hópurinn sem kom að smíðum frumvarpsins hafi verið „fólk úr grasrótinni, lögfræðingar, kynjafræðingar, félagsfræðingar, siðfræðingar, þingfólk, og sprenglært fólk og aðrir sérfræðingar í málefnum hinsegin fólks.“ Vinnan hafi tekið fjögur ár og það hafi verið ríkt samráð við helstu stofnanir, hagsmunafélög, kvenréttindafélög og önnur mannréttindasamtök. Það að Sigmundur smætti þennan hóp niður í „hóp aktívista“ segir Ugla að lýsi engu nema vanþekkingu og vanþóknun Sigmundar á réttindabaráttu hinsegin fólks. Það væri heldur ekki svo að hópurinn sem ynni að frumvarpinu hefði vald yfir lokaútgáfu þess. Þegar það kæmi til ráðuneytisins færi það úr þeirra höndum. Þá færi frumvarpið inn í nefndir, umræður á Alþingi og loks í atkvæðagreiðslu. Í því ferli breyttist ýmislegt í frumvarpinu og svo þegar kæmi að atkvæðagreiðslu tæki þingfólk meðvitaðar ákvarðanir. Þetta ætti ekki bara við um frumvarp um kynrænt sjálfræði heldur öll frumvörp sem væru unnin í samræði við sérfræðinga á viðeigandi sviðum. Lögin stangist ekkert á við réttindi kvenna Ugla segir einnig að staðhæfingar Sigmundar um að lögin stangist á við réttindi kvenna „auðvitað úr lausu lofti gripin“ enda hafi öll helstu mannréttindasamtök stutt frumvarpið. Þar með talið væri Kvenréttindafélag Íslands sem Trans Ísland væri meðlimur í. Þá segir hún að það hljóti að teljast vandræðalegt fyrir Sigmund að gera sig út fyrir að vera „verndari kvenréttinda“ í ljósi þess að „kynjahalli hafði ekki verið meiri í hans ríkisstjórnartíð en síðan 1999, þar sem eingöngu þrjár af níu ráðherrum voru konur.“ Hún minnist einni á þegar Sigmundur kaus gegn rýmkunum þungunarrofs á sínum tíma og getur því seint talist vera „mikill kvenréttindafrömuður.“ Tilraun hans til að grafa undan réttindabaráttu trans fólks og hinsegin fólks með vísun í kvenréttindi væri því „lítið annað en illa ígrunduð yfirhylming og vanþekking á þessum málaflokkum.“ Taktík hans væri sambærileg þeim aðferðum „þegar réttindum öryrkja og eldra fólks er etjað gegn innflytjendum og hælisleitendum.“ Sigmundur beitti aðferðum sem væru „lævísar og slóttugar, og til þess gerðar að grafa undan réttindabaráttu frekar en að vernda fólk.“ Málefni trans fólks Miðflokkurinn Tengdar fréttir Tókust á um baráttu trans fólks og öfgakennda umræðuna Helga Vala Helgadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson komu til Heimis Karlssonar í Sprengisand í morgun til að ræða um mannréttindabaráttu trans fólks, hlutverk Alþingis, örar breytingar á íslenskri tungu og umburðarlyndi í samfélagsumræðunni. 3. júlí 2022 13:41 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Þingmennirnir Helga Vala Helgadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson komu í Sprengisand til Heimis Karlssonar í gær til að ræða um þátt Alþingis í réttindabaráttu fólks, þróun íslenskrar tungu og umburðarlyndi í íslenskri samfélagsumræðu. Eftir þáttinn skrifaði Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og fyrrum formaður Trans Ísland, færslu á Facebook þar sem hún gagnrýndi Sigmund. Í færslunni sagði hún að Sigmundur hafi farið með „alls konar fleipur um lög um kynrænt sjálfræði“ og talað niður til réttindabaráttunnar. Tal hans um að löggjafinn hafi afsalað sér völdum til hópa aktívista væri „stórkostlega mikil þvæla“ og „gríðarleg vanvirðing við það starf sérfræðinga og fagfólks sem kom að smíðum frumvarps um kynrænt sjálfræði.“ Fjölbreyttur hópur fagfólks og sérfræðinga Hún segir að hópurinn sem kom að smíðum frumvarpsins hafi verið „fólk úr grasrótinni, lögfræðingar, kynjafræðingar, félagsfræðingar, siðfræðingar, þingfólk, og sprenglært fólk og aðrir sérfræðingar í málefnum hinsegin fólks.“ Vinnan hafi tekið fjögur ár og það hafi verið ríkt samráð við helstu stofnanir, hagsmunafélög, kvenréttindafélög og önnur mannréttindasamtök. Það að Sigmundur smætti þennan hóp niður í „hóp aktívista“ segir Ugla að lýsi engu nema vanþekkingu og vanþóknun Sigmundar á réttindabaráttu hinsegin fólks. Það væri heldur ekki svo að hópurinn sem ynni að frumvarpinu hefði vald yfir lokaútgáfu þess. Þegar það kæmi til ráðuneytisins færi það úr þeirra höndum. Þá færi frumvarpið inn í nefndir, umræður á Alþingi og loks í atkvæðagreiðslu. Í því ferli breyttist ýmislegt í frumvarpinu og svo þegar kæmi að atkvæðagreiðslu tæki þingfólk meðvitaðar ákvarðanir. Þetta ætti ekki bara við um frumvarp um kynrænt sjálfræði heldur öll frumvörp sem væru unnin í samræði við sérfræðinga á viðeigandi sviðum. Lögin stangist ekkert á við réttindi kvenna Ugla segir einnig að staðhæfingar Sigmundar um að lögin stangist á við réttindi kvenna „auðvitað úr lausu lofti gripin“ enda hafi öll helstu mannréttindasamtök stutt frumvarpið. Þar með talið væri Kvenréttindafélag Íslands sem Trans Ísland væri meðlimur í. Þá segir hún að það hljóti að teljast vandræðalegt fyrir Sigmund að gera sig út fyrir að vera „verndari kvenréttinda“ í ljósi þess að „kynjahalli hafði ekki verið meiri í hans ríkisstjórnartíð en síðan 1999, þar sem eingöngu þrjár af níu ráðherrum voru konur.“ Hún minnist einni á þegar Sigmundur kaus gegn rýmkunum þungunarrofs á sínum tíma og getur því seint talist vera „mikill kvenréttindafrömuður.“ Tilraun hans til að grafa undan réttindabaráttu trans fólks og hinsegin fólks með vísun í kvenréttindi væri því „lítið annað en illa ígrunduð yfirhylming og vanþekking á þessum málaflokkum.“ Taktík hans væri sambærileg þeim aðferðum „þegar réttindum öryrkja og eldra fólks er etjað gegn innflytjendum og hælisleitendum.“ Sigmundur beitti aðferðum sem væru „lævísar og slóttugar, og til þess gerðar að grafa undan réttindabaráttu frekar en að vernda fólk.“
Málefni trans fólks Miðflokkurinn Tengdar fréttir Tókust á um baráttu trans fólks og öfgakennda umræðuna Helga Vala Helgadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson komu til Heimis Karlssonar í Sprengisand í morgun til að ræða um mannréttindabaráttu trans fólks, hlutverk Alþingis, örar breytingar á íslenskri tungu og umburðarlyndi í samfélagsumræðunni. 3. júlí 2022 13:41 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Tókust á um baráttu trans fólks og öfgakennda umræðuna Helga Vala Helgadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson komu til Heimis Karlssonar í Sprengisand í morgun til að ræða um mannréttindabaráttu trans fólks, hlutverk Alþingis, örar breytingar á íslenskri tungu og umburðarlyndi í samfélagsumræðunni. 3. júlí 2022 13:41