Sigmundur grafi undan réttindabaráttu með slóttugum aðferðum Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. júlí 2022 10:23 Ugla Stefanía segir Sigmund Davíð fara með „alls konar fleipur“ þegar kemur að lögum um kynrænt sjálfræði. Aðferðir hans væru „slóttugar og lævísar“ og til þess að grafa undan réttindabaráttu fólks. Samsett mynd Ugla Stefanía, kynjafræðingur, segir Sigmund Davíð, þingmann Miðflokksins, fara með „alls konar fleipur“ um lög um kynrænt sjálfræði og hann tali ítrekað niður til réttindabaráttu og aktívisma. Hún segir Sigmund beita aðferðum sem séu „lævísar og slóttugar, og til þess gerðar að grafa undan réttindabaráttu frekar en að vernda fólk.“ Þingmennirnir Helga Vala Helgadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson komu í Sprengisand til Heimis Karlssonar í gær til að ræða um þátt Alþingis í réttindabaráttu fólks, þróun íslenskrar tungu og umburðarlyndi í íslenskri samfélagsumræðu. Eftir þáttinn skrifaði Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og fyrrum formaður Trans Ísland, færslu á Facebook þar sem hún gagnrýndi Sigmund. Í færslunni sagði hún að Sigmundur hafi farið með „alls konar fleipur um lög um kynrænt sjálfræði“ og talað niður til réttindabaráttunnar. Tal hans um að löggjafinn hafi afsalað sér völdum til hópa aktívista væri „stórkostlega mikil þvæla“ og „gríðarleg vanvirðing við það starf sérfræðinga og fagfólks sem kom að smíðum frumvarps um kynrænt sjálfræði.“ Fjölbreyttur hópur fagfólks og sérfræðinga Hún segir að hópurinn sem kom að smíðum frumvarpsins hafi verið „fólk úr grasrótinni, lögfræðingar, kynjafræðingar, félagsfræðingar, siðfræðingar, þingfólk, og sprenglært fólk og aðrir sérfræðingar í málefnum hinsegin fólks.“ Vinnan hafi tekið fjögur ár og það hafi verið ríkt samráð við helstu stofnanir, hagsmunafélög, kvenréttindafélög og önnur mannréttindasamtök. Það að Sigmundur smætti þennan hóp niður í „hóp aktívista“ segir Ugla að lýsi engu nema vanþekkingu og vanþóknun Sigmundar á réttindabaráttu hinsegin fólks. Það væri heldur ekki svo að hópurinn sem ynni að frumvarpinu hefði vald yfir lokaútgáfu þess. Þegar það kæmi til ráðuneytisins færi það úr þeirra höndum. Þá færi frumvarpið inn í nefndir, umræður á Alþingi og loks í atkvæðagreiðslu. Í því ferli breyttist ýmislegt í frumvarpinu og svo þegar kæmi að atkvæðagreiðslu tæki þingfólk meðvitaðar ákvarðanir. Þetta ætti ekki bara við um frumvarp um kynrænt sjálfræði heldur öll frumvörp sem væru unnin í samræði við sérfræðinga á viðeigandi sviðum. Lögin stangist ekkert á við réttindi kvenna Ugla segir einnig að staðhæfingar Sigmundar um að lögin stangist á við réttindi kvenna „auðvitað úr lausu lofti gripin“ enda hafi öll helstu mannréttindasamtök stutt frumvarpið. Þar með talið væri Kvenréttindafélag Íslands sem Trans Ísland væri meðlimur í. Þá segir hún að það hljóti að teljast vandræðalegt fyrir Sigmund að gera sig út fyrir að vera „verndari kvenréttinda“ í ljósi þess að „kynjahalli hafði ekki verið meiri í hans ríkisstjórnartíð en síðan 1999, þar sem eingöngu þrjár af níu ráðherrum voru konur.“ Hún minnist einni á þegar Sigmundur kaus gegn rýmkunum þungunarrofs á sínum tíma og getur því seint talist vera „mikill kvenréttindafrömuður.“ Tilraun hans til að grafa undan réttindabaráttu trans fólks og hinsegin fólks með vísun í kvenréttindi væri því „lítið annað en illa ígrunduð yfirhylming og vanþekking á þessum málaflokkum.“ Taktík hans væri sambærileg þeim aðferðum „þegar réttindum öryrkja og eldra fólks er etjað gegn innflytjendum og hælisleitendum.“ Sigmundur beitti aðferðum sem væru „lævísar og slóttugar, og til þess gerðar að grafa undan réttindabaráttu frekar en að vernda fólk.“ Málefni trans fólks Miðflokkurinn Tengdar fréttir Tókust á um baráttu trans fólks og öfgakennda umræðuna Helga Vala Helgadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson komu til Heimis Karlssonar í Sprengisand í morgun til að ræða um mannréttindabaráttu trans fólks, hlutverk Alþingis, örar breytingar á íslenskri tungu og umburðarlyndi í samfélagsumræðunni. 3. júlí 2022 13:41 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira
Þingmennirnir Helga Vala Helgadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson komu í Sprengisand til Heimis Karlssonar í gær til að ræða um þátt Alþingis í réttindabaráttu fólks, þróun íslenskrar tungu og umburðarlyndi í íslenskri samfélagsumræðu. Eftir þáttinn skrifaði Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og fyrrum formaður Trans Ísland, færslu á Facebook þar sem hún gagnrýndi Sigmund. Í færslunni sagði hún að Sigmundur hafi farið með „alls konar fleipur um lög um kynrænt sjálfræði“ og talað niður til réttindabaráttunnar. Tal hans um að löggjafinn hafi afsalað sér völdum til hópa aktívista væri „stórkostlega mikil þvæla“ og „gríðarleg vanvirðing við það starf sérfræðinga og fagfólks sem kom að smíðum frumvarps um kynrænt sjálfræði.“ Fjölbreyttur hópur fagfólks og sérfræðinga Hún segir að hópurinn sem kom að smíðum frumvarpsins hafi verið „fólk úr grasrótinni, lögfræðingar, kynjafræðingar, félagsfræðingar, siðfræðingar, þingfólk, og sprenglært fólk og aðrir sérfræðingar í málefnum hinsegin fólks.“ Vinnan hafi tekið fjögur ár og það hafi verið ríkt samráð við helstu stofnanir, hagsmunafélög, kvenréttindafélög og önnur mannréttindasamtök. Það að Sigmundur smætti þennan hóp niður í „hóp aktívista“ segir Ugla að lýsi engu nema vanþekkingu og vanþóknun Sigmundar á réttindabaráttu hinsegin fólks. Það væri heldur ekki svo að hópurinn sem ynni að frumvarpinu hefði vald yfir lokaútgáfu þess. Þegar það kæmi til ráðuneytisins færi það úr þeirra höndum. Þá færi frumvarpið inn í nefndir, umræður á Alþingi og loks í atkvæðagreiðslu. Í því ferli breyttist ýmislegt í frumvarpinu og svo þegar kæmi að atkvæðagreiðslu tæki þingfólk meðvitaðar ákvarðanir. Þetta ætti ekki bara við um frumvarp um kynrænt sjálfræði heldur öll frumvörp sem væru unnin í samræði við sérfræðinga á viðeigandi sviðum. Lögin stangist ekkert á við réttindi kvenna Ugla segir einnig að staðhæfingar Sigmundar um að lögin stangist á við réttindi kvenna „auðvitað úr lausu lofti gripin“ enda hafi öll helstu mannréttindasamtök stutt frumvarpið. Þar með talið væri Kvenréttindafélag Íslands sem Trans Ísland væri meðlimur í. Þá segir hún að það hljóti að teljast vandræðalegt fyrir Sigmund að gera sig út fyrir að vera „verndari kvenréttinda“ í ljósi þess að „kynjahalli hafði ekki verið meiri í hans ríkisstjórnartíð en síðan 1999, þar sem eingöngu þrjár af níu ráðherrum voru konur.“ Hún minnist einni á þegar Sigmundur kaus gegn rýmkunum þungunarrofs á sínum tíma og getur því seint talist vera „mikill kvenréttindafrömuður.“ Tilraun hans til að grafa undan réttindabaráttu trans fólks og hinsegin fólks með vísun í kvenréttindi væri því „lítið annað en illa ígrunduð yfirhylming og vanþekking á þessum málaflokkum.“ Taktík hans væri sambærileg þeim aðferðum „þegar réttindum öryrkja og eldra fólks er etjað gegn innflytjendum og hælisleitendum.“ Sigmundur beitti aðferðum sem væru „lævísar og slóttugar, og til þess gerðar að grafa undan réttindabaráttu frekar en að vernda fólk.“
Málefni trans fólks Miðflokkurinn Tengdar fréttir Tókust á um baráttu trans fólks og öfgakennda umræðuna Helga Vala Helgadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson komu til Heimis Karlssonar í Sprengisand í morgun til að ræða um mannréttindabaráttu trans fólks, hlutverk Alþingis, örar breytingar á íslenskri tungu og umburðarlyndi í samfélagsumræðunni. 3. júlí 2022 13:41 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira
Tókust á um baráttu trans fólks og öfgakennda umræðuna Helga Vala Helgadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson komu til Heimis Karlssonar í Sprengisand í morgun til að ræða um mannréttindabaráttu trans fólks, hlutverk Alþingis, örar breytingar á íslenskri tungu og umburðarlyndi í samfélagsumræðunni. 3. júlí 2022 13:41