Sara um vonbrigðin að missa af heimsleikunum: Einu mistökin er að reyna ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2022 08:31 Sara Sigmundsdóttir var langt frá því að komast í gegnum Last-Chance Qualifier mótið og verður því ekki með á heimsleikunum í ár. Instagram/@sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir verður ekki með á heimsleikunum í CrossFit í ár. Hún náði bara tólfta sætinu í Last-Chance Qualifier mótinu þar sem tvö efstu sætin tryggðu farseðil á heimsleikana. Sara náði öðru sætinu í einni af fjórum greinunum en í hinum þremur var hún í tíunda sæti eða neðar. Það þýddi að hún endaði með 237 stig og var heilum 103 stigum frá því að tryggja sig inn á heimsleikana. Sara missti af öllu síðasta tímabil vegna krossbandsslits en kom til baka í ár. Hún er ekkert búinn að gefa upp vonina þrátt fyrir mikið mótlæti að undanförnu. Með sérstaka þulu Sara gerði upp Last-Chance Qualifier mótið og vonbrigðin í færslu á samfélagsmiðlum sínum. „Einu mistökin er að reyna ekki,“ byrjaði Sara Sigmundsdóttir pistil sinn á Instagram reikningi sínum. „Þetta hefur þulan mín þegar ég hef efast um getu mína og viljað hætta vegna hræðslu, pressu eða neikvæða hugsana sem poppa upp í huga minn. Ég set mér alltaf krefjandi markmið og að þessu sinni náði ég þeim ekki. Það er í fínu lagi,“ skrifaði Sara. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Ég hef verið í keppni við tímann við að byggja mig upp á ný og við að undirbúa mig til keppa á því getustigi ég verð að vera á. Ég er bara ekki kominn þangað aftur,“ skrifaði Sara. Átta mig á því hversu heppin er „Á meðan þessu tímabili hefur staðið þá hef ég ítrekað gleymt að huga um hversu langt ég var komin af því að ég var heltekin af draumnum sem ég var að elta. Núna eftir að tímabilið mitt er búið þá átta ég mig enn frekar á því hversu heppin ég er,“ skrifaði Sara. „Ég er svo heppin að vera með lið sem trúir á mig, gefur mér rétta sjónarhornið og minnir mig á hver ég sé og hvað ég get. Ég hef fólk í mínu horni sem rífur mig upp þegar ég er langt niðri og pressa líka á mig ég þarf á á því að halda,“ skrifaði Sara. Einbeitt og þolinmóð Sara sér ekki eftir að hafa flutt sig yfir til Georgíu fylkis í Bandaríkjunum og þakkar aðstoðarfólki sínu í Alpharetta. „Ég fann fyrir sterkum tengslum frá fyrsta degi og ég veit að ef ég held áfram á þessari braut, verð einbeitt og þolinmóð, þá mun ég komast þangað sem ég vil komast,“ skrifaði Sara. „Ég mun taka nokkra daga í frí. Hvíla mig og jafna mig. Síðan er það bara fulla ferð áfram. Sjáumst fljótlega,“ skrifaði Sara. Hún skrifaði pistilinn á ensku og hann má sjá hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Sjá meira
Sara náði öðru sætinu í einni af fjórum greinunum en í hinum þremur var hún í tíunda sæti eða neðar. Það þýddi að hún endaði með 237 stig og var heilum 103 stigum frá því að tryggja sig inn á heimsleikana. Sara missti af öllu síðasta tímabil vegna krossbandsslits en kom til baka í ár. Hún er ekkert búinn að gefa upp vonina þrátt fyrir mikið mótlæti að undanförnu. Með sérstaka þulu Sara gerði upp Last-Chance Qualifier mótið og vonbrigðin í færslu á samfélagsmiðlum sínum. „Einu mistökin er að reyna ekki,“ byrjaði Sara Sigmundsdóttir pistil sinn á Instagram reikningi sínum. „Þetta hefur þulan mín þegar ég hef efast um getu mína og viljað hætta vegna hræðslu, pressu eða neikvæða hugsana sem poppa upp í huga minn. Ég set mér alltaf krefjandi markmið og að þessu sinni náði ég þeim ekki. Það er í fínu lagi,“ skrifaði Sara. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Ég hef verið í keppni við tímann við að byggja mig upp á ný og við að undirbúa mig til keppa á því getustigi ég verð að vera á. Ég er bara ekki kominn þangað aftur,“ skrifaði Sara. Átta mig á því hversu heppin er „Á meðan þessu tímabili hefur staðið þá hef ég ítrekað gleymt að huga um hversu langt ég var komin af því að ég var heltekin af draumnum sem ég var að elta. Núna eftir að tímabilið mitt er búið þá átta ég mig enn frekar á því hversu heppin ég er,“ skrifaði Sara. „Ég er svo heppin að vera með lið sem trúir á mig, gefur mér rétta sjónarhornið og minnir mig á hver ég sé og hvað ég get. Ég hef fólk í mínu horni sem rífur mig upp þegar ég er langt niðri og pressa líka á mig ég þarf á á því að halda,“ skrifaði Sara. Einbeitt og þolinmóð Sara sér ekki eftir að hafa flutt sig yfir til Georgíu fylkis í Bandaríkjunum og þakkar aðstoðarfólki sínu í Alpharetta. „Ég fann fyrir sterkum tengslum frá fyrsta degi og ég veit að ef ég held áfram á þessari braut, verð einbeitt og þolinmóð, þá mun ég komast þangað sem ég vil komast,“ skrifaði Sara. „Ég mun taka nokkra daga í frí. Hvíla mig og jafna mig. Síðan er það bara fulla ferð áfram. Sjáumst fljótlega,“ skrifaði Sara. Hún skrifaði pistilinn á ensku og hann má sjá hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Sjá meira