Sara um vonbrigðin að missa af heimsleikunum: Einu mistökin er að reyna ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2022 08:31 Sara Sigmundsdóttir var langt frá því að komast í gegnum Last-Chance Qualifier mótið og verður því ekki með á heimsleikunum í ár. Instagram/@sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir verður ekki með á heimsleikunum í CrossFit í ár. Hún náði bara tólfta sætinu í Last-Chance Qualifier mótinu þar sem tvö efstu sætin tryggðu farseðil á heimsleikana. Sara náði öðru sætinu í einni af fjórum greinunum en í hinum þremur var hún í tíunda sæti eða neðar. Það þýddi að hún endaði með 237 stig og var heilum 103 stigum frá því að tryggja sig inn á heimsleikana. Sara missti af öllu síðasta tímabil vegna krossbandsslits en kom til baka í ár. Hún er ekkert búinn að gefa upp vonina þrátt fyrir mikið mótlæti að undanförnu. Með sérstaka þulu Sara gerði upp Last-Chance Qualifier mótið og vonbrigðin í færslu á samfélagsmiðlum sínum. „Einu mistökin er að reyna ekki,“ byrjaði Sara Sigmundsdóttir pistil sinn á Instagram reikningi sínum. „Þetta hefur þulan mín þegar ég hef efast um getu mína og viljað hætta vegna hræðslu, pressu eða neikvæða hugsana sem poppa upp í huga minn. Ég set mér alltaf krefjandi markmið og að þessu sinni náði ég þeim ekki. Það er í fínu lagi,“ skrifaði Sara. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Ég hef verið í keppni við tímann við að byggja mig upp á ný og við að undirbúa mig til keppa á því getustigi ég verð að vera á. Ég er bara ekki kominn þangað aftur,“ skrifaði Sara. Átta mig á því hversu heppin er „Á meðan þessu tímabili hefur staðið þá hef ég ítrekað gleymt að huga um hversu langt ég var komin af því að ég var heltekin af draumnum sem ég var að elta. Núna eftir að tímabilið mitt er búið þá átta ég mig enn frekar á því hversu heppin ég er,“ skrifaði Sara. „Ég er svo heppin að vera með lið sem trúir á mig, gefur mér rétta sjónarhornið og minnir mig á hver ég sé og hvað ég get. Ég hef fólk í mínu horni sem rífur mig upp þegar ég er langt niðri og pressa líka á mig ég þarf á á því að halda,“ skrifaði Sara. Einbeitt og þolinmóð Sara sér ekki eftir að hafa flutt sig yfir til Georgíu fylkis í Bandaríkjunum og þakkar aðstoðarfólki sínu í Alpharetta. „Ég fann fyrir sterkum tengslum frá fyrsta degi og ég veit að ef ég held áfram á þessari braut, verð einbeitt og þolinmóð, þá mun ég komast þangað sem ég vil komast,“ skrifaði Sara. „Ég mun taka nokkra daga í frí. Hvíla mig og jafna mig. Síðan er það bara fulla ferð áfram. Sjáumst fljótlega,“ skrifaði Sara. Hún skrifaði pistilinn á ensku og hann má sjá hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sjá meira
Sara náði öðru sætinu í einni af fjórum greinunum en í hinum þremur var hún í tíunda sæti eða neðar. Það þýddi að hún endaði með 237 stig og var heilum 103 stigum frá því að tryggja sig inn á heimsleikana. Sara missti af öllu síðasta tímabil vegna krossbandsslits en kom til baka í ár. Hún er ekkert búinn að gefa upp vonina þrátt fyrir mikið mótlæti að undanförnu. Með sérstaka þulu Sara gerði upp Last-Chance Qualifier mótið og vonbrigðin í færslu á samfélagsmiðlum sínum. „Einu mistökin er að reyna ekki,“ byrjaði Sara Sigmundsdóttir pistil sinn á Instagram reikningi sínum. „Þetta hefur þulan mín þegar ég hef efast um getu mína og viljað hætta vegna hræðslu, pressu eða neikvæða hugsana sem poppa upp í huga minn. Ég set mér alltaf krefjandi markmið og að þessu sinni náði ég þeim ekki. Það er í fínu lagi,“ skrifaði Sara. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Ég hef verið í keppni við tímann við að byggja mig upp á ný og við að undirbúa mig til keppa á því getustigi ég verð að vera á. Ég er bara ekki kominn þangað aftur,“ skrifaði Sara. Átta mig á því hversu heppin er „Á meðan þessu tímabili hefur staðið þá hef ég ítrekað gleymt að huga um hversu langt ég var komin af því að ég var heltekin af draumnum sem ég var að elta. Núna eftir að tímabilið mitt er búið þá átta ég mig enn frekar á því hversu heppin ég er,“ skrifaði Sara. „Ég er svo heppin að vera með lið sem trúir á mig, gefur mér rétta sjónarhornið og minnir mig á hver ég sé og hvað ég get. Ég hef fólk í mínu horni sem rífur mig upp þegar ég er langt niðri og pressa líka á mig ég þarf á á því að halda,“ skrifaði Sara. Einbeitt og þolinmóð Sara sér ekki eftir að hafa flutt sig yfir til Georgíu fylkis í Bandaríkjunum og þakkar aðstoðarfólki sínu í Alpharetta. „Ég fann fyrir sterkum tengslum frá fyrsta degi og ég veit að ef ég held áfram á þessari braut, verð einbeitt og þolinmóð, þá mun ég komast þangað sem ég vil komast,“ skrifaði Sara. „Ég mun taka nokkra daga í frí. Hvíla mig og jafna mig. Síðan er það bara fulla ferð áfram. Sjáumst fljótlega,“ skrifaði Sara. Hún skrifaði pistilinn á ensku og hann má sjá hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sjá meira