Kerfið traðkar á fötluðu fólki segja foreldrar á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. júlí 2022 20:06 Foreldrar á Selfossi lýsa hneykslun sinni á kerfinu, sem traðki á fjölfatlaðri dóttur þeirra, sem varð nýlega 18 ára og því lögráða. Þá var lokað á allt á þau í sambandi við hennar mál og nú er staðan sú að þau þurfa að fá skriflegt umboð frá dóttur sinni um að þau séu hæf til að annast hennar mál. Dóttir þeirra getur ekki skrifað né tjáð sig. Hér erum við að tala um Selfyssinginn Önnu Báru, sem fréttamaður hitti með foreldrum sínum, þeim Magnúsi Gíslasyni og Kristínu Traustadóttur í Tryggvagarð á Selfossi. Anna Bára varð 18 ára í byrjun apríl og þá orðin fullorðin í skilningi laga. Þá fóru hlutirnir að flækjast, samkvæmt kerfinu er hún núna orðin sjálfstæði og á að geta séð um öll sín mál sjálf, þrátt fyrir mikla fötlun og aðstoð við allar athafnir daglegs lífs. „Regluverkið í kringum það fyrir einstakling eins og Önnu Báru 18 ára er bara svo flókið að það skilur engin neitt og það getur engin leiðbeint manni í gegnum þetta með góðu móti. Maður rekst alls staðar á veggi eins og maður sé fyrsti og eini einstaklingurinn í þessari stöðu,“ segir Kristín. Magnús, Kristín og Anna Bára í Tryggvagarði á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýlega fóru Magnús og Kristín í það að stofna bankareikning fyrir Önnu Báru þannig að örorkubæturnar hennar færu inn á reikninginn. Þau þurftu fyrst nokkur vottorð til að sanna að þau væru foreldrar hennar og eftir það var reikningurinn stofnaður og örorkubæturnar farnar að koma inn. Nei, nú kom babb í bátinn. „Já, þá stoppar það allt því að við getum ekki tekið áreiðanleikakönnun af því að við erum ekki búin að fara á eitthvað námskeið, sem persónulegir talsmenn, sem haldið er að réttindargæslu fatlaðra,“ bætir Kristín við. Námskeiðið átti að vera á Seltjarnarnesi en nú er komið í ljós að það er ekki hægt að halda námskeiðið vegna persónuverndarlaga. „Þá áttum við að koma skriflegu umboði til þeirra frá Önnu Báru þar sem hún lýsir því yfir að við séum hæf til að annast hennar mál á meðan þetta námskeið er ekki haldið,“ segir Kristín. Foreldrarnir segja að Anna Bára sé ekki að fara að skrifa undir neitt enda getur hún ekki skrifað út af fötlun sinni eða tjáð sig á annan hátt. Á meðan er bankareikningurinn lokaður og algjör pattstaða í málinu. „Það er svo voðalega verið að passa upp á réttindi einstaklingsins að það er bara traðkað á þeim í leiðinni,“ segir Kristín enn fremur. Magnús og Kristín, sem ætla að halda áfram að berjast i málum dóttur sinnar, Önnu Báru.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Hér erum við að tala um Selfyssinginn Önnu Báru, sem fréttamaður hitti með foreldrum sínum, þeim Magnúsi Gíslasyni og Kristínu Traustadóttur í Tryggvagarð á Selfossi. Anna Bára varð 18 ára í byrjun apríl og þá orðin fullorðin í skilningi laga. Þá fóru hlutirnir að flækjast, samkvæmt kerfinu er hún núna orðin sjálfstæði og á að geta séð um öll sín mál sjálf, þrátt fyrir mikla fötlun og aðstoð við allar athafnir daglegs lífs. „Regluverkið í kringum það fyrir einstakling eins og Önnu Báru 18 ára er bara svo flókið að það skilur engin neitt og það getur engin leiðbeint manni í gegnum þetta með góðu móti. Maður rekst alls staðar á veggi eins og maður sé fyrsti og eini einstaklingurinn í þessari stöðu,“ segir Kristín. Magnús, Kristín og Anna Bára í Tryggvagarði á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýlega fóru Magnús og Kristín í það að stofna bankareikning fyrir Önnu Báru þannig að örorkubæturnar hennar færu inn á reikninginn. Þau þurftu fyrst nokkur vottorð til að sanna að þau væru foreldrar hennar og eftir það var reikningurinn stofnaður og örorkubæturnar farnar að koma inn. Nei, nú kom babb í bátinn. „Já, þá stoppar það allt því að við getum ekki tekið áreiðanleikakönnun af því að við erum ekki búin að fara á eitthvað námskeið, sem persónulegir talsmenn, sem haldið er að réttindargæslu fatlaðra,“ bætir Kristín við. Námskeiðið átti að vera á Seltjarnarnesi en nú er komið í ljós að það er ekki hægt að halda námskeiðið vegna persónuverndarlaga. „Þá áttum við að koma skriflegu umboði til þeirra frá Önnu Báru þar sem hún lýsir því yfir að við séum hæf til að annast hennar mál á meðan þetta námskeið er ekki haldið,“ segir Kristín. Foreldrarnir segja að Anna Bára sé ekki að fara að skrifa undir neitt enda getur hún ekki skrifað út af fötlun sinni eða tjáð sig á annan hátt. Á meðan er bankareikningurinn lokaður og algjör pattstaða í málinu. „Það er svo voðalega verið að passa upp á réttindi einstaklingsins að það er bara traðkað á þeim í leiðinni,“ segir Kristín enn fremur. Magnús og Kristín, sem ætla að halda áfram að berjast i málum dóttur sinnar, Önnu Báru.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira