Meira um leikinn sjálfan hér á meðan það má sjá frábærar myndir sem Hulda Margrét, ljósmyndari Vísis, tók í Ólafssal í gærkvöld.


































Ísland vann hreint út sagt stórkostlegan eins stigs sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023, lokatölur 67-66.
Meira um leikinn sjálfan hér á meðan það má sjá frábærar myndir sem Hulda Margrét, ljósmyndari Vísis, tók í Ólafssal í gærkvöld.
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök.
Elvar Már Friðriksson átti frábærar lokamínútur í sigri Íslands gegn Hollandi í kvöld og skoraði nánast að vild og körfur í öllum regnbogans litum þar sem hann sprengdi vörn Hollendinga ítrekað upp með hraða sínum. Elvar setti 12 af 20 stigum sínum í 4. leikhlutanum og áttu Hollendingar fá svör við tilþrifum hans.