Innlent

Segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Arnar Grant.
Arnar Grant.

Arnar Grant, einkaþjálfari, segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum í tengslum við mál Vítalíu Lazarevu. Mennirnir þrír hafi átt frumkvæðið að því að ná sáttum með greiðslu.

Arnar var í viðtali hjá RÚV í kvöld þar sem hann greinir meðal annars frá ofangreindu. Ari Edwald, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson hafa allir kært hann og Vítalíu fyrir tilraun til fjárkúgunar, hótanir og brot gegn friðhelgi einkalífsins.

„Þeir hafa sjálfir sagt að þeim hafi verið nauðugur einn kostur svo að öll gögn kæmu fram í málinu. Það er líklega aðalástæðan fyrir þessari kæru á hendur mér. Ég hef ekki hótað né kúgað neinn, hvorki í þessu máli né öðru,“ segir Arnar.

Arnar kannast við það að hafa átt í viðræðum við lögmann mannanna um sáttargreiðslur. Mennirnir þrír hafi þó átt frumkvæði að fundinum. Hann segist ekki kannast við upphæðina 150 milljónir sem honum og Vítalíu er gefið að sök að hafa reynt að fá frá mönnunum.

Mennirnir þrír eiga að hafa brotið á Vítalíu í sumarbústaðaferð sem þeir voru í ásamt Arnari. Hún kom þangað að hitta hann og fóru þau öll saman nakin í heitapott. Vítalía segir að þar hafi mennirnir brotið á sér. Arnar segir að allir hafi verið nokkuð ölvaðir þarna.

„Við vorum ekki par, ég þekkti hana mjög lítið þarna. Það var mikil ölvun í gangi, ég er ekki sérfræðingur í svona málum og get ekki sagt nákvæmlega til um hvað er brot og hvað er ekki brot. En vissulega voru menn óviðeigandi og gengu allt of langt í þeim efnum.“


Tengdar fréttir

Arnar vísar að­dróttunum um fjár­kúgun á bug

Arnar Grant segir kæru Ara Edwald, Hreggviðs Jónssonar og Þórðar Más Jóhannessonar á hendur honum og Vítalíu Lazarevu vera fráleita tilraun til að afvegaleiða umræðu um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×