Gera allt til að vinna úr aðstæðunum Bjarki Sigurðsson skrifar 1. júlí 2022 17:44 Bogi segir að starfsfólk Icelandair fylgist vel með þeirri umræðu sem á sér stað í hópnum. Vísir/Egill Það hefur verið mikil áskorun fyrir Icelandair að halda uppi ásættanlegri flugáætlun innanlands samkvæmt Boga Nils Bogasyni, forstjóra flugfélagsins. Verið sé að gera allt sem hægt er að til að vinna úr aðstæðunum. Í færslu sem Bogi birti í Facebook-hópnum „Dýrt innanlandsflug. Þín upplifun“ í dag segir að Icelandair sé að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna úr þeim aðstæðum sem flugfélagið stendur frammi fyrir þessa dagana. Í gær bárust fregnir af því að tvær af vélum þeirra sem notaðar eru í innihaldsflug væru bilaðar og tafir á brottför eru orðnar ansi algengar. „Að stuðla að góðum flugsamgöngum innanlands og veita góða þjónustu skiptir okkur miklu máli. Undanfarið höfum við staðið frammi fyrir miklum áskorunum við að halda uppi ásættanlegri flugáætlun hér innanlands. Í upphafi árs hafði veðrið talsverð áhrif. Undanfarið hafa tafir á afhendingu flugvéla úr viðhaldsskoðunum vegna aðstæðna í heiminum eftir faraldurinn sem og óvænt tæknileg vandamál vegið þyngst. Þetta hefur minnkað sveigjanleikann í flotanum hjá okkur á sama tíma og eftirspurn hefur aukist hratt í innanlandsfluginu,“ segir Bogi. Facebook-hópurinn Dýrt innanlandsflug. Þín upplifun inniheldur tæplega átta þúsund meðlimi. Þar er bæði rætt um hátt verð og almennt um innanlandsflugin. Sögum af seinkunum á innanlandsflugi hefur fjölgað upp á síðkastið. Bogi segir að starfsfólk Icelandair fylgist vel með þeirri umræðu sem á sér stað í hópnum. „Það lítur út fyrir áframhaldandi áskoranir en það er ávallt í forgangi hjá okkur að koma öllum farþegum á sinn áfangastað. Við skiljum ykkar aðstæður og vinnum að því að gera þjónustu í innanlandsflugi betri.“ Hér fyrir neðan má lesa færslu Boga í heild sinni. Sæl öll Fyrir hönd okkar hjá Icelandair langar mig að fullvissa ykkur um að við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna úr þeim aðstæðum sem við stöndum frammi fyrir þessa dagana. Að stuðla að góðum flugsamgöngum innanlands og veita góða þjónustu skiptir okkur miklu máli. Undanfarið höfum við staðið frammi fyrir miklum áskorunum við að halda uppi ásættanlegri flugáætlun hér innanlands. Í upphafi árs hafði veðrið talsverð áhrif. Undanfarið hafa tafir á afhendingu flugvéla úr viðhaldsskoðunum vegna aðstæðna í heiminum eftir faraldurinn sem og óvænt tæknileg vandamál vegið þyngst. Þetta hefur minnkað sveigjanleikann í flotanum hjá okkur á sama tíma og eftirspurn hefur aukist hratt í innanlandsfluginu. Mig langar að láta ykkur vita að umræðan hér fer ekki fram hjá okkur og fullvissa ykkur um að okkar fólk vinnur hörðum höndum á öllum vígstöðum við að leysa úr stöðunni. Það lítur út fyrir áframhaldandi áskoranir en það er ávallt í forgangi hjá okkur að koma öllum farþegum á sinn áfangastað. Við skiljum ykkar aðstæður og vinnum að því að gera þjónustu í innanlandsflugi betri. Kveðja, Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Fréttir af flugi Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Í færslu sem Bogi birti í Facebook-hópnum „Dýrt innanlandsflug. Þín upplifun“ í dag segir að Icelandair sé að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna úr þeim aðstæðum sem flugfélagið stendur frammi fyrir þessa dagana. Í gær bárust fregnir af því að tvær af vélum þeirra sem notaðar eru í innihaldsflug væru bilaðar og tafir á brottför eru orðnar ansi algengar. „Að stuðla að góðum flugsamgöngum innanlands og veita góða þjónustu skiptir okkur miklu máli. Undanfarið höfum við staðið frammi fyrir miklum áskorunum við að halda uppi ásættanlegri flugáætlun hér innanlands. Í upphafi árs hafði veðrið talsverð áhrif. Undanfarið hafa tafir á afhendingu flugvéla úr viðhaldsskoðunum vegna aðstæðna í heiminum eftir faraldurinn sem og óvænt tæknileg vandamál vegið þyngst. Þetta hefur minnkað sveigjanleikann í flotanum hjá okkur á sama tíma og eftirspurn hefur aukist hratt í innanlandsfluginu,“ segir Bogi. Facebook-hópurinn Dýrt innanlandsflug. Þín upplifun inniheldur tæplega átta þúsund meðlimi. Þar er bæði rætt um hátt verð og almennt um innanlandsflugin. Sögum af seinkunum á innanlandsflugi hefur fjölgað upp á síðkastið. Bogi segir að starfsfólk Icelandair fylgist vel með þeirri umræðu sem á sér stað í hópnum. „Það lítur út fyrir áframhaldandi áskoranir en það er ávallt í forgangi hjá okkur að koma öllum farþegum á sinn áfangastað. Við skiljum ykkar aðstæður og vinnum að því að gera þjónustu í innanlandsflugi betri.“ Hér fyrir neðan má lesa færslu Boga í heild sinni. Sæl öll Fyrir hönd okkar hjá Icelandair langar mig að fullvissa ykkur um að við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna úr þeim aðstæðum sem við stöndum frammi fyrir þessa dagana. Að stuðla að góðum flugsamgöngum innanlands og veita góða þjónustu skiptir okkur miklu máli. Undanfarið höfum við staðið frammi fyrir miklum áskorunum við að halda uppi ásættanlegri flugáætlun hér innanlands. Í upphafi árs hafði veðrið talsverð áhrif. Undanfarið hafa tafir á afhendingu flugvéla úr viðhaldsskoðunum vegna aðstæðna í heiminum eftir faraldurinn sem og óvænt tæknileg vandamál vegið þyngst. Þetta hefur minnkað sveigjanleikann í flotanum hjá okkur á sama tíma og eftirspurn hefur aukist hratt í innanlandsfluginu. Mig langar að láta ykkur vita að umræðan hér fer ekki fram hjá okkur og fullvissa ykkur um að okkar fólk vinnur hörðum höndum á öllum vígstöðum við að leysa úr stöðunni. Það lítur út fyrir áframhaldandi áskoranir en það er ávallt í forgangi hjá okkur að koma öllum farþegum á sinn áfangastað. Við skiljum ykkar aðstæður og vinnum að því að gera þjónustu í innanlandsflugi betri. Kveðja, Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair
Sæl öll Fyrir hönd okkar hjá Icelandair langar mig að fullvissa ykkur um að við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna úr þeim aðstæðum sem við stöndum frammi fyrir þessa dagana. Að stuðla að góðum flugsamgöngum innanlands og veita góða þjónustu skiptir okkur miklu máli. Undanfarið höfum við staðið frammi fyrir miklum áskorunum við að halda uppi ásættanlegri flugáætlun hér innanlands. Í upphafi árs hafði veðrið talsverð áhrif. Undanfarið hafa tafir á afhendingu flugvéla úr viðhaldsskoðunum vegna aðstæðna í heiminum eftir faraldurinn sem og óvænt tæknileg vandamál vegið þyngst. Þetta hefur minnkað sveigjanleikann í flotanum hjá okkur á sama tíma og eftirspurn hefur aukist hratt í innanlandsfluginu. Mig langar að láta ykkur vita að umræðan hér fer ekki fram hjá okkur og fullvissa ykkur um að okkar fólk vinnur hörðum höndum á öllum vígstöðum við að leysa úr stöðunni. Það lítur út fyrir áframhaldandi áskoranir en það er ávallt í forgangi hjá okkur að koma öllum farþegum á sinn áfangastað. Við skiljum ykkar aðstæður og vinnum að því að gera þjónustu í innanlandsflugi betri. Kveðja, Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair
Fréttir af flugi Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira