Gera allt til að vinna úr aðstæðunum Bjarki Sigurðsson skrifar 1. júlí 2022 17:44 Bogi segir að starfsfólk Icelandair fylgist vel með þeirri umræðu sem á sér stað í hópnum. Vísir/Egill Það hefur verið mikil áskorun fyrir Icelandair að halda uppi ásættanlegri flugáætlun innanlands samkvæmt Boga Nils Bogasyni, forstjóra flugfélagsins. Verið sé að gera allt sem hægt er að til að vinna úr aðstæðunum. Í færslu sem Bogi birti í Facebook-hópnum „Dýrt innanlandsflug. Þín upplifun“ í dag segir að Icelandair sé að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna úr þeim aðstæðum sem flugfélagið stendur frammi fyrir þessa dagana. Í gær bárust fregnir af því að tvær af vélum þeirra sem notaðar eru í innihaldsflug væru bilaðar og tafir á brottför eru orðnar ansi algengar. „Að stuðla að góðum flugsamgöngum innanlands og veita góða þjónustu skiptir okkur miklu máli. Undanfarið höfum við staðið frammi fyrir miklum áskorunum við að halda uppi ásættanlegri flugáætlun hér innanlands. Í upphafi árs hafði veðrið talsverð áhrif. Undanfarið hafa tafir á afhendingu flugvéla úr viðhaldsskoðunum vegna aðstæðna í heiminum eftir faraldurinn sem og óvænt tæknileg vandamál vegið þyngst. Þetta hefur minnkað sveigjanleikann í flotanum hjá okkur á sama tíma og eftirspurn hefur aukist hratt í innanlandsfluginu,“ segir Bogi. Facebook-hópurinn Dýrt innanlandsflug. Þín upplifun inniheldur tæplega átta þúsund meðlimi. Þar er bæði rætt um hátt verð og almennt um innanlandsflugin. Sögum af seinkunum á innanlandsflugi hefur fjölgað upp á síðkastið. Bogi segir að starfsfólk Icelandair fylgist vel með þeirri umræðu sem á sér stað í hópnum. „Það lítur út fyrir áframhaldandi áskoranir en það er ávallt í forgangi hjá okkur að koma öllum farþegum á sinn áfangastað. Við skiljum ykkar aðstæður og vinnum að því að gera þjónustu í innanlandsflugi betri.“ Hér fyrir neðan má lesa færslu Boga í heild sinni. Sæl öll Fyrir hönd okkar hjá Icelandair langar mig að fullvissa ykkur um að við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna úr þeim aðstæðum sem við stöndum frammi fyrir þessa dagana. Að stuðla að góðum flugsamgöngum innanlands og veita góða þjónustu skiptir okkur miklu máli. Undanfarið höfum við staðið frammi fyrir miklum áskorunum við að halda uppi ásættanlegri flugáætlun hér innanlands. Í upphafi árs hafði veðrið talsverð áhrif. Undanfarið hafa tafir á afhendingu flugvéla úr viðhaldsskoðunum vegna aðstæðna í heiminum eftir faraldurinn sem og óvænt tæknileg vandamál vegið þyngst. Þetta hefur minnkað sveigjanleikann í flotanum hjá okkur á sama tíma og eftirspurn hefur aukist hratt í innanlandsfluginu. Mig langar að láta ykkur vita að umræðan hér fer ekki fram hjá okkur og fullvissa ykkur um að okkar fólk vinnur hörðum höndum á öllum vígstöðum við að leysa úr stöðunni. Það lítur út fyrir áframhaldandi áskoranir en það er ávallt í forgangi hjá okkur að koma öllum farþegum á sinn áfangastað. Við skiljum ykkar aðstæður og vinnum að því að gera þjónustu í innanlandsflugi betri. Kveðja, Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Fréttir af flugi Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Sjá meira
Í færslu sem Bogi birti í Facebook-hópnum „Dýrt innanlandsflug. Þín upplifun“ í dag segir að Icelandair sé að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna úr þeim aðstæðum sem flugfélagið stendur frammi fyrir þessa dagana. Í gær bárust fregnir af því að tvær af vélum þeirra sem notaðar eru í innihaldsflug væru bilaðar og tafir á brottför eru orðnar ansi algengar. „Að stuðla að góðum flugsamgöngum innanlands og veita góða þjónustu skiptir okkur miklu máli. Undanfarið höfum við staðið frammi fyrir miklum áskorunum við að halda uppi ásættanlegri flugáætlun hér innanlands. Í upphafi árs hafði veðrið talsverð áhrif. Undanfarið hafa tafir á afhendingu flugvéla úr viðhaldsskoðunum vegna aðstæðna í heiminum eftir faraldurinn sem og óvænt tæknileg vandamál vegið þyngst. Þetta hefur minnkað sveigjanleikann í flotanum hjá okkur á sama tíma og eftirspurn hefur aukist hratt í innanlandsfluginu,“ segir Bogi. Facebook-hópurinn Dýrt innanlandsflug. Þín upplifun inniheldur tæplega átta þúsund meðlimi. Þar er bæði rætt um hátt verð og almennt um innanlandsflugin. Sögum af seinkunum á innanlandsflugi hefur fjölgað upp á síðkastið. Bogi segir að starfsfólk Icelandair fylgist vel með þeirri umræðu sem á sér stað í hópnum. „Það lítur út fyrir áframhaldandi áskoranir en það er ávallt í forgangi hjá okkur að koma öllum farþegum á sinn áfangastað. Við skiljum ykkar aðstæður og vinnum að því að gera þjónustu í innanlandsflugi betri.“ Hér fyrir neðan má lesa færslu Boga í heild sinni. Sæl öll Fyrir hönd okkar hjá Icelandair langar mig að fullvissa ykkur um að við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna úr þeim aðstæðum sem við stöndum frammi fyrir þessa dagana. Að stuðla að góðum flugsamgöngum innanlands og veita góða þjónustu skiptir okkur miklu máli. Undanfarið höfum við staðið frammi fyrir miklum áskorunum við að halda uppi ásættanlegri flugáætlun hér innanlands. Í upphafi árs hafði veðrið talsverð áhrif. Undanfarið hafa tafir á afhendingu flugvéla úr viðhaldsskoðunum vegna aðstæðna í heiminum eftir faraldurinn sem og óvænt tæknileg vandamál vegið þyngst. Þetta hefur minnkað sveigjanleikann í flotanum hjá okkur á sama tíma og eftirspurn hefur aukist hratt í innanlandsfluginu. Mig langar að láta ykkur vita að umræðan hér fer ekki fram hjá okkur og fullvissa ykkur um að okkar fólk vinnur hörðum höndum á öllum vígstöðum við að leysa úr stöðunni. Það lítur út fyrir áframhaldandi áskoranir en það er ávallt í forgangi hjá okkur að koma öllum farþegum á sinn áfangastað. Við skiljum ykkar aðstæður og vinnum að því að gera þjónustu í innanlandsflugi betri. Kveðja, Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair
Sæl öll Fyrir hönd okkar hjá Icelandair langar mig að fullvissa ykkur um að við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna úr þeim aðstæðum sem við stöndum frammi fyrir þessa dagana. Að stuðla að góðum flugsamgöngum innanlands og veita góða þjónustu skiptir okkur miklu máli. Undanfarið höfum við staðið frammi fyrir miklum áskorunum við að halda uppi ásættanlegri flugáætlun hér innanlands. Í upphafi árs hafði veðrið talsverð áhrif. Undanfarið hafa tafir á afhendingu flugvéla úr viðhaldsskoðunum vegna aðstæðna í heiminum eftir faraldurinn sem og óvænt tæknileg vandamál vegið þyngst. Þetta hefur minnkað sveigjanleikann í flotanum hjá okkur á sama tíma og eftirspurn hefur aukist hratt í innanlandsfluginu. Mig langar að láta ykkur vita að umræðan hér fer ekki fram hjá okkur og fullvissa ykkur um að okkar fólk vinnur hörðum höndum á öllum vígstöðum við að leysa úr stöðunni. Það lítur út fyrir áframhaldandi áskoranir en það er ávallt í forgangi hjá okkur að koma öllum farþegum á sinn áfangastað. Við skiljum ykkar aðstæður og vinnum að því að gera þjónustu í innanlandsflugi betri. Kveðja, Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair
Fréttir af flugi Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Sjá meira