Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Siggeir Ævarsson skrifar 1. júlí 2022 23:20 Ísland vann magnaðan sigur í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. Staðan í H-riðli var óneitanlega svolítið sérstök fyrir leik, þar sem liði Rússlands hefur verið vikið úr keppni sem þýðir að hin þrjú liðin, Ísland, Holland og Ítalía, eru öll komin áfram. Það er þó ekki þannig að það sé að engu að keppa en liðin taka stigin úr þessum riðli með sér í næstu umferð. Hollendingar voru án stiga fyrir kvöldið í kvöld, höfðu tapað með tveimur stigum bæði fyrir Íslandi og Ítalíu. Íslendingar aftur á móti með tvo sigra og eitt tap. Tryggvi Snær átti frábæran leik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Íslendingar fóru ágætlega af stað í upphafi leiks og Tryggvi Snær Hlinason var ansi drjúgur á báðum endum vallarins. Hollendingar horfðu varla inn í teig meðan hann var inn á vellinum en þegar hann fékk að hvíla sig gengu þeir á lagið, staðan 16-20 eftir 1. leikhluta. Í öðrum leikhluta varð svo algjört hrun í leik Íslands. Sóknarlega gekk hreinlega ekkert upp, og uppskeran aðeins 5 stig á 10 mínútum, gegn 15 stigum Hollendinga. Staðan 21-35 í hálfleik og brött brekka framundan. Þriggjastiga nýting Íslendinga var áberandi léleg, aðeins eitt skot ofan í í 16 tilraunum. Mörg lið hefðu eflaust brotnað við þetta mótlæti en í hugum íslensku strákanna kom það aldrei til greina að gefast upp. Einhver töfraorð hefur Craig Pedersen náð að draga uppúr hattinum í hálfleik en Ísland byrjaði leikhlutann á 7-0 áhlaupi, allt annað að sjá til liðsins. Eitthvað hefur Craig sagt sem virkaði.Vísir/Hulda Margrét Íslendingar unnu leikhlutann að lokum 26-16 og hörkuspennandi lokamínútur í pípunum. Þriggjastiga nýting gestanna var frábær á þessum tímapunkti, 41,2% meðan Íslendingar voru í tæpum 14%. Hollendingar ætluðu þó klárlega ekki að gefa sigurinn frá sér án baráttu, enda eflaust hungraðir í sinn fyrsta sigur í riðlinum. Þriggjastiga skotin voru þeim afar dýrmæt og héldu þeim raunar inni í leiknum, enda leiðin í gegnum teig Íslendinga ekki greiðfær þær 35 mínútur sem Tryggvi var inni á vellinum. Elvar Már barðist um hvern bolta.Vísir/Hulda Margrét Í fjórða leikhluta ákvað Elvar Már Friðriksson að taka almennilega af skarið og tók leikinn hreinlega yfir sóknarlega. Elvar skoraði 12 af 20 stigum liðsins, öll eftir að hafa prjónað sig með miklum tilþrifum í gegnum teig Hollendinga sem áttu einfaldlega engin svör við stjörnuleik Elvars. Leikurinn var æsispennandi allt fram á síðustu sekúndur en Íslendingar voru mjög skynsamir síðustu andartök leiksins og lönduðu að lokum mjög sanngjörnum sigri, þar sem margir leikmenn lögðu í púkkið. Maður leiksins að öðrum ólöstuðum Tryggvi Hlinason en ekki má gleyma hlut Elvars Friðrikssonar sem keyrði sóknarleik Íslands áfram undir lokin og var hrein unun að fylgjast með honum fífla varnarmenn Hollendinga ítrekað. Það var stuð á pöllunum.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Ísland? Íslendingar skiptu hreinlega um gír í seinni hálfleik. Orkustigið var allt annað og má segja að þeir hafi hreinlega keyrt yfir gestina, sem reyndu þó hvað þeir gátu að halda Íslendingum í skefjum en urðu að játa sig sigraða að lokum. Hér má svo finna tölfræði leikmanna.Hvað gekk illa?Þriggjastiga skotin gengu hræðilega hjá Íslendingum framan af en það sem gekk sennilega hvað verst í þessum leik var varnarleikur Hollendinga gegn Elvari, og sóknarleikurinn gegn Tryggva. Frábær frammistaða hjá þeim félögum í kvöld.Hvað gerist næst?Ísland er þá komið á toppinn í riðlinum með 7 stig og í kjörstöðu fyrir framhaldið og milliriðil.„Ef við ætluðum að kveikja í áhorfendum og fá stuðning frá þeim þá þyrftum við að koma með orkuna sem myndi svo smita út frá sér upp í stúku“Craig fer yfir málin með sínum mönnum.Vísir/Hulda MargrétLeikur íslenska landsliðsins var eins og svart og hvítt í fyrri og seinni hálfleik í Ólafssal í kvöld. Þjálfari Íslands, Craig Petersen, sagði að hálfleiksræðan hefði fyrst og fremst snúist um að halda áfram og láta ekki deigan síga þó svo að þessi opnu skot væru að klikka.„Við töluðum um að við værum að klikka á opnu skotum sem við ættum að vera að setja, og við gætum ekki látið það stoppa okkur í að koma af fullum krafti og orku í leikinn. Ef við ætluðum að kveikja í áhorfendum og fá stuðning frá þeim þá þyrftum við að koma með orkuna sem myndi svo smita út frá sér upp í stúku. Sem betur fer þá náðum við að byrja seinni hálfleik með góðu áhlaupi og fengum áhorfendur með okkur í þetta og það skipti sköpum. Áhorfendur voru frábærir í seinni hálfleik.“Hollendingar virtust á köflum vera ansi hræddir við að sækja á körfuna þar sem Tryggvi Snær Hlinason varði eða breytti svo til öllum skottilraunum þeirra. Tryggvi var frábær í kvöld á báðum endum vallarins, en hversu mikilvægur er Tryggvi fyrir þetta lið?„Hann er alltaf gríðarlega mikilvægur en nú er hver leikur nokkuð snúinn fyrir hann því hin liðin vita af honum og hversu mikilvægur hann er fyrir okkur en hin liðin hafa kannski fimm leikmenn sem eru álíka hávaxnir og hann og þeir rúlla þeim öllum á hann í vörn og sókn alla leikinn, en okkur tókst að leysa það vel í kvöld. Haukur Helgi og Jón Axel voru líka drjúgir í fráköstunum og börðust vel gegn hávöxnum leikmönnum Hollendinga og það skipti miklu máli fyrir okkur. Undir lokin þá fannst mér við ná mörgum mikilvægum fráköstum, þá ekki síst sóknarfráköstum, Ægir og Haukur náðu tveimur risafráköstum þarna í lokin. Mörg lítil atriði skiptu máli í kvöld sem söfnuðust saman og skópu sigur í leik þar sem við sýndum heilt yfir ekki allar okkar bestu hliðar.“Eins og Craig nefndi þá hentu Hollendingar öllum mögulegum varnarafbrigðum í Íslendinga og virtust eiga rúmlega tveggja metra menn í röðum til að takast á við Tryggva. Hvernig gekk að bregðast við varnarleik Hollendinga?„Við gerðum margar góðar skiptingar í leiknum til að bregðast við því, en það komu auðvitað augnablik þar sem þeir voru að klekkja á okkur með mikilli hæð. En við fundum góðan takt í sókninni í seinni hálfleik og það fóru nokkur skot að detta, kannski ekki jafn mörg og við hefðum viljað en þegar skotin fóru að detta þá losnaði um hluti í sókninni og varnarleikur þeirra riðlaðist og Elvar var frábær hér í lokin og skoraði dýrmætar körfur fyrir okkur.“Það er varla hægt að klára þetta viðtal án þess að spyrja Craig nánar út í frammistöðu Elvars Más í kvöld, sem tók leikinn hreinlega yfir sóknarlega undir lokin.„Hann býr yfir svo breiðu vopnabúri og hefur margar leiðir til að koma boltanum í körfuna sem hann sýndi hér í kvöld. Sem betur fer fyrir okkur þá hrökk hann heldur betur í gang og niðurstaðan frábær sigur í leik þar sem ég held að flestir geti tekið undir að við spiluðum ekki okkar besta leik.“ HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. Staðan í H-riðli var óneitanlega svolítið sérstök fyrir leik, þar sem liði Rússlands hefur verið vikið úr keppni sem þýðir að hin þrjú liðin, Ísland, Holland og Ítalía, eru öll komin áfram. Það er þó ekki þannig að það sé að engu að keppa en liðin taka stigin úr þessum riðli með sér í næstu umferð. Hollendingar voru án stiga fyrir kvöldið í kvöld, höfðu tapað með tveimur stigum bæði fyrir Íslandi og Ítalíu. Íslendingar aftur á móti með tvo sigra og eitt tap. Tryggvi Snær átti frábæran leik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Íslendingar fóru ágætlega af stað í upphafi leiks og Tryggvi Snær Hlinason var ansi drjúgur á báðum endum vallarins. Hollendingar horfðu varla inn í teig meðan hann var inn á vellinum en þegar hann fékk að hvíla sig gengu þeir á lagið, staðan 16-20 eftir 1. leikhluta. Í öðrum leikhluta varð svo algjört hrun í leik Íslands. Sóknarlega gekk hreinlega ekkert upp, og uppskeran aðeins 5 stig á 10 mínútum, gegn 15 stigum Hollendinga. Staðan 21-35 í hálfleik og brött brekka framundan. Þriggjastiga nýting Íslendinga var áberandi léleg, aðeins eitt skot ofan í í 16 tilraunum. Mörg lið hefðu eflaust brotnað við þetta mótlæti en í hugum íslensku strákanna kom það aldrei til greina að gefast upp. Einhver töfraorð hefur Craig Pedersen náð að draga uppúr hattinum í hálfleik en Ísland byrjaði leikhlutann á 7-0 áhlaupi, allt annað að sjá til liðsins. Eitthvað hefur Craig sagt sem virkaði.Vísir/Hulda Margrét Íslendingar unnu leikhlutann að lokum 26-16 og hörkuspennandi lokamínútur í pípunum. Þriggjastiga nýting gestanna var frábær á þessum tímapunkti, 41,2% meðan Íslendingar voru í tæpum 14%. Hollendingar ætluðu þó klárlega ekki að gefa sigurinn frá sér án baráttu, enda eflaust hungraðir í sinn fyrsta sigur í riðlinum. Þriggjastiga skotin voru þeim afar dýrmæt og héldu þeim raunar inni í leiknum, enda leiðin í gegnum teig Íslendinga ekki greiðfær þær 35 mínútur sem Tryggvi var inni á vellinum. Elvar Már barðist um hvern bolta.Vísir/Hulda Margrét Í fjórða leikhluta ákvað Elvar Már Friðriksson að taka almennilega af skarið og tók leikinn hreinlega yfir sóknarlega. Elvar skoraði 12 af 20 stigum liðsins, öll eftir að hafa prjónað sig með miklum tilþrifum í gegnum teig Hollendinga sem áttu einfaldlega engin svör við stjörnuleik Elvars. Leikurinn var æsispennandi allt fram á síðustu sekúndur en Íslendingar voru mjög skynsamir síðustu andartök leiksins og lönduðu að lokum mjög sanngjörnum sigri, þar sem margir leikmenn lögðu í púkkið. Maður leiksins að öðrum ólöstuðum Tryggvi Hlinason en ekki má gleyma hlut Elvars Friðrikssonar sem keyrði sóknarleik Íslands áfram undir lokin og var hrein unun að fylgjast með honum fífla varnarmenn Hollendinga ítrekað. Það var stuð á pöllunum.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Ísland? Íslendingar skiptu hreinlega um gír í seinni hálfleik. Orkustigið var allt annað og má segja að þeir hafi hreinlega keyrt yfir gestina, sem reyndu þó hvað þeir gátu að halda Íslendingum í skefjum en urðu að játa sig sigraða að lokum. Hér má svo finna tölfræði leikmanna.Hvað gekk illa?Þriggjastiga skotin gengu hræðilega hjá Íslendingum framan af en það sem gekk sennilega hvað verst í þessum leik var varnarleikur Hollendinga gegn Elvari, og sóknarleikurinn gegn Tryggva. Frábær frammistaða hjá þeim félögum í kvöld.Hvað gerist næst?Ísland er þá komið á toppinn í riðlinum með 7 stig og í kjörstöðu fyrir framhaldið og milliriðil.„Ef við ætluðum að kveikja í áhorfendum og fá stuðning frá þeim þá þyrftum við að koma með orkuna sem myndi svo smita út frá sér upp í stúku“Craig fer yfir málin með sínum mönnum.Vísir/Hulda MargrétLeikur íslenska landsliðsins var eins og svart og hvítt í fyrri og seinni hálfleik í Ólafssal í kvöld. Þjálfari Íslands, Craig Petersen, sagði að hálfleiksræðan hefði fyrst og fremst snúist um að halda áfram og láta ekki deigan síga þó svo að þessi opnu skot væru að klikka.„Við töluðum um að við værum að klikka á opnu skotum sem við ættum að vera að setja, og við gætum ekki látið það stoppa okkur í að koma af fullum krafti og orku í leikinn. Ef við ætluðum að kveikja í áhorfendum og fá stuðning frá þeim þá þyrftum við að koma með orkuna sem myndi svo smita út frá sér upp í stúku. Sem betur fer þá náðum við að byrja seinni hálfleik með góðu áhlaupi og fengum áhorfendur með okkur í þetta og það skipti sköpum. Áhorfendur voru frábærir í seinni hálfleik.“Hollendingar virtust á köflum vera ansi hræddir við að sækja á körfuna þar sem Tryggvi Snær Hlinason varði eða breytti svo til öllum skottilraunum þeirra. Tryggvi var frábær í kvöld á báðum endum vallarins, en hversu mikilvægur er Tryggvi fyrir þetta lið?„Hann er alltaf gríðarlega mikilvægur en nú er hver leikur nokkuð snúinn fyrir hann því hin liðin vita af honum og hversu mikilvægur hann er fyrir okkur en hin liðin hafa kannski fimm leikmenn sem eru álíka hávaxnir og hann og þeir rúlla þeim öllum á hann í vörn og sókn alla leikinn, en okkur tókst að leysa það vel í kvöld. Haukur Helgi og Jón Axel voru líka drjúgir í fráköstunum og börðust vel gegn hávöxnum leikmönnum Hollendinga og það skipti miklu máli fyrir okkur. Undir lokin þá fannst mér við ná mörgum mikilvægum fráköstum, þá ekki síst sóknarfráköstum, Ægir og Haukur náðu tveimur risafráköstum þarna í lokin. Mörg lítil atriði skiptu máli í kvöld sem söfnuðust saman og skópu sigur í leik þar sem við sýndum heilt yfir ekki allar okkar bestu hliðar.“Eins og Craig nefndi þá hentu Hollendingar öllum mögulegum varnarafbrigðum í Íslendinga og virtust eiga rúmlega tveggja metra menn í röðum til að takast á við Tryggva. Hvernig gekk að bregðast við varnarleik Hollendinga?„Við gerðum margar góðar skiptingar í leiknum til að bregðast við því, en það komu auðvitað augnablik þar sem þeir voru að klekkja á okkur með mikilli hæð. En við fundum góðan takt í sókninni í seinni hálfleik og það fóru nokkur skot að detta, kannski ekki jafn mörg og við hefðum viljað en þegar skotin fóru að detta þá losnaði um hluti í sókninni og varnarleikur þeirra riðlaðist og Elvar var frábær hér í lokin og skoraði dýrmætar körfur fyrir okkur.“Það er varla hægt að klára þetta viðtal án þess að spyrja Craig nánar út í frammistöðu Elvars Más í kvöld, sem tók leikinn hreinlega yfir sóknarlega undir lokin.„Hann býr yfir svo breiðu vopnabúri og hefur margar leiðir til að koma boltanum í körfuna sem hann sýndi hér í kvöld. Sem betur fer fyrir okkur þá hrökk hann heldur betur í gang og niðurstaðan frábær sigur í leik þar sem ég held að flestir geti tekið undir að við spiluðum ekki okkar besta leik.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti