Sonur Mick Jagger fjárfestir í Overtune Elísabet Hanna skrifar 1. júlí 2022 10:15 Miðlunarfyrirtækið Whynow fjárfesti í Overtune á dögunum en fyrirtækið er rekið af Gabriel Jagger. Dóra Dúna/Getty/David M. Bennett Miðlunarfyrirtækið Whynow fjárfesti rúmum tuttugu milljónum króna í íslenska sprotafyrirtækið Overtune. Whynow er rekið af Gabriel Jagger sem er sonur Mick Jagger, söngvara Rolling Stones. OverTune er rekið af Sigurði Ásgeiri Árnasyni, Jasoni Daða Guðjónssyni og Pétri Eggerz Péturssyni. Aðspurðir segja forsvarsmenn Overtune að Gabriel Jagger hafi náð umtalsverðum árangri í heimi afþreyingar með fyrirtæki sínu Whynow sem framleiðir afþreyingarefni og flytur fréttir úr heimi dægurmála og tækni. Þá sé fyrrum stjúpfaðir Gabriel Jagger, Rupert Murdoch, einn stærsti miðlunar mógúll mannkynssögunnar. „Magnaður frumkvöðull“ „Gabe (Gabriel) er magnaður frumkvöðull. Hann vinnur á ljóshraða og hefur ótrúlega þekkingu á sprota geiranum,“ segir Sigurður Ásgeir Árnason, framkvæmdastjóri Overtune. View this post on Instagram A post shared by Overtune (@overtuneapp) Overtune fór af stað af fullum krafti hérlendis fyrr á árinu og vinnur nú hröðum höndum að því að safna að sér bandarískum notendum. Í hópi hluthafa fyrirtækisins má nefna Charles Huang stofnanda Guitar Hero, Nick Gatfield fyrrum framkvæmdastjóra Sony Music og nú fyrrnefndan Gabriel Jagger. „Það má ekki gleyma þátt teymisins í þessu öllu. Við höfum byggt upp einstaklega sérhæft teymi á sviði tónlistar tækni. Fjárfestar og áhrifafólk í bransanum laðast að góðum teymum sem vinna að góðum vörum,“ segir Pétur Eggerz Pétursson, vörustjóri Overtune. Overtune gerir notendum kleift að þróa eigið efni frá byrjun til enda.Overtune Ólíkt öðrum miðlum „Vinsælir miðlar eins og TikTok og Instagram bjóða notendum sínum ekki upp á það að skapa eigin tónlist þegar efni er birt. Í staðinn fyrir að treysta á núverandi tónlist í efnissköpun hefur Overtune þróað einfalt tól sem gerir notendum kleift að skapa eigið efni frá byrjun til enda,“ segir Jason Daði Guðjónsson, markaðsstjóri Overtune, og bætir við: „Snið tónlistarsköpunar er að breytast gífurlega hratt. Meirihluti efnis á TikTok er drifið áfram á tónlist, bæði eftir stóra tónlistarmenn en líka í auknum mæli eftir óþekkta einstaklinga sem vilja einfaldlega tappa inn á einhverja stemningu. Overtune var gert með það í huga að bjóða hverjum sem er, óháð tækni- og tónfræði þekkingu, að fanga eigin stemningu með eigin hljóði.“ Tónlist Tengdar fréttir Varð vinsælasta smáforritið á Íslandi á sólarhring Smáforritið OverTune kom út formlega núna síðasta laugardag og var strax orðið það mest sótta í App Store hér á landi sólarhring síðar. Forritinu er ætlað að gera notendum þess kleift að semja tónlist á einfaldan máta fyrir samfélagsmiðla með svokölluðum taktpökkum. 8. mars 2022 17:30 Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Prada festir kaup á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Sjá meira
Aðspurðir segja forsvarsmenn Overtune að Gabriel Jagger hafi náð umtalsverðum árangri í heimi afþreyingar með fyrirtæki sínu Whynow sem framleiðir afþreyingarefni og flytur fréttir úr heimi dægurmála og tækni. Þá sé fyrrum stjúpfaðir Gabriel Jagger, Rupert Murdoch, einn stærsti miðlunar mógúll mannkynssögunnar. „Magnaður frumkvöðull“ „Gabe (Gabriel) er magnaður frumkvöðull. Hann vinnur á ljóshraða og hefur ótrúlega þekkingu á sprota geiranum,“ segir Sigurður Ásgeir Árnason, framkvæmdastjóri Overtune. View this post on Instagram A post shared by Overtune (@overtuneapp) Overtune fór af stað af fullum krafti hérlendis fyrr á árinu og vinnur nú hröðum höndum að því að safna að sér bandarískum notendum. Í hópi hluthafa fyrirtækisins má nefna Charles Huang stofnanda Guitar Hero, Nick Gatfield fyrrum framkvæmdastjóra Sony Music og nú fyrrnefndan Gabriel Jagger. „Það má ekki gleyma þátt teymisins í þessu öllu. Við höfum byggt upp einstaklega sérhæft teymi á sviði tónlistar tækni. Fjárfestar og áhrifafólk í bransanum laðast að góðum teymum sem vinna að góðum vörum,“ segir Pétur Eggerz Pétursson, vörustjóri Overtune. Overtune gerir notendum kleift að þróa eigið efni frá byrjun til enda.Overtune Ólíkt öðrum miðlum „Vinsælir miðlar eins og TikTok og Instagram bjóða notendum sínum ekki upp á það að skapa eigin tónlist þegar efni er birt. Í staðinn fyrir að treysta á núverandi tónlist í efnissköpun hefur Overtune þróað einfalt tól sem gerir notendum kleift að skapa eigið efni frá byrjun til enda,“ segir Jason Daði Guðjónsson, markaðsstjóri Overtune, og bætir við: „Snið tónlistarsköpunar er að breytast gífurlega hratt. Meirihluti efnis á TikTok er drifið áfram á tónlist, bæði eftir stóra tónlistarmenn en líka í auknum mæli eftir óþekkta einstaklinga sem vilja einfaldlega tappa inn á einhverja stemningu. Overtune var gert með það í huga að bjóða hverjum sem er, óháð tækni- og tónfræði þekkingu, að fanga eigin stemningu með eigin hljóði.“
Tónlist Tengdar fréttir Varð vinsælasta smáforritið á Íslandi á sólarhring Smáforritið OverTune kom út formlega núna síðasta laugardag og var strax orðið það mest sótta í App Store hér á landi sólarhring síðar. Forritinu er ætlað að gera notendum þess kleift að semja tónlist á einfaldan máta fyrir samfélagsmiðla með svokölluðum taktpökkum. 8. mars 2022 17:30 Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Prada festir kaup á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Sjá meira
Varð vinsælasta smáforritið á Íslandi á sólarhring Smáforritið OverTune kom út formlega núna síðasta laugardag og var strax orðið það mest sótta í App Store hér á landi sólarhring síðar. Forritinu er ætlað að gera notendum þess kleift að semja tónlist á einfaldan máta fyrir samfélagsmiðla með svokölluðum taktpökkum. 8. mars 2022 17:30