Ngoma, sem er aðeins sextán ára gamall, skoraði þá sigurmark New York Red Bulls á móti Atlanta United.
Atlanta United hafði komist í 1-0 með marki Josef Martínez á 75. mínútu leiksins. Lewis Morgan jafnaði úr vítaspyrnu en Ngoma, sem kom inn á sem varamaður á 69. mínútu skoraði sigurmarkið á 89. mínútu.
Ngoma stal boltanum af varnarmanni Atlanta United og skoraði af mikilli yfirvegun.
Þetta var fjórði leikur stráksins í bandarísku deildinni en hann er uppalinn hjá New York Red Bulls.
Ngoma fæddist 9. júlí 2005 og verður því sautján ára gamall á næstu dögum.
Það má sjá sigurmarkið hans hér fyrir neðan.
16-year-old Serge Ngoma s first MLS goal is an 89th-minute winner
— B/R Football (@brfootball) July 1, 2022
(via @NewYorkRedBulls)pic.twitter.com/tppMvJY9E0