Skammtarnir eru fjórtán hundruð talsins að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Samningur um kaup á bóluefninu var undirritaður fyrir skömmu.
Gert er ráð fyrir að bólusetning verði boðin þeim sem verða útsettir fyrir apabólu, sérstaklega einstaklingum með undirliggjandi ónæmisbælingu og þá stendur bólusetningin heilbrigðisstarfsfólki til boða.
Bóluefni getur veitt einstaklingi vernd sem hefur orðið útsettur fyrir smiti ef það er gefið fyrstu daga eftir útsetningu.
Úthlutun skammtanna er í hlutfallslegu samræmi við íbúafjölda hverrar þjóðar.
Alls hafa fjórir greinst með apabóluna hér á landi.