Fimm dagar í EM: Leit upp til Gerrards en flautæfingarnar hafa engu skilað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. júlí 2022 11:00 Alexandra Jóhannsdóttir í leik á móti Tékkum á SheBelievesCup í febrúar. Getty/Ric Tapia Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Hafnfirski miðjumaðurinn Alexandra Jóhannsdóttir er næst í röðinni. Alexandra, sem er 22 ára, er uppalinn hjá Haukum. Hún lék sextán leiki og skoraði tvö mörk fyrir Hafnarfjarðarliðið í Pepsi Max deildinni 2017 og var valin besti ungi leikmaður Íslandsmótsins. Hún samdi í kjölfarið við Breiðablik. Alexandra lék með Breiðabliki í þrjú tímabil og varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með liðinu. Hún gekk í raðir Frankfurt í Þýskalandi í ársbyrjun 2021. Tækifærin hjá liðinu hafa verið af skornum skammti og því var Alexandra lánuð til Breiðabliks í sumar. Hún hefur leikið níu leiki í deild og bikar með Breiðabliki og skorað þrjú mörk. Alexandra snýr væntanlega aftur til Frankfurt eftir Evrópumótið. Alexandra hefur alls leikið 74 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 31 mark. Í síðustu viku lék Alexandra sinn 24. landsleik þegar hún kom inn á undir lokin í 1-3 sigrinum á Póllandi. Í landsleikjunum 24 hefur hún skorað þrjú mörk. Alexandra í bikarúrslitaleik Frankfurt og Wolfsburg í fyrra.getty/Alex Gottschalk Fyrsti meistaraflokksleikur? 2015 með Haukum. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Bætti mig allavegana mest hjá Breiðablik þannig ætli það sé ekki Þorsteinn Halldórsson. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Greatest showman. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Heldur betur, öll fjölskyldan mætir. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Var í heilbrigðisverkfræði áður en ég flutti til Þýskalands Í hvernig skóm spilarðu? Puma ultra. Uppáhalds lið í enska? Liverpool. Uppáhalds tölvuleikur? Block! Uppáhalds matur? Erfitt að gera upp á milli en mér finnst pítsa, nautakjöt og rækjur æði. Fyndnust í landsliðinu? Cessa. Gáfuðust í landsliðinu? Áslaug Munda. Óstundvísust í landsliðinu? Mér finnst alltaf allar mæta á réttum tíma, Dagný er oft seinust að mæta en aldrei sein samt. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? England. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Alltaf gaman að slappa af með herbergisfélaganum. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Erfitt að velja. Átrúnaðargoð í æsku? Steven Gerrard. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Kann ekki að flauta þrátt fyrir stífar æfingar. Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Sjá meira
Alexandra, sem er 22 ára, er uppalinn hjá Haukum. Hún lék sextán leiki og skoraði tvö mörk fyrir Hafnarfjarðarliðið í Pepsi Max deildinni 2017 og var valin besti ungi leikmaður Íslandsmótsins. Hún samdi í kjölfarið við Breiðablik. Alexandra lék með Breiðabliki í þrjú tímabil og varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með liðinu. Hún gekk í raðir Frankfurt í Þýskalandi í ársbyrjun 2021. Tækifærin hjá liðinu hafa verið af skornum skammti og því var Alexandra lánuð til Breiðabliks í sumar. Hún hefur leikið níu leiki í deild og bikar með Breiðabliki og skorað þrjú mörk. Alexandra snýr væntanlega aftur til Frankfurt eftir Evrópumótið. Alexandra hefur alls leikið 74 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 31 mark. Í síðustu viku lék Alexandra sinn 24. landsleik þegar hún kom inn á undir lokin í 1-3 sigrinum á Póllandi. Í landsleikjunum 24 hefur hún skorað þrjú mörk. Alexandra í bikarúrslitaleik Frankfurt og Wolfsburg í fyrra.getty/Alex Gottschalk Fyrsti meistaraflokksleikur? 2015 með Haukum. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Bætti mig allavegana mest hjá Breiðablik þannig ætli það sé ekki Þorsteinn Halldórsson. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Greatest showman. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Heldur betur, öll fjölskyldan mætir. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Var í heilbrigðisverkfræði áður en ég flutti til Þýskalands Í hvernig skóm spilarðu? Puma ultra. Uppáhalds lið í enska? Liverpool. Uppáhalds tölvuleikur? Block! Uppáhalds matur? Erfitt að gera upp á milli en mér finnst pítsa, nautakjöt og rækjur æði. Fyndnust í landsliðinu? Cessa. Gáfuðust í landsliðinu? Áslaug Munda. Óstundvísust í landsliðinu? Mér finnst alltaf allar mæta á réttum tíma, Dagný er oft seinust að mæta en aldrei sein samt. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? England. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Alltaf gaman að slappa af með herbergisfélaganum. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Erfitt að velja. Átrúnaðargoð í æsku? Steven Gerrard. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Kann ekki að flauta þrátt fyrir stífar æfingar.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Sjá meira