Þann 13. júlí næstkomandi stefna stærstu landbúnaðarfyrirtæki Argentínu á að fara í verkfall vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í landinu. Landbúnaður er stór hluti af hagkerfi landsins og er Argentína stærsti útflutningsaðili sojaolíu og mjöls.
Alberto Fernandez, forseti Argentínu, hefur reynt að bæta úr eldsneytisskortinum en það hefur gengið illa. Aðgengi er lítið og verðið hátt.
Í dag lokuðu vörubílstjórar einum stærsta veg landsins en um áttatíu prósent af öllum landbúnaðarafurðaflutningum landsins notast við veginn. Búið er að tilkynna að verkfallið sem hefst eftir tvær vikur muni ekki hafa áhrif á venjulega bílstjóra líkt og þá sem ætluðu sér að keyra lokuðu vegina í dag.