Umboðsmaður Rooneys gæti verið í veseni eftir að hafa borgað laun leikmanna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. júní 2022 23:30 Wayne Rooney með umboðsmanni sínum, Paul Stretford. Simon Stacpoole/Offside/Getty Images Paul Stretford, umboðsmaður knattspyrnuþjálfarans Wayne Rooney, sætir nú rannsókn af hálfu enska knattspyrnusambandsins, FA, eftir að hann var sakaður um að hafa borgað leikmönnum og starfsfólki Derby County laun í laumi. Stretford er einn af þekktustu umboðsmönnum Englands, en ásamt Rooney er hann með leikmenn á borð við Harry Maguire á sínum snærum. Derby County hefur verið í miklum fjárhagsvandræðum undanfarna mánuði. Í september á seinasta ári fór félagið í greiðslustöðvun og í kjölfarið var 21 stig dregið af liðinu sem síðan féll úr ensku B-deildinni. Vegna fjárhagsvandræða félagsins á Stretford að hafa tekið upp á því að greiða leikmönnum og starfsfólki Derby County laun fyrir maímánuð. Það var The Telegraph sem greindi fyrst frá þessu, en ef Stretford er dæmdur sekur í málinu gæti hann átt yfir höfði sér sekt eða átt í hættu á því að missa leyfi sitt sem umboðsmaður. 🔴 EXCLUSIVE: Wayne Rooney's long-term agent is under investigation by the Football Association for secretly paying staff and player wages at Derby County, Telegraph Sport can reveal https://t.co/FvlNkGYea9— The Telegraph (@Telegraph) June 27, 2022 Ásakanirnar segja að Stretford hafi borgað leikmönnum og starfsfólki félagsins samtals 1,6 milljónir punda í laun fyrir maímánuð, en það samsvarar tæplega 260 milljónum króna. Ástæða þess að Stretfod gæti átt yfir höfði sér refsingu fyrir að greiða fólki laun úr eigin vasa er sú að hann og Chris Kirchner eru góðir félagar. Bandaríski viðskiptajöfurinn Kirchner var að reyna að kaupa Derby á þeim tíma sem Stretford greiddi launin úr eigin vasa og enska knattspyrnusambandið gæti rannsakað hvort hagsmunaárekstrar hafi átt sér stað. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Stretford er einn af þekktustu umboðsmönnum Englands, en ásamt Rooney er hann með leikmenn á borð við Harry Maguire á sínum snærum. Derby County hefur verið í miklum fjárhagsvandræðum undanfarna mánuði. Í september á seinasta ári fór félagið í greiðslustöðvun og í kjölfarið var 21 stig dregið af liðinu sem síðan féll úr ensku B-deildinni. Vegna fjárhagsvandræða félagsins á Stretford að hafa tekið upp á því að greiða leikmönnum og starfsfólki Derby County laun fyrir maímánuð. Það var The Telegraph sem greindi fyrst frá þessu, en ef Stretford er dæmdur sekur í málinu gæti hann átt yfir höfði sér sekt eða átt í hættu á því að missa leyfi sitt sem umboðsmaður. 🔴 EXCLUSIVE: Wayne Rooney's long-term agent is under investigation by the Football Association for secretly paying staff and player wages at Derby County, Telegraph Sport can reveal https://t.co/FvlNkGYea9— The Telegraph (@Telegraph) June 27, 2022 Ásakanirnar segja að Stretford hafi borgað leikmönnum og starfsfólki félagsins samtals 1,6 milljónir punda í laun fyrir maímánuð, en það samsvarar tæplega 260 milljónum króna. Ástæða þess að Stretfod gæti átt yfir höfði sér refsingu fyrir að greiða fólki laun úr eigin vasa er sú að hann og Chris Kirchner eru góðir félagar. Bandaríski viðskiptajöfurinn Kirchner var að reyna að kaupa Derby á þeim tíma sem Stretford greiddi launin úr eigin vasa og enska knattspyrnusambandið gæti rannsakað hvort hagsmunaárekstrar hafi átt sér stað.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira