Tiger Woods, McIlroy og fleiri spila við amatöra í beinni Sindri Sverrisson skrifar 29. júní 2022 17:30 Tiger Woods mundar kylfuna á velli Adare Manor golfklúbbsins á Írlandi á mánudag og þriðjudag. Getty/Christian Petersen Áskrifendur Stöðvar 2 Golf geta í næstu viku tekið forskot á sæluna fyrir Opna breska mótið í golfi með því að horfa á JP McManus Pro-Am mótið, þar sem áhugakylfingar fá að spila með bestu kylfingum heims. Stærsta nafnið á mótinu er Tiger Woods, sem unnið hefur 15 risamót, en á meðal annarra stórkostlegra kylfinga sem áhugakylfingarnir fá að spila með eru Rory McIlroy, Brooks Koepka, Collin Marikawa og Jon Rahm. Kylfingarnir á mótinu hafa alls unnið 46 risamót. Leiknir verða tveir hringir, á mánudag og þriðjudag, eða alls 36 holur. Beinar útsendingar frá mótinu verða á mánudag og þriðjudag frá klukkan 13:30 – 18:30, og hefur Stöð 2 Golf nú tryggt sér sýningarrétt frá mótinu. Mótið fer þannig fram að hver atvinnukylfingur leikur í liði með þremur áhugakylfingum og er keppnin tvíþætt; einstaklings- og liðakeppni. Leikið er á velli Adare Manor golfklúbbsins á Írlandi. Atvinnukylfingarnir leika alltaf sínum bolta en áhugakylfingarnir sem þeim fylgja fá að nota besta teighögg liðsins hverju sinni, og geta aldrei fengið verri útkomu en par á hverri braut. Lægsta skor kylfings á hverri braut telur fyrir viðkomandi lið í liðakeppninni. Auk bestu kylfinga heims keppa á mótinu menn sem heimamenn koma til með að halda með, eins og Padraig Harrington og Shane Lowry sem og hin írska Leona Maguire sem verður eini atvinnukylfingurinn úr röðum kvenna á mótinu. Hún á það á ferilskránni að hafa verið stigahæsti áhugakylfingur heims í 135 vikur samfleytt, sem er met, og sló í gegn sem nýliði með liði Evrópu á Solheim Cup í fyrra. JP McManus Pro-Am er öðrum þræði góðgerðamót og hafa þegar safnast 140 milljónir evra til styrktar góðgerðamála. Mótið er haldið í tengslum við Opna breska mótið sem fram fer 14.-17. júlí. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Stærsta nafnið á mótinu er Tiger Woods, sem unnið hefur 15 risamót, en á meðal annarra stórkostlegra kylfinga sem áhugakylfingarnir fá að spila með eru Rory McIlroy, Brooks Koepka, Collin Marikawa og Jon Rahm. Kylfingarnir á mótinu hafa alls unnið 46 risamót. Leiknir verða tveir hringir, á mánudag og þriðjudag, eða alls 36 holur. Beinar útsendingar frá mótinu verða á mánudag og þriðjudag frá klukkan 13:30 – 18:30, og hefur Stöð 2 Golf nú tryggt sér sýningarrétt frá mótinu. Mótið fer þannig fram að hver atvinnukylfingur leikur í liði með þremur áhugakylfingum og er keppnin tvíþætt; einstaklings- og liðakeppni. Leikið er á velli Adare Manor golfklúbbsins á Írlandi. Atvinnukylfingarnir leika alltaf sínum bolta en áhugakylfingarnir sem þeim fylgja fá að nota besta teighögg liðsins hverju sinni, og geta aldrei fengið verri útkomu en par á hverri braut. Lægsta skor kylfings á hverri braut telur fyrir viðkomandi lið í liðakeppninni. Auk bestu kylfinga heims keppa á mótinu menn sem heimamenn koma til með að halda með, eins og Padraig Harrington og Shane Lowry sem og hin írska Leona Maguire sem verður eini atvinnukylfingurinn úr röðum kvenna á mótinu. Hún á það á ferilskránni að hafa verið stigahæsti áhugakylfingur heims í 135 vikur samfleytt, sem er met, og sló í gegn sem nýliði með liði Evrópu á Solheim Cup í fyrra. JP McManus Pro-Am er öðrum þræði góðgerðamót og hafa þegar safnast 140 milljónir evra til styrktar góðgerðamála. Mótið er haldið í tengslum við Opna breska mótið sem fram fer 14.-17. júlí. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira