Tiger Woods, McIlroy og fleiri spila við amatöra í beinni Sindri Sverrisson skrifar 29. júní 2022 17:30 Tiger Woods mundar kylfuna á velli Adare Manor golfklúbbsins á Írlandi á mánudag og þriðjudag. Getty/Christian Petersen Áskrifendur Stöðvar 2 Golf geta í næstu viku tekið forskot á sæluna fyrir Opna breska mótið í golfi með því að horfa á JP McManus Pro-Am mótið, þar sem áhugakylfingar fá að spila með bestu kylfingum heims. Stærsta nafnið á mótinu er Tiger Woods, sem unnið hefur 15 risamót, en á meðal annarra stórkostlegra kylfinga sem áhugakylfingarnir fá að spila með eru Rory McIlroy, Brooks Koepka, Collin Marikawa og Jon Rahm. Kylfingarnir á mótinu hafa alls unnið 46 risamót. Leiknir verða tveir hringir, á mánudag og þriðjudag, eða alls 36 holur. Beinar útsendingar frá mótinu verða á mánudag og þriðjudag frá klukkan 13:30 – 18:30, og hefur Stöð 2 Golf nú tryggt sér sýningarrétt frá mótinu. Mótið fer þannig fram að hver atvinnukylfingur leikur í liði með þremur áhugakylfingum og er keppnin tvíþætt; einstaklings- og liðakeppni. Leikið er á velli Adare Manor golfklúbbsins á Írlandi. Atvinnukylfingarnir leika alltaf sínum bolta en áhugakylfingarnir sem þeim fylgja fá að nota besta teighögg liðsins hverju sinni, og geta aldrei fengið verri útkomu en par á hverri braut. Lægsta skor kylfings á hverri braut telur fyrir viðkomandi lið í liðakeppninni. Auk bestu kylfinga heims keppa á mótinu menn sem heimamenn koma til með að halda með, eins og Padraig Harrington og Shane Lowry sem og hin írska Leona Maguire sem verður eini atvinnukylfingurinn úr röðum kvenna á mótinu. Hún á það á ferilskránni að hafa verið stigahæsti áhugakylfingur heims í 135 vikur samfleytt, sem er met, og sló í gegn sem nýliði með liði Evrópu á Solheim Cup í fyrra. JP McManus Pro-Am er öðrum þræði góðgerðamót og hafa þegar safnast 140 milljónir evra til styrktar góðgerðamála. Mótið er haldið í tengslum við Opna breska mótið sem fram fer 14.-17. júlí. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Stærsta nafnið á mótinu er Tiger Woods, sem unnið hefur 15 risamót, en á meðal annarra stórkostlegra kylfinga sem áhugakylfingarnir fá að spila með eru Rory McIlroy, Brooks Koepka, Collin Marikawa og Jon Rahm. Kylfingarnir á mótinu hafa alls unnið 46 risamót. Leiknir verða tveir hringir, á mánudag og þriðjudag, eða alls 36 holur. Beinar útsendingar frá mótinu verða á mánudag og þriðjudag frá klukkan 13:30 – 18:30, og hefur Stöð 2 Golf nú tryggt sér sýningarrétt frá mótinu. Mótið fer þannig fram að hver atvinnukylfingur leikur í liði með þremur áhugakylfingum og er keppnin tvíþætt; einstaklings- og liðakeppni. Leikið er á velli Adare Manor golfklúbbsins á Írlandi. Atvinnukylfingarnir leika alltaf sínum bolta en áhugakylfingarnir sem þeim fylgja fá að nota besta teighögg liðsins hverju sinni, og geta aldrei fengið verri útkomu en par á hverri braut. Lægsta skor kylfings á hverri braut telur fyrir viðkomandi lið í liðakeppninni. Auk bestu kylfinga heims keppa á mótinu menn sem heimamenn koma til með að halda með, eins og Padraig Harrington og Shane Lowry sem og hin írska Leona Maguire sem verður eini atvinnukylfingurinn úr röðum kvenna á mótinu. Hún á það á ferilskránni að hafa verið stigahæsti áhugakylfingur heims í 135 vikur samfleytt, sem er met, og sló í gegn sem nýliði með liði Evrópu á Solheim Cup í fyrra. JP McManus Pro-Am er öðrum þræði góðgerðamót og hafa þegar safnast 140 milljónir evra til styrktar góðgerðamála. Mótið er haldið í tengslum við Opna breska mótið sem fram fer 14.-17. júlí. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira