Æfingarnar sem Katrín og Sara verða að klára með stæl til að ná inn á leikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2022 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir eiga fyrir höndum mjög krefjandi æfingar á nætu tveimur sólarhringum. vísir/daníel Last Chance Qualifier hefst í dag en þar keppa þrjátíu karlar og þrjátíu konur um fjögur laus sæti á heimsleikunum í CrossFit, tvö hjá hvoru kyni. Eftir þessa keppni verður það endanlega ljóst hverjir keppa um heimsmeistaratitilinn í CrossFit í ár. Okkar fulltrúar eru þær Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir sem báðar voru einu sæti frá því að tryggja sér farseðilinn í undanúrslitunum. Katrín Tanja og Sara hafa margoft keppt á heimsleikunum, komist báðar á pall og Katrín hefur unnið þá tvisvar. Það yrðu mikil vonbrigði fyrir þær báðar að missa af heimsleikunum í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Þær geta enn báðar komist á heimsleikana en það myndi þýða að íslensku CrossFit konurnar þyrftu að enda í fyrsta og öðru sæti á Last Chance Qualifier mótinu. Keppendur þurfa að klára fjórar æfingar, tvær á miðvikudegi og tvær á fimmtudegi. Miðvikudagsæfingunum tveimur þarf að skila milli hádegis í dag og hádegis á morgun. Fimmtudagsæfingunum tveimur þarf að skila milli hádegis á fimmtudag og hádegis á föstudag. Þar erum við að tala um Kyrrahafstíma en Katrín Tanja er hér á Íslandi en Sara er úti í Bandaríkjunum. Hádegi að Kyrrahafstíma er klukkan sjö að kvöldi að íslenskum tíma. Keppendur vita allt um æfingarnar fyrir fram enda þarf að undirbúa allt vel þegar keppt er í gegnum netið. Það er ljóst að þessar fjórar æfingar munu taka vel á hjá keppendum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wQaJZW2tWSY">watch on YouTube</a> Í dag er fyrri æfingin tvískipt. Fyrst þurfa þær að skila tuttugu hnébeygjum með og axlapressu í sömu hreyfingu (thrusters) en stöngin mun vega tæp 57 kíló hjá konunum. Þær hafa tvær mínútur til að klára þær og geta síðan gert upplyftingar (muscle-up) restina af tímanum. Eftir tveggja mínútna hvíld eiga þær að skila tuttugu upplyftingum og geta síðan bætt við eins mörgum hnébeygjum, með og axlapressu í sömu hreyfingu, eins og þær ná á tveimur mínútum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=W1EQOz0rV5A">watch on YouTube</a> Seinni æfing miðvikudagsins er síðan tvö þúsund metra róður sem þarf að kára á níu mínútum og ef þær ná því að klára áður þá geta þær reynt að ganga sem lengst á höndum áður en níu mínúturnar eru liðnar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=VQ0OT3D5-Sg">watch on YouTube</a> Fyrri æfing fimmtudagsins er sambland af jafnhendingu með sjötíu kílóa stöng og fimmtán metra spretti. Keppendur eiga að gera endurtekningar upp á 1-2-3-4-5-6-7-8-9-10 og hafa tuttugu mínútur til að klára. Fyrst einu sinni, svo tvisvar, þá þrisvar og svo áfram þar til að þær gera þetta tíu sinnum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=NjoYedqFxQc">watch on YouTube</a> Seinni æfing fimmtudagsins og jafnframt lokaæfing keppninnar er sambland af þremur æfingum. Fyrst fimmtíu burpee hopp yfir 51 sentímetra kassa, þá 75 sipp og að lokum eiga þær að kasta sex kílóa bolta hundrað sinnum í vegg. Þetta þarf að klára allt á tuttugu mínútum. Það má sjá frekari skýringu á æfingunum í færslu Morning Chalk Up hér fyrir ofan. Hér fyrir ofan má líka sjá myndbönd frá Youtube síðu heimsleikanna sem sýnir líka þessar krefjandi æfingar. Það er ljóst að það þarf alvöru viljastyrk og mikla keppnishörku til að klára þennan pakka í dag og á morgun. Vonandi tekst okkar konum vel upp en nú er að duga eða drepast fyrir þær báðar. CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja og Sara fá eitt tækifæri í viðbót en keppa um tvö sæti við 28 aðrar Þetta er gríðarlega mikilvæg vika fyrir tvær af þekktustu CrossFit konum landsins enda allra síðasti séns fyrir þær að tryggja sér sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust. 27. júní 2022 08:30 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira
Okkar fulltrúar eru þær Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir sem báðar voru einu sæti frá því að tryggja sér farseðilinn í undanúrslitunum. Katrín Tanja og Sara hafa margoft keppt á heimsleikunum, komist báðar á pall og Katrín hefur unnið þá tvisvar. Það yrðu mikil vonbrigði fyrir þær báðar að missa af heimsleikunum í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Þær geta enn báðar komist á heimsleikana en það myndi þýða að íslensku CrossFit konurnar þyrftu að enda í fyrsta og öðru sæti á Last Chance Qualifier mótinu. Keppendur þurfa að klára fjórar æfingar, tvær á miðvikudegi og tvær á fimmtudegi. Miðvikudagsæfingunum tveimur þarf að skila milli hádegis í dag og hádegis á morgun. Fimmtudagsæfingunum tveimur þarf að skila milli hádegis á fimmtudag og hádegis á föstudag. Þar erum við að tala um Kyrrahafstíma en Katrín Tanja er hér á Íslandi en Sara er úti í Bandaríkjunum. Hádegi að Kyrrahafstíma er klukkan sjö að kvöldi að íslenskum tíma. Keppendur vita allt um æfingarnar fyrir fram enda þarf að undirbúa allt vel þegar keppt er í gegnum netið. Það er ljóst að þessar fjórar æfingar munu taka vel á hjá keppendum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wQaJZW2tWSY">watch on YouTube</a> Í dag er fyrri æfingin tvískipt. Fyrst þurfa þær að skila tuttugu hnébeygjum með og axlapressu í sömu hreyfingu (thrusters) en stöngin mun vega tæp 57 kíló hjá konunum. Þær hafa tvær mínútur til að klára þær og geta síðan gert upplyftingar (muscle-up) restina af tímanum. Eftir tveggja mínútna hvíld eiga þær að skila tuttugu upplyftingum og geta síðan bætt við eins mörgum hnébeygjum, með og axlapressu í sömu hreyfingu, eins og þær ná á tveimur mínútum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=W1EQOz0rV5A">watch on YouTube</a> Seinni æfing miðvikudagsins er síðan tvö þúsund metra róður sem þarf að kára á níu mínútum og ef þær ná því að klára áður þá geta þær reynt að ganga sem lengst á höndum áður en níu mínúturnar eru liðnar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=VQ0OT3D5-Sg">watch on YouTube</a> Fyrri æfing fimmtudagsins er sambland af jafnhendingu með sjötíu kílóa stöng og fimmtán metra spretti. Keppendur eiga að gera endurtekningar upp á 1-2-3-4-5-6-7-8-9-10 og hafa tuttugu mínútur til að klára. Fyrst einu sinni, svo tvisvar, þá þrisvar og svo áfram þar til að þær gera þetta tíu sinnum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=NjoYedqFxQc">watch on YouTube</a> Seinni æfing fimmtudagsins og jafnframt lokaæfing keppninnar er sambland af þremur æfingum. Fyrst fimmtíu burpee hopp yfir 51 sentímetra kassa, þá 75 sipp og að lokum eiga þær að kasta sex kílóa bolta hundrað sinnum í vegg. Þetta þarf að klára allt á tuttugu mínútum. Það má sjá frekari skýringu á æfingunum í færslu Morning Chalk Up hér fyrir ofan. Hér fyrir ofan má líka sjá myndbönd frá Youtube síðu heimsleikanna sem sýnir líka þessar krefjandi æfingar. Það er ljóst að það þarf alvöru viljastyrk og mikla keppnishörku til að klára þennan pakka í dag og á morgun. Vonandi tekst okkar konum vel upp en nú er að duga eða drepast fyrir þær báðar.
CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja og Sara fá eitt tækifæri í viðbót en keppa um tvö sæti við 28 aðrar Þetta er gríðarlega mikilvæg vika fyrir tvær af þekktustu CrossFit konum landsins enda allra síðasti séns fyrir þær að tryggja sér sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust. 27. júní 2022 08:30 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira
Katrín Tanja og Sara fá eitt tækifæri í viðbót en keppa um tvö sæti við 28 aðrar Þetta er gríðarlega mikilvæg vika fyrir tvær af þekktustu CrossFit konum landsins enda allra síðasti séns fyrir þær að tryggja sér sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust. 27. júní 2022 08:30