Æfingarnar sem Katrín og Sara verða að klára með stæl til að ná inn á leikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2022 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir eiga fyrir höndum mjög krefjandi æfingar á nætu tveimur sólarhringum. vísir/daníel Last Chance Qualifier hefst í dag en þar keppa þrjátíu karlar og þrjátíu konur um fjögur laus sæti á heimsleikunum í CrossFit, tvö hjá hvoru kyni. Eftir þessa keppni verður það endanlega ljóst hverjir keppa um heimsmeistaratitilinn í CrossFit í ár. Okkar fulltrúar eru þær Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir sem báðar voru einu sæti frá því að tryggja sér farseðilinn í undanúrslitunum. Katrín Tanja og Sara hafa margoft keppt á heimsleikunum, komist báðar á pall og Katrín hefur unnið þá tvisvar. Það yrðu mikil vonbrigði fyrir þær báðar að missa af heimsleikunum í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Þær geta enn báðar komist á heimsleikana en það myndi þýða að íslensku CrossFit konurnar þyrftu að enda í fyrsta og öðru sæti á Last Chance Qualifier mótinu. Keppendur þurfa að klára fjórar æfingar, tvær á miðvikudegi og tvær á fimmtudegi. Miðvikudagsæfingunum tveimur þarf að skila milli hádegis í dag og hádegis á morgun. Fimmtudagsæfingunum tveimur þarf að skila milli hádegis á fimmtudag og hádegis á föstudag. Þar erum við að tala um Kyrrahafstíma en Katrín Tanja er hér á Íslandi en Sara er úti í Bandaríkjunum. Hádegi að Kyrrahafstíma er klukkan sjö að kvöldi að íslenskum tíma. Keppendur vita allt um æfingarnar fyrir fram enda þarf að undirbúa allt vel þegar keppt er í gegnum netið. Það er ljóst að þessar fjórar æfingar munu taka vel á hjá keppendum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wQaJZW2tWSY">watch on YouTube</a> Í dag er fyrri æfingin tvískipt. Fyrst þurfa þær að skila tuttugu hnébeygjum með og axlapressu í sömu hreyfingu (thrusters) en stöngin mun vega tæp 57 kíló hjá konunum. Þær hafa tvær mínútur til að klára þær og geta síðan gert upplyftingar (muscle-up) restina af tímanum. Eftir tveggja mínútna hvíld eiga þær að skila tuttugu upplyftingum og geta síðan bætt við eins mörgum hnébeygjum, með og axlapressu í sömu hreyfingu, eins og þær ná á tveimur mínútum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=W1EQOz0rV5A">watch on YouTube</a> Seinni æfing miðvikudagsins er síðan tvö þúsund metra róður sem þarf að kára á níu mínútum og ef þær ná því að klára áður þá geta þær reynt að ganga sem lengst á höndum áður en níu mínúturnar eru liðnar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=VQ0OT3D5-Sg">watch on YouTube</a> Fyrri æfing fimmtudagsins er sambland af jafnhendingu með sjötíu kílóa stöng og fimmtán metra spretti. Keppendur eiga að gera endurtekningar upp á 1-2-3-4-5-6-7-8-9-10 og hafa tuttugu mínútur til að klára. Fyrst einu sinni, svo tvisvar, þá þrisvar og svo áfram þar til að þær gera þetta tíu sinnum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=NjoYedqFxQc">watch on YouTube</a> Seinni æfing fimmtudagsins og jafnframt lokaæfing keppninnar er sambland af þremur æfingum. Fyrst fimmtíu burpee hopp yfir 51 sentímetra kassa, þá 75 sipp og að lokum eiga þær að kasta sex kílóa bolta hundrað sinnum í vegg. Þetta þarf að klára allt á tuttugu mínútum. Það má sjá frekari skýringu á æfingunum í færslu Morning Chalk Up hér fyrir ofan. Hér fyrir ofan má líka sjá myndbönd frá Youtube síðu heimsleikanna sem sýnir líka þessar krefjandi æfingar. Það er ljóst að það þarf alvöru viljastyrk og mikla keppnishörku til að klára þennan pakka í dag og á morgun. Vonandi tekst okkar konum vel upp en nú er að duga eða drepast fyrir þær báðar. CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja og Sara fá eitt tækifæri í viðbót en keppa um tvö sæti við 28 aðrar Þetta er gríðarlega mikilvæg vika fyrir tvær af þekktustu CrossFit konum landsins enda allra síðasti séns fyrir þær að tryggja sér sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust. 27. júní 2022 08:30 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Dagskráin: Skiptiborðið á föstudegi og formúluhelgi af stað Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjá meira
Okkar fulltrúar eru þær Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir sem báðar voru einu sæti frá því að tryggja sér farseðilinn í undanúrslitunum. Katrín Tanja og Sara hafa margoft keppt á heimsleikunum, komist báðar á pall og Katrín hefur unnið þá tvisvar. Það yrðu mikil vonbrigði fyrir þær báðar að missa af heimsleikunum í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Þær geta enn báðar komist á heimsleikana en það myndi þýða að íslensku CrossFit konurnar þyrftu að enda í fyrsta og öðru sæti á Last Chance Qualifier mótinu. Keppendur þurfa að klára fjórar æfingar, tvær á miðvikudegi og tvær á fimmtudegi. Miðvikudagsæfingunum tveimur þarf að skila milli hádegis í dag og hádegis á morgun. Fimmtudagsæfingunum tveimur þarf að skila milli hádegis á fimmtudag og hádegis á föstudag. Þar erum við að tala um Kyrrahafstíma en Katrín Tanja er hér á Íslandi en Sara er úti í Bandaríkjunum. Hádegi að Kyrrahafstíma er klukkan sjö að kvöldi að íslenskum tíma. Keppendur vita allt um æfingarnar fyrir fram enda þarf að undirbúa allt vel þegar keppt er í gegnum netið. Það er ljóst að þessar fjórar æfingar munu taka vel á hjá keppendum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wQaJZW2tWSY">watch on YouTube</a> Í dag er fyrri æfingin tvískipt. Fyrst þurfa þær að skila tuttugu hnébeygjum með og axlapressu í sömu hreyfingu (thrusters) en stöngin mun vega tæp 57 kíló hjá konunum. Þær hafa tvær mínútur til að klára þær og geta síðan gert upplyftingar (muscle-up) restina af tímanum. Eftir tveggja mínútna hvíld eiga þær að skila tuttugu upplyftingum og geta síðan bætt við eins mörgum hnébeygjum, með og axlapressu í sömu hreyfingu, eins og þær ná á tveimur mínútum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=W1EQOz0rV5A">watch on YouTube</a> Seinni æfing miðvikudagsins er síðan tvö þúsund metra róður sem þarf að kára á níu mínútum og ef þær ná því að klára áður þá geta þær reynt að ganga sem lengst á höndum áður en níu mínúturnar eru liðnar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=VQ0OT3D5-Sg">watch on YouTube</a> Fyrri æfing fimmtudagsins er sambland af jafnhendingu með sjötíu kílóa stöng og fimmtán metra spretti. Keppendur eiga að gera endurtekningar upp á 1-2-3-4-5-6-7-8-9-10 og hafa tuttugu mínútur til að klára. Fyrst einu sinni, svo tvisvar, þá þrisvar og svo áfram þar til að þær gera þetta tíu sinnum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=NjoYedqFxQc">watch on YouTube</a> Seinni æfing fimmtudagsins og jafnframt lokaæfing keppninnar er sambland af þremur æfingum. Fyrst fimmtíu burpee hopp yfir 51 sentímetra kassa, þá 75 sipp og að lokum eiga þær að kasta sex kílóa bolta hundrað sinnum í vegg. Þetta þarf að klára allt á tuttugu mínútum. Það má sjá frekari skýringu á æfingunum í færslu Morning Chalk Up hér fyrir ofan. Hér fyrir ofan má líka sjá myndbönd frá Youtube síðu heimsleikanna sem sýnir líka þessar krefjandi æfingar. Það er ljóst að það þarf alvöru viljastyrk og mikla keppnishörku til að klára þennan pakka í dag og á morgun. Vonandi tekst okkar konum vel upp en nú er að duga eða drepast fyrir þær báðar.
CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja og Sara fá eitt tækifæri í viðbót en keppa um tvö sæti við 28 aðrar Þetta er gríðarlega mikilvæg vika fyrir tvær af þekktustu CrossFit konum landsins enda allra síðasti séns fyrir þær að tryggja sér sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust. 27. júní 2022 08:30 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Dagskráin: Skiptiborðið á föstudegi og formúluhelgi af stað Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjá meira
Katrín Tanja og Sara fá eitt tækifæri í viðbót en keppa um tvö sæti við 28 aðrar Þetta er gríðarlega mikilvæg vika fyrir tvær af þekktustu CrossFit konum landsins enda allra síðasti séns fyrir þær að tryggja sér sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust. 27. júní 2022 08:30