Bruggarar sjá fram á tafir: „En þessi dagsetning verður alltaf í minnum höfð“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júní 2022 21:30 Þeir Andri Þór og Steinn sjá um Malbygg brugghús á Skútuvogi. vísir/ívar Ólíklegt er að brugghús geti hafið sölu á áfengi út úr húsi strax og ný áfengislög taka gildi næsta föstudag. Bruggarar eru að minnsta kosti ekki bjartsýnir á að það verði enda þurfa þeir að fara í gegn um langt umsóknarkerfi hjá sýslumanni og sveitarfélögum til að mega hefja sölu. Dómsmálaráðherra vonast þó til að málunum verði veitt flýtimeðferð í stjórnkerfinu. Nýju lögin kveða á um að handverksbrugghús sem framleiða minna en 500 þúsund lítra af bjór megi selja hann út úr húsi. Það mega brugghús sem framleiða minna en 100 þúsund lítra af sterku áfengi einnig gera. Þetta átti að taka gildi þann 1. júlí, næsta föstudag. Til að fá leyfi fyrir þessu verða brugghúsin þó að sækja um það sérstaklega hjá sýslumanni. Eins og greint var frá í dag er slíkt umsóknareyðublað enn ekki tilbúið og því hefur ekki verið hægt að sækja um enn. Ferlið getur svo tekið þrjár vikur eða meira en sýslumaður þarf að fá umsagnir frá sveitarfélaginu sem brugghúsið er í, sem verður ofan á það að fá umsagnir ýmissa eftirlitsaðila á borð við slökkvilið og heilbrigðiseftirlit. Túristarnir aðalmálið Bruggarar sjá fæstir fram á að geta byrjað að selja áfengi út úr húsi strax á föstudag. Þetta verður kannski ekki svona stór dagur 1. júlí eins og allir voru að gera ráð fyrir? „Nei, það er kannski ólíklegt. Líklega ekki en ég held samt að þessi dagsetning verði alltaf í minnum höfð,“ segir Steinn Stefánsson, markaðsstjóri Malbyggs brugghúss. Andri Þór Kjartansson, forstjóri Malbyggs, efast um hægt verði að flýta þessu ferli fyrir helgi. „Ég held að það verði ekki búið að því. Allavega ekki miðað við það sem ég hef heyrt um að það verði hugsanlega komið umsóknareyðublað fyrst á föstudaginn,“ segir Andri. Brugghúsið er þó gríðarlega ánægt með breytinguna sem slíka. „Sérstaklega upp á túristana sem eru að koma í heimsókn og vilja taka með sér heim,“ segir Andri. Þeir sem framleiða viskí eru þolinmóðir að eðlisfari Þessu finna flest brugghúsin fyrir og ástæðan fyrir því að lögin áttu að taka gildi nú strax í byrjun júlí var einmitt sú að þingmönnum þótti æskilegt að brugghúsin myndu ná túristunum á þessu ferðamannasumri og selt þeim bjór. „Það væri gaman að fá þetta í gang strax um sumarið. Það er mikið af túristum að koma til okkar. Við fáum hérna fimm þúsund gesti á hverju sumri í viskísmökkun og það væri mjög gaman að geta boðið þeim að versla líka hjá okkur viskí,“ segir Haraldur Þorkelsson, eigandi Eimverks, sem framleiðir viskí, gin og brennivín. Haraldur framleiðir íslenskt viskí, brennivín og gin. Hann er að vonum sáttur með nýju lögin.vísir/ívar Hann segist þó ekki vongóður um að geta hafið sölu strax á föstudag. „Auðvitað væri skemmtilegt ef það væri bara hægt að fara af stað núna á föstudaginn en það er ekki víst að það verði. En við sem erum í viskíinu erum mjög þolinmóð. Það tekur tólf ár að gera tólf ára viskí og þó að þetta taki einhverjar vikur í viðbót þá verður það bara að hafa sig,“ segir Haraldur. Ekki hræddur við sveitarfélögin Sigurður Pétur Snorrason, eigandi RVK Bruggstofunnar vonar að sveitarfélögin reynist ekki steinn í götu brugghúsanna en veiti þau sýslumanni neikvæða umsögn um brugghúsin fá þau ekki umrætt leyfi til að selja út úr húsi. „Ég vona ekki. Það eru lítil brugghús úti á landi í brothættum byggðum og ég hef ekki heyrt annað en að sveitarfélögin þar taki vel í þetta. Ég veit svo sem ekki um afstöðu hérna í Reykjavík en ég á nú ekki von á að það verði mikil mótstaða þar,“ segir Sigurður. Sigurður vonar að hægt verði að flýta fyrir leyfisveitingunum.vísir/ívar Formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa sagði í hádegisfréttum okkar á Bylgjunni í dag að hún óttaðist að brugghús gætu ekki hafið söluna fyrr en 1. ágúst eða jafnvel 1. september. Sigurður vonar að hann þurfi ekki að bíða svo lengi: „Við skulum vona að þetta taki ekki það langan tíma og þeir finni einhverja lausn á þessu vandamáli.“ Þorir ekki að lofa neinu Og þetta vonar sjálfur dómsmálaráðherra einnig. Hann segist hafa sett sig í samband við sýslumannsembættin og beðið þau að flýta fyrir málunum. Hann á svo sjálfur eftir að birta reglugerð um hvernig sölunni verði háttað, til dæmis verður þar væntanlega ákvæði um það magn sem brugghúsin mega selja út úr húsi í einu. „Ég geri ráð fyrir að hún verði tilbúni á morgun. Og við höfum sett okkur í samband við sýslumannsembættin og beðið þau að hraða sinni málsmeðferð eins og hægt er. Þangað þarf að sækja um viðkomandi leyfi,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Jón vonar að sveitarfélögin sýni málinu skilning og verði fljót að afgreiða umsagnir sínar.vísir/ívar „Vilji löggjafans og minn er alveg skýr. Við vildum að þetta gæti hafist strax 1. júlí. Ef að þetta getur gengið hratt og vel fyrir sig eins og maður sér alveg möguleikann á allavega í þessum fámennari sveitarfélögum þar sem mörg af þessum litlu brugghúsum eru, þá ætti þetta jafnvel að geta hafist fyrir helgi. En ég veit það ekki ég þori ekki að fullyrða um það.“ Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ólíklegt að brugghús geti hafið sölu strax á föstudag Smá brugghús óttast að geta ekki hafið sölu á bjór út úr húsi þann 1. júlí eins og boðað var með breytingu á áfengislögum. Bið eftir reglugerð og langt ferli leyfisveitinga í gegn um sýslumann virðast tefja málið. 27. júní 2022 13:34 Hægt að nálgast ódýrari bjór eftir lagabreytinguna Stærsta breyting á áfengislögum frá því að bjórbanninu var aflétt var samþykkt í gær. Bruggarar eru himinlifandi með áfangann en vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að frjálsum áfengismarkaði á Íslandi. 16. júní 2022 19:01 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Nýju lögin kveða á um að handverksbrugghús sem framleiða minna en 500 þúsund lítra af bjór megi selja hann út úr húsi. Það mega brugghús sem framleiða minna en 100 þúsund lítra af sterku áfengi einnig gera. Þetta átti að taka gildi þann 1. júlí, næsta föstudag. Til að fá leyfi fyrir þessu verða brugghúsin þó að sækja um það sérstaklega hjá sýslumanni. Eins og greint var frá í dag er slíkt umsóknareyðublað enn ekki tilbúið og því hefur ekki verið hægt að sækja um enn. Ferlið getur svo tekið þrjár vikur eða meira en sýslumaður þarf að fá umsagnir frá sveitarfélaginu sem brugghúsið er í, sem verður ofan á það að fá umsagnir ýmissa eftirlitsaðila á borð við slökkvilið og heilbrigðiseftirlit. Túristarnir aðalmálið Bruggarar sjá fæstir fram á að geta byrjað að selja áfengi út úr húsi strax á föstudag. Þetta verður kannski ekki svona stór dagur 1. júlí eins og allir voru að gera ráð fyrir? „Nei, það er kannski ólíklegt. Líklega ekki en ég held samt að þessi dagsetning verði alltaf í minnum höfð,“ segir Steinn Stefánsson, markaðsstjóri Malbyggs brugghúss. Andri Þór Kjartansson, forstjóri Malbyggs, efast um hægt verði að flýta þessu ferli fyrir helgi. „Ég held að það verði ekki búið að því. Allavega ekki miðað við það sem ég hef heyrt um að það verði hugsanlega komið umsóknareyðublað fyrst á föstudaginn,“ segir Andri. Brugghúsið er þó gríðarlega ánægt með breytinguna sem slíka. „Sérstaklega upp á túristana sem eru að koma í heimsókn og vilja taka með sér heim,“ segir Andri. Þeir sem framleiða viskí eru þolinmóðir að eðlisfari Þessu finna flest brugghúsin fyrir og ástæðan fyrir því að lögin áttu að taka gildi nú strax í byrjun júlí var einmitt sú að þingmönnum þótti æskilegt að brugghúsin myndu ná túristunum á þessu ferðamannasumri og selt þeim bjór. „Það væri gaman að fá þetta í gang strax um sumarið. Það er mikið af túristum að koma til okkar. Við fáum hérna fimm þúsund gesti á hverju sumri í viskísmökkun og það væri mjög gaman að geta boðið þeim að versla líka hjá okkur viskí,“ segir Haraldur Þorkelsson, eigandi Eimverks, sem framleiðir viskí, gin og brennivín. Haraldur framleiðir íslenskt viskí, brennivín og gin. Hann er að vonum sáttur með nýju lögin.vísir/ívar Hann segist þó ekki vongóður um að geta hafið sölu strax á föstudag. „Auðvitað væri skemmtilegt ef það væri bara hægt að fara af stað núna á föstudaginn en það er ekki víst að það verði. En við sem erum í viskíinu erum mjög þolinmóð. Það tekur tólf ár að gera tólf ára viskí og þó að þetta taki einhverjar vikur í viðbót þá verður það bara að hafa sig,“ segir Haraldur. Ekki hræddur við sveitarfélögin Sigurður Pétur Snorrason, eigandi RVK Bruggstofunnar vonar að sveitarfélögin reynist ekki steinn í götu brugghúsanna en veiti þau sýslumanni neikvæða umsögn um brugghúsin fá þau ekki umrætt leyfi til að selja út úr húsi. „Ég vona ekki. Það eru lítil brugghús úti á landi í brothættum byggðum og ég hef ekki heyrt annað en að sveitarfélögin þar taki vel í þetta. Ég veit svo sem ekki um afstöðu hérna í Reykjavík en ég á nú ekki von á að það verði mikil mótstaða þar,“ segir Sigurður. Sigurður vonar að hægt verði að flýta fyrir leyfisveitingunum.vísir/ívar Formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa sagði í hádegisfréttum okkar á Bylgjunni í dag að hún óttaðist að brugghús gætu ekki hafið söluna fyrr en 1. ágúst eða jafnvel 1. september. Sigurður vonar að hann þurfi ekki að bíða svo lengi: „Við skulum vona að þetta taki ekki það langan tíma og þeir finni einhverja lausn á þessu vandamáli.“ Þorir ekki að lofa neinu Og þetta vonar sjálfur dómsmálaráðherra einnig. Hann segist hafa sett sig í samband við sýslumannsembættin og beðið þau að flýta fyrir málunum. Hann á svo sjálfur eftir að birta reglugerð um hvernig sölunni verði háttað, til dæmis verður þar væntanlega ákvæði um það magn sem brugghúsin mega selja út úr húsi í einu. „Ég geri ráð fyrir að hún verði tilbúni á morgun. Og við höfum sett okkur í samband við sýslumannsembættin og beðið þau að hraða sinni málsmeðferð eins og hægt er. Þangað þarf að sækja um viðkomandi leyfi,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Jón vonar að sveitarfélögin sýni málinu skilning og verði fljót að afgreiða umsagnir sínar.vísir/ívar „Vilji löggjafans og minn er alveg skýr. Við vildum að þetta gæti hafist strax 1. júlí. Ef að þetta getur gengið hratt og vel fyrir sig eins og maður sér alveg möguleikann á allavega í þessum fámennari sveitarfélögum þar sem mörg af þessum litlu brugghúsum eru, þá ætti þetta jafnvel að geta hafist fyrir helgi. En ég veit það ekki ég þori ekki að fullyrða um það.“
Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ólíklegt að brugghús geti hafið sölu strax á föstudag Smá brugghús óttast að geta ekki hafið sölu á bjór út úr húsi þann 1. júlí eins og boðað var með breytingu á áfengislögum. Bið eftir reglugerð og langt ferli leyfisveitinga í gegn um sýslumann virðast tefja málið. 27. júní 2022 13:34 Hægt að nálgast ódýrari bjór eftir lagabreytinguna Stærsta breyting á áfengislögum frá því að bjórbanninu var aflétt var samþykkt í gær. Bruggarar eru himinlifandi með áfangann en vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að frjálsum áfengismarkaði á Íslandi. 16. júní 2022 19:01 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Ólíklegt að brugghús geti hafið sölu strax á föstudag Smá brugghús óttast að geta ekki hafið sölu á bjór út úr húsi þann 1. júlí eins og boðað var með breytingu á áfengislögum. Bið eftir reglugerð og langt ferli leyfisveitinga í gegn um sýslumann virðast tefja málið. 27. júní 2022 13:34
Hægt að nálgast ódýrari bjór eftir lagabreytinguna Stærsta breyting á áfengislögum frá því að bjórbanninu var aflétt var samþykkt í gær. Bruggarar eru himinlifandi með áfangann en vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að frjálsum áfengismarkaði á Íslandi. 16. júní 2022 19:01