Sumarkortið er aðeins aðgengilegt í gegnum Klapp kort eða Klapp app og því er nauðsynlegt að krakkar sem sækja Sumarkortið séu með símanúmer tengt Klapp appinu eða með Klapp kort tengt aðgangi sínum á „Mínum síðum“. Annars verður ekki unnt að afhenda Sumarkortið, að því er segir í tilkynningu frá Strætó.

