Biden samþykkir herta byssulöggjöf Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. júní 2022 18:05 Lagafrumvarpið sem Biden skrifaði undir í dag markar tímamót hvað löggjöf um vopnasölu varðar. AP/Pablo Martinez Monsivais Joe Biden Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir lagafrumvarp sem takmarkar rétt Bandaríkjamanna til byssukaupa. Frumvarpið felur í sér hertar bakgrunnsathuganir, takmarkar rétt þeirra sem hafa verið dæmdir fyrir heimilisofbeldi til vopnakaupa og auðveldar ríkjum að fjarlægja byssur af fólki sem er talið hættulegt. Fulltrúar beggja flokka standa að baki lagafrumvarpinu sem þingið gaf lokasamþykki fyrir á föstudag. Í dag skrifaði Biden svo undir frumvarpið sem hann segir vera „sögulegt afrek.“ Frumvarpið herðir bakgrunnsathuganir á yngstu vopnakaupendum, takmarkar réttindi þeirra sem hafa verið dæmdir fyrir heimilsofbeldi til vopnakaupa og gerir fylkjum kleyft að setja inn lög sem auðvelda yfirvöldum að taka byssur af fólki sem er talið hættulegt. Stærstur hluti af kostnaði lagafrumvarpsins, 13 milljörðum Bandaríkjadala, fer í að styrkja átök í geðheilbrigðismálum og styðja við þá skóla sem hafa orðið fyrir skotárásum. Málamiðlun en samt sem áður tímamót Biden segir að þessi málamiðlun sem þingmenn beggja flokka, Demókrata og Repúblíkana, unnu að geri ekki allt sem hann vilji en innihaldi aðgerðir sem hann hefur lengi kallað eftir og munu bjarga lífum. Nýja löggjöfin felur ekki í sér þær hertu reglur sem Demókratar hafa lengi talað fyrir, eins og bann við sölu á árásarvopnum (e. assault-style weapons) eða bakgrunnsathuganir fyrir öll viðskipti á vopnum. Hins vegar er þetta áhrifamesta breyting sem hefur verið gerð á lögum um vopnakaup síðan 1993 þegar þingið lagði bann við árásarvopnum, lög sem eru löngu útrunnin. Skotvopn Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Komust að samkomulagi um herta byssulöggjöf Hópur öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um drög að nýju frumvarpi varðandi byssueign. Enn á eftir að skrifa frumvarpið en líklegt þykir að stuðningur sé við samkomulagið í öldungadeildinni. 12. júní 2022 15:52 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Sjá meira
Fulltrúar beggja flokka standa að baki lagafrumvarpinu sem þingið gaf lokasamþykki fyrir á föstudag. Í dag skrifaði Biden svo undir frumvarpið sem hann segir vera „sögulegt afrek.“ Frumvarpið herðir bakgrunnsathuganir á yngstu vopnakaupendum, takmarkar réttindi þeirra sem hafa verið dæmdir fyrir heimilsofbeldi til vopnakaupa og gerir fylkjum kleyft að setja inn lög sem auðvelda yfirvöldum að taka byssur af fólki sem er talið hættulegt. Stærstur hluti af kostnaði lagafrumvarpsins, 13 milljörðum Bandaríkjadala, fer í að styrkja átök í geðheilbrigðismálum og styðja við þá skóla sem hafa orðið fyrir skotárásum. Málamiðlun en samt sem áður tímamót Biden segir að þessi málamiðlun sem þingmenn beggja flokka, Demókrata og Repúblíkana, unnu að geri ekki allt sem hann vilji en innihaldi aðgerðir sem hann hefur lengi kallað eftir og munu bjarga lífum. Nýja löggjöfin felur ekki í sér þær hertu reglur sem Demókratar hafa lengi talað fyrir, eins og bann við sölu á árásarvopnum (e. assault-style weapons) eða bakgrunnsathuganir fyrir öll viðskipti á vopnum. Hins vegar er þetta áhrifamesta breyting sem hefur verið gerð á lögum um vopnakaup síðan 1993 þegar þingið lagði bann við árásarvopnum, lög sem eru löngu útrunnin.
Skotvopn Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Komust að samkomulagi um herta byssulöggjöf Hópur öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um drög að nýju frumvarpi varðandi byssueign. Enn á eftir að skrifa frumvarpið en líklegt þykir að stuðningur sé við samkomulagið í öldungadeildinni. 12. júní 2022 15:52 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Sjá meira
Komust að samkomulagi um herta byssulöggjöf Hópur öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um drög að nýju frumvarpi varðandi byssueign. Enn á eftir að skrifa frumvarpið en líklegt þykir að stuðningur sé við samkomulagið í öldungadeildinni. 12. júní 2022 15:52