Biden samþykkir herta byssulöggjöf Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. júní 2022 18:05 Lagafrumvarpið sem Biden skrifaði undir í dag markar tímamót hvað löggjöf um vopnasölu varðar. AP/Pablo Martinez Monsivais Joe Biden Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir lagafrumvarp sem takmarkar rétt Bandaríkjamanna til byssukaupa. Frumvarpið felur í sér hertar bakgrunnsathuganir, takmarkar rétt þeirra sem hafa verið dæmdir fyrir heimilisofbeldi til vopnakaupa og auðveldar ríkjum að fjarlægja byssur af fólki sem er talið hættulegt. Fulltrúar beggja flokka standa að baki lagafrumvarpinu sem þingið gaf lokasamþykki fyrir á föstudag. Í dag skrifaði Biden svo undir frumvarpið sem hann segir vera „sögulegt afrek.“ Frumvarpið herðir bakgrunnsathuganir á yngstu vopnakaupendum, takmarkar réttindi þeirra sem hafa verið dæmdir fyrir heimilsofbeldi til vopnakaupa og gerir fylkjum kleyft að setja inn lög sem auðvelda yfirvöldum að taka byssur af fólki sem er talið hættulegt. Stærstur hluti af kostnaði lagafrumvarpsins, 13 milljörðum Bandaríkjadala, fer í að styrkja átök í geðheilbrigðismálum og styðja við þá skóla sem hafa orðið fyrir skotárásum. Málamiðlun en samt sem áður tímamót Biden segir að þessi málamiðlun sem þingmenn beggja flokka, Demókrata og Repúblíkana, unnu að geri ekki allt sem hann vilji en innihaldi aðgerðir sem hann hefur lengi kallað eftir og munu bjarga lífum. Nýja löggjöfin felur ekki í sér þær hertu reglur sem Demókratar hafa lengi talað fyrir, eins og bann við sölu á árásarvopnum (e. assault-style weapons) eða bakgrunnsathuganir fyrir öll viðskipti á vopnum. Hins vegar er þetta áhrifamesta breyting sem hefur verið gerð á lögum um vopnakaup síðan 1993 þegar þingið lagði bann við árásarvopnum, lög sem eru löngu útrunnin. Skotvopn Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Komust að samkomulagi um herta byssulöggjöf Hópur öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um drög að nýju frumvarpi varðandi byssueign. Enn á eftir að skrifa frumvarpið en líklegt þykir að stuðningur sé við samkomulagið í öldungadeildinni. 12. júní 2022 15:52 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Fulltrúar beggja flokka standa að baki lagafrumvarpinu sem þingið gaf lokasamþykki fyrir á föstudag. Í dag skrifaði Biden svo undir frumvarpið sem hann segir vera „sögulegt afrek.“ Frumvarpið herðir bakgrunnsathuganir á yngstu vopnakaupendum, takmarkar réttindi þeirra sem hafa verið dæmdir fyrir heimilsofbeldi til vopnakaupa og gerir fylkjum kleyft að setja inn lög sem auðvelda yfirvöldum að taka byssur af fólki sem er talið hættulegt. Stærstur hluti af kostnaði lagafrumvarpsins, 13 milljörðum Bandaríkjadala, fer í að styrkja átök í geðheilbrigðismálum og styðja við þá skóla sem hafa orðið fyrir skotárásum. Málamiðlun en samt sem áður tímamót Biden segir að þessi málamiðlun sem þingmenn beggja flokka, Demókrata og Repúblíkana, unnu að geri ekki allt sem hann vilji en innihaldi aðgerðir sem hann hefur lengi kallað eftir og munu bjarga lífum. Nýja löggjöfin felur ekki í sér þær hertu reglur sem Demókratar hafa lengi talað fyrir, eins og bann við sölu á árásarvopnum (e. assault-style weapons) eða bakgrunnsathuganir fyrir öll viðskipti á vopnum. Hins vegar er þetta áhrifamesta breyting sem hefur verið gerð á lögum um vopnakaup síðan 1993 þegar þingið lagði bann við árásarvopnum, lög sem eru löngu útrunnin.
Skotvopn Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Komust að samkomulagi um herta byssulöggjöf Hópur öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um drög að nýju frumvarpi varðandi byssueign. Enn á eftir að skrifa frumvarpið en líklegt þykir að stuðningur sé við samkomulagið í öldungadeildinni. 12. júní 2022 15:52 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Komust að samkomulagi um herta byssulöggjöf Hópur öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um drög að nýju frumvarpi varðandi byssueign. Enn á eftir að skrifa frumvarpið en líklegt þykir að stuðningur sé við samkomulagið í öldungadeildinni. 12. júní 2022 15:52