„Spurning hvort maður eigi einhverjar vinkonur þarna eftir EM“ Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2022 10:31 Sara Björk Gunnarsdóttir með nýju treyjuna sína en hún verður númer 77 hjá Juventus. Instagram/@sarabjork90 „Mér fannst þetta alltaf vera ótrúlega áhugavert,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, sem í morgun var kynnt sem nýjasti leikmaður fimmfaldra Ítalíumeistara Juventus. Sara gat valið úr tilboðum frá félagsliðum í fremstu röð í heiminum eftir að hún varð samningslaus hjá Evrópumeisturum Lyon nú í sumar. Meðal annars stóð til boða að semja við tvö bestu lið Englands; Chelsea og Arsenal, en einnig að halda kyrru fyrir í Frakklandi. Hafnaði Chelsea, Arsenal og PSG „Þetta fór ekkert rosalega langt varðandi Real Madrid en ég var í miklum samræðum við önnur lið. Þetta var spurning um Chelsea, Arsenal, PSG eða Juve. Á endanum ákvað ég að hvað heildarmyndina varðaði væri Juve besta ákvörðunin fyrir mig og mína fjölskyldu,“ segir Sara sem fékk að skreppa í sólarhring úr æfingabúðum landsliðsins hér á landi til Tórínó til að ganga frá málum hjá Juventus en snýr aftur til Íslands í dag. „Mér finnst ítalska deildin vera spennandi. Liðið sjálft, Juve, er frábært lið með frábærum leikmönnum sem orðið hafa ítalskir meistarar fimm sinnum í röð. Velgengnin í Meistaradeildinni hefur líka sífellt aukist og við spiluðum einmitt við þær núna í 8-liða úrslitum og maður heillaðist þar af liðinu,“ segir Sara. Lyon vann þó einvígið við Juventus að lokum, samtals 4-3, og varð svo á endanum Evrópumeistari. View this post on Instagram A post shared by Juventus Women#FANTA5TIC (@juventuswomen) Mikilvægt að klára málin sem fyrst Sara mætir mörgum af sínum verðandi liðsfélögum á EM því þar mætast Ísland og Ítalía í leik 14. júlí. „Það er spurning hvort maður eigi einhverjar vinkonur þarna eftir EM,“ grínast Sara hlæjandi og bætir við: „Já, þetta verður skrýtið. Það eru 8-9 landsliðskonur Ítalíu í Juventus og ætli ég sjái þær ekki í fyrsta skipti á EM.“ Cristiana Girelli er markahæst í ítalska landsliðshópnum sem Ísland mætir á EM og ein af verðandi liðsfélögum Söru hjá Juve. Hér er henni fagnað eftir mark í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar gegn Lyon, liði Söru, í vor. Lyon vann þó einvígið að lokum, 4-3.Getty/Chris Ricci Sara segir það hafa skipt sig máli að vera búin að semja við nýtt félag á góðum tíma fyrir Evrópumótið sem hefst í Englandi í næsta mánuði: „Ég fékk leyfi hjá Steina [Þorsteini landsliðsþjálfara] til að skjótast hingað út til Tórínó í gær og klára mál fyrir EM. Nú get ég svo sett fullan fókus á EM. Mér fannst, líka gagnvart fjölskyldunni, mikilvægt að vera með þessa hluti klára sem fyrst. Það skapar líka ákveðið öryggi fyrir mig, að vera ekki að spila samningslaus,“ segir Sara en þau Árni Vilhjálmsson urðu foreldrar í nóvember þegar sonurinn Ragnar Frank fæddist. Forgangsatriði hvernig félagið tæki barnafólki „Ég er náttúrulega með barn og við erum með fjölskyldu núna, og það er forgangsatriði sem ég vildi einblína á: hvernig klúbburinn tæki í það að ég væri með barn og hvernig stuðning ég myndi fá. Juve er með allt til staðar og ég fékk að vita að það væri minnsta mál að ég væri með barn og öllu yrði reddað sem þyrfti að redda. Það væri engin fyrirhöfn. Þessi heildarmynd heillaði mig,“ segir Sara sem hefur áður talað um að hún hafi ekki fengið þann stuðning sem hún vonaðist eftir hjá Lyon. „Ég fékk ekki þann stuðning sem ég þurfti á að halda og er mjög ósátt við hvernig hlutirnir voru þar,“ segir Sara en vill þó ekki fara nánar út í það. Hjá Juventus virðist hins vegar allt til alls til að hún geti notið sín í botn að minnsta kosti næstu tvö árin: „Það skiptir líka miklu máli hvað þjálfarinn, Joe [Ástralinn Joseph Montemurro], er búinn að gera ótrúlega flotta hluti með liðið. Ég hef heyrt að hann sé ótrúlega góður þjálfari. Heildarpakkinn hérna leit einfaldlega mjög vel út. Ég skoðaði allt og hér eru algjörar toppaðstæður. Það er búið að fjárfesta mikið í liðinu frá því að Juventus ákvað að stofna kvennalið fyrir fimm árum, þetta er auðvitað risaklúbbur, og þróunin hefur verið svakaleg hér á stuttum tíma. Þetta er eitthvað sem ég vildi vera hluti af.“ Ítalski boltinn Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Handbolti Fleiri fréttir Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sjá meira
Sara gat valið úr tilboðum frá félagsliðum í fremstu röð í heiminum eftir að hún varð samningslaus hjá Evrópumeisturum Lyon nú í sumar. Meðal annars stóð til boða að semja við tvö bestu lið Englands; Chelsea og Arsenal, en einnig að halda kyrru fyrir í Frakklandi. Hafnaði Chelsea, Arsenal og PSG „Þetta fór ekkert rosalega langt varðandi Real Madrid en ég var í miklum samræðum við önnur lið. Þetta var spurning um Chelsea, Arsenal, PSG eða Juve. Á endanum ákvað ég að hvað heildarmyndina varðaði væri Juve besta ákvörðunin fyrir mig og mína fjölskyldu,“ segir Sara sem fékk að skreppa í sólarhring úr æfingabúðum landsliðsins hér á landi til Tórínó til að ganga frá málum hjá Juventus en snýr aftur til Íslands í dag. „Mér finnst ítalska deildin vera spennandi. Liðið sjálft, Juve, er frábært lið með frábærum leikmönnum sem orðið hafa ítalskir meistarar fimm sinnum í röð. Velgengnin í Meistaradeildinni hefur líka sífellt aukist og við spiluðum einmitt við þær núna í 8-liða úrslitum og maður heillaðist þar af liðinu,“ segir Sara. Lyon vann þó einvígið við Juventus að lokum, samtals 4-3, og varð svo á endanum Evrópumeistari. View this post on Instagram A post shared by Juventus Women#FANTA5TIC (@juventuswomen) Mikilvægt að klára málin sem fyrst Sara mætir mörgum af sínum verðandi liðsfélögum á EM því þar mætast Ísland og Ítalía í leik 14. júlí. „Það er spurning hvort maður eigi einhverjar vinkonur þarna eftir EM,“ grínast Sara hlæjandi og bætir við: „Já, þetta verður skrýtið. Það eru 8-9 landsliðskonur Ítalíu í Juventus og ætli ég sjái þær ekki í fyrsta skipti á EM.“ Cristiana Girelli er markahæst í ítalska landsliðshópnum sem Ísland mætir á EM og ein af verðandi liðsfélögum Söru hjá Juve. Hér er henni fagnað eftir mark í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar gegn Lyon, liði Söru, í vor. Lyon vann þó einvígið að lokum, 4-3.Getty/Chris Ricci Sara segir það hafa skipt sig máli að vera búin að semja við nýtt félag á góðum tíma fyrir Evrópumótið sem hefst í Englandi í næsta mánuði: „Ég fékk leyfi hjá Steina [Þorsteini landsliðsþjálfara] til að skjótast hingað út til Tórínó í gær og klára mál fyrir EM. Nú get ég svo sett fullan fókus á EM. Mér fannst, líka gagnvart fjölskyldunni, mikilvægt að vera með þessa hluti klára sem fyrst. Það skapar líka ákveðið öryggi fyrir mig, að vera ekki að spila samningslaus,“ segir Sara en þau Árni Vilhjálmsson urðu foreldrar í nóvember þegar sonurinn Ragnar Frank fæddist. Forgangsatriði hvernig félagið tæki barnafólki „Ég er náttúrulega með barn og við erum með fjölskyldu núna, og það er forgangsatriði sem ég vildi einblína á: hvernig klúbburinn tæki í það að ég væri með barn og hvernig stuðning ég myndi fá. Juve er með allt til staðar og ég fékk að vita að það væri minnsta mál að ég væri með barn og öllu yrði reddað sem þyrfti að redda. Það væri engin fyrirhöfn. Þessi heildarmynd heillaði mig,“ segir Sara sem hefur áður talað um að hún hafi ekki fengið þann stuðning sem hún vonaðist eftir hjá Lyon. „Ég fékk ekki þann stuðning sem ég þurfti á að halda og er mjög ósátt við hvernig hlutirnir voru þar,“ segir Sara en vill þó ekki fara nánar út í það. Hjá Juventus virðist hins vegar allt til alls til að hún geti notið sín í botn að minnsta kosti næstu tvö árin: „Það skiptir líka miklu máli hvað þjálfarinn, Joe [Ástralinn Joseph Montemurro], er búinn að gera ótrúlega flotta hluti með liðið. Ég hef heyrt að hann sé ótrúlega góður þjálfari. Heildarpakkinn hérna leit einfaldlega mjög vel út. Ég skoðaði allt og hér eru algjörar toppaðstæður. Það er búið að fjárfesta mikið í liðinu frá því að Juventus ákvað að stofna kvennalið fyrir fimm árum, þetta er auðvitað risaklúbbur, og þróunin hefur verið svakaleg hér á stuttum tíma. Þetta er eitthvað sem ég vildi vera hluti af.“
Ítalski boltinn Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Handbolti Fleiri fréttir Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn