Þjálfarinn lýsti lífsbjörginni: „Einbeitti mér að því að láta hana anda“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júní 2022 14:35 Andrea Fuentes tekur um háls Anitu Alvarez til að kanna hvort hún sé með lífsmarki. epa/Zsolt Szigetvary Snarræði þjálfarans Andreu Fuentes kom í veg fyrir að illa færi þegar það leið yfir bandarísku listsundkonuna Anitu Alvarez á HM í 50 metra laug í Búdapest í gær. Alvarez féll í yfirlið eftir að hafa klárað frjálsar æfingar sínar í úrslitum í listsundi og sökk til botns í lauginni. Fuentes, þjálfari hennar, brást snarlega við, stakk sér ofan í laugina og bjargaði Alvarez. „Fyrst sá ég að hún var aðeins hvítari í framan en venjulega og hugsaði að blóðflæðið væri ekki eðlilegt,“ sagði Fuentes þegar hún ræddi við BBC um björgun Alvarez. „Þegar þú klárar æfingarnar viltu anda djúpt en í staðinn fyrir að koma upp fór hún niður. Fyrst hugsaði ég að hún væri að hvíla sig en svo áttaði ég mig á því að þetta væri ekki eðlilegt því þú vilt anda þegar þú ert búin.“ "I swam as fast as I could and I was fixated to make her breath"Coach Andrea Fuentes describes to @Sarah_Montague how she rescued artistic swimmer Anita Alvarez from the bottom of the pool after fainting at the World Aquatics Championshipshttps://t.co/nh6JQTZz6b | #BBCWATO pic.twitter.com/oRDQanMSt5— The World at One (@BBCWorldatOne) June 23, 2022 Fuentes tók á endanum til sinna mála og stökk sér ofan í laugina. „Ég synti eins hratt og ég gat og einbeitti mér að því að láta hana anda,“ sagði þjálfarinn og bætti við að hún hafi þreifað á hálsi Alvarez og fundið púls. Fuentes sneri í kjölfarið andliti Alvarez til hliðar til að losa vatn úr lungum hennar og fá hana til að anda. „Kjálkinn var mjög stífur. Ég reyndi að vekja hana með því að nudda kjálkann því hann var of stífur. Hún hóstaði svo vatninu upp úr sér.“ Samkvæmt upplýsingum frá Fuentes og bandaríska sundliðinu er líðan Alvarez ágæt. Enn er þó óvíst hvort hún fær grænt ljós frá læknum til að keppa í úrslitum í liðakeppninni. Fuentes þurfti einnig að koma Alvarez til bjargar þegar það leið yfir hana á úrtökumóti fyrir Ólympíuleikana í fyrra. Sund Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ Sjá meira
Alvarez féll í yfirlið eftir að hafa klárað frjálsar æfingar sínar í úrslitum í listsundi og sökk til botns í lauginni. Fuentes, þjálfari hennar, brást snarlega við, stakk sér ofan í laugina og bjargaði Alvarez. „Fyrst sá ég að hún var aðeins hvítari í framan en venjulega og hugsaði að blóðflæðið væri ekki eðlilegt,“ sagði Fuentes þegar hún ræddi við BBC um björgun Alvarez. „Þegar þú klárar æfingarnar viltu anda djúpt en í staðinn fyrir að koma upp fór hún niður. Fyrst hugsaði ég að hún væri að hvíla sig en svo áttaði ég mig á því að þetta væri ekki eðlilegt því þú vilt anda þegar þú ert búin.“ "I swam as fast as I could and I was fixated to make her breath"Coach Andrea Fuentes describes to @Sarah_Montague how she rescued artistic swimmer Anita Alvarez from the bottom of the pool after fainting at the World Aquatics Championshipshttps://t.co/nh6JQTZz6b | #BBCWATO pic.twitter.com/oRDQanMSt5— The World at One (@BBCWorldatOne) June 23, 2022 Fuentes tók á endanum til sinna mála og stökk sér ofan í laugina. „Ég synti eins hratt og ég gat og einbeitti mér að því að láta hana anda,“ sagði þjálfarinn og bætti við að hún hafi þreifað á hálsi Alvarez og fundið púls. Fuentes sneri í kjölfarið andliti Alvarez til hliðar til að losa vatn úr lungum hennar og fá hana til að anda. „Kjálkinn var mjög stífur. Ég reyndi að vekja hana með því að nudda kjálkann því hann var of stífur. Hún hóstaði svo vatninu upp úr sér.“ Samkvæmt upplýsingum frá Fuentes og bandaríska sundliðinu er líðan Alvarez ágæt. Enn er þó óvíst hvort hún fær grænt ljós frá læknum til að keppa í úrslitum í liðakeppninni. Fuentes þurfti einnig að koma Alvarez til bjargar þegar það leið yfir hana á úrtökumóti fyrir Ólympíuleikana í fyrra.
Sund Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ Sjá meira